Glatað tækifæri? Ólafur Stephensen skrifar 22. september 2010 06:00 Illu heilli hefur það gengið eftir, sem margir höfðu áhyggjur af þegar þingmannanefndin sem rýndi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis lagði fram skýrslu sína fyrir tíu dögum. Deilur um hvort draga skuli fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm hafa yfirskyggt umbótatillögurnar sem eru í raun aðalatriðin í skýrslu þingmannanefndarinnar og full samstaða var um meðal nefndarmanna. Í stuttu máli má segja að þessar umbótatillögur séu það, sem hrinda þarf í framkvæmd til að Ísland standi undir nafni sem þróað, vestrænt lýðræðisríki. Alþingismenn mættu hafa í huga að búi þeir ekki svo um hnútana að þeirri umbótaáætlun verði hrint í framkvæmd, mun það skipta óskaplega litlu máli um þróun mála á Íslandi í framtíðinni þótt fáeinir einstaklingar verði dregnir fyrir landsdóm. Hneykslunartónninn í sumum fylgismönnum þess að ákært verði yfir því að sumir aðrir þingmenn séu á annarri skoðun, bendir til að þeim finnist að niðurstaða Alþingis hafi verið nánast fyrirfram gefin. Auðvitað var hins vegar ekkert gefið um niðurstöðuna, hvorki af starfi þingmannanefndarinnar né þingsins sjálfs. Allt sem þingmannanefndin leggur til hlýtur að vera til umræðu á Alþingi og að lokinni rækilegri skoðun tekur þingið afstöðu. Það er rétt hjá Atla Gíslasyni, formanni þingmannanefndarinnar, að Alþingi á ekki að skjóta sér undan því að taka ákvörðun í málinu og afgreiða þingsályktunartillögurnar, sem liggja fyrir. En það er ekki þar með sagt að þingið bregðist hlutverki sínu þótt niðurstaðan verði sú að enginn verði ákærður fyrir landsdómi. Þingið á aðrar leiðir í stöðunni eins og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, benti til dæmis á hér í blaðinu á laugardaginn. Það getur ályktað um athafnir ráðherra - og þá ekki aðeins þeirra, sem hægt er að ákæra fyrir landsdómi vegna fyrningarreglna. Það má vera öllum ljóst að þeir fjórir ráðherrar, sem lagt hefur verið til að ákæra, bera ekki einir alla sökina á því að ekki tókst að afstýra bankahruninu. Viðbrögðin við ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um málið eru sérkennileg. Hún hefur, sem æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins, verið sökuð um að reyna að segja þinginu fyrir verkum eða koma í bakið á samstarfsflokknum eða samflokksmönnum sínum í þingmannanefndinni. Í ljósi þess að ekki er um ríkisstjórnarmál að ræða, á það ekki við. Jóhanna er þingmaður og hlýtur að mega lýsa sinni skoðun sem slíkur. Afstaða þingmanna í þessu máli hlýtur eingöngu að fara eftir sannfæringu þeirra. Þess vegna skiptir ekki máli þótt ráðherrar séu ekki sammála um það og því síður að það kljúfi flokka. Ef eitthvað er eykur það trúverðugleika þeirrar niðurstöðu, sem Alþingi kemst að, ef hún fer ekki eftir klárum flokkslínum. Þingflokkur VG ályktaði í gær að trúverðugleiki Alþingis væri í húfi, ef þingsályktunartillögur um ákærur yrðu ekki til lykta leiddar. Það er rétt, en það er jafnmikilvægt fyrir trúverðugleika Alþingis að það sjái til þess að umbótaáætlun þingmannanefndarinnar komist í framkvæmd og henni verði fylgt fast eftir. Það verkefni er í raun miklu flóknara og kostar á köflum meiri pólitíska staðfestu en að ákæra þrjá eða fjóra einstaklinga. Klúðrist það verkefni vegna deilnanna um landsdóm hefur mikilvægt tækifæri til umbóta í íslenzku samfélagi farið forgörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Ólafur Stephensen Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Illu heilli hefur það gengið eftir, sem margir höfðu áhyggjur af þegar þingmannanefndin sem rýndi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis lagði fram skýrslu sína fyrir tíu dögum. Deilur um hvort draga skuli fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm hafa yfirskyggt umbótatillögurnar sem eru í raun aðalatriðin í skýrslu þingmannanefndarinnar og full samstaða var um meðal nefndarmanna. Í stuttu máli má segja að þessar umbótatillögur séu það, sem hrinda þarf í framkvæmd til að Ísland standi undir nafni sem þróað, vestrænt lýðræðisríki. Alþingismenn mættu hafa í huga að búi þeir ekki svo um hnútana að þeirri umbótaáætlun verði hrint í framkvæmd, mun það skipta óskaplega litlu máli um þróun mála á Íslandi í framtíðinni þótt fáeinir einstaklingar verði dregnir fyrir landsdóm. Hneykslunartónninn í sumum fylgismönnum þess að ákært verði yfir því að sumir aðrir þingmenn séu á annarri skoðun, bendir til að þeim finnist að niðurstaða Alþingis hafi verið nánast fyrirfram gefin. Auðvitað var hins vegar ekkert gefið um niðurstöðuna, hvorki af starfi þingmannanefndarinnar né þingsins sjálfs. Allt sem þingmannanefndin leggur til hlýtur að vera til umræðu á Alþingi og að lokinni rækilegri skoðun tekur þingið afstöðu. Það er rétt hjá Atla Gíslasyni, formanni þingmannanefndarinnar, að Alþingi á ekki að skjóta sér undan því að taka ákvörðun í málinu og afgreiða þingsályktunartillögurnar, sem liggja fyrir. En það er ekki þar með sagt að þingið bregðist hlutverki sínu þótt niðurstaðan verði sú að enginn verði ákærður fyrir landsdómi. Þingið á aðrar leiðir í stöðunni eins og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, benti til dæmis á hér í blaðinu á laugardaginn. Það getur ályktað um athafnir ráðherra - og þá ekki aðeins þeirra, sem hægt er að ákæra fyrir landsdómi vegna fyrningarreglna. Það má vera öllum ljóst að þeir fjórir ráðherrar, sem lagt hefur verið til að ákæra, bera ekki einir alla sökina á því að ekki tókst að afstýra bankahruninu. Viðbrögðin við ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um málið eru sérkennileg. Hún hefur, sem æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins, verið sökuð um að reyna að segja þinginu fyrir verkum eða koma í bakið á samstarfsflokknum eða samflokksmönnum sínum í þingmannanefndinni. Í ljósi þess að ekki er um ríkisstjórnarmál að ræða, á það ekki við. Jóhanna er þingmaður og hlýtur að mega lýsa sinni skoðun sem slíkur. Afstaða þingmanna í þessu máli hlýtur eingöngu að fara eftir sannfæringu þeirra. Þess vegna skiptir ekki máli þótt ráðherrar séu ekki sammála um það og því síður að það kljúfi flokka. Ef eitthvað er eykur það trúverðugleika þeirrar niðurstöðu, sem Alþingi kemst að, ef hún fer ekki eftir klárum flokkslínum. Þingflokkur VG ályktaði í gær að trúverðugleiki Alþingis væri í húfi, ef þingsályktunartillögur um ákærur yrðu ekki til lykta leiddar. Það er rétt, en það er jafnmikilvægt fyrir trúverðugleika Alþingis að það sjái til þess að umbótaáætlun þingmannanefndarinnar komist í framkvæmd og henni verði fylgt fast eftir. Það verkefni er í raun miklu flóknara og kostar á köflum meiri pólitíska staðfestu en að ákæra þrjá eða fjóra einstaklinga. Klúðrist það verkefni vegna deilnanna um landsdóm hefur mikilvægt tækifæri til umbóta í íslenzku samfélagi farið forgörðum.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun