Fleygurinn Þorsteinn Pálsson skrifar 6. mars 2010 06:00 Stærsta pólitíska málið sem komið hefur til kasta Alþingis í ár var rætt í vikunni. Umræðan tók eina klukkustund. Enginn ráðherra og engir þingmenn stjórnarflokkanna tóku þátt í henni. Þetta segir sína sögu um þá pólitísku kreppu sem er eins og Þrándur í Götu fyrir endurreisn efnahagslífsins. Málið snýst um tillögu Hreyfingarinnar og Framsóknarflokksins um að hætta efnahagssamstarfinu við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og semja nýja efnahagsáætlun án þátttöku hans. Tvær spurningar hljóta óhjákvæmilega að vakna þegar staðhæft er að þetta mál sé stærra í sniðum en önnur. Sú fyrri lýtur að forminu. Hvenær hafa tillögur frá stjórnarandstöðuflokkum skipt máli? Sú seinni víkur að efni tillögunnar. Eru nógu skynsamleg rök fyrir þeirri kúvendingu sem hún mælir fyrir um til þess að telja megi hana pólitískt stórmál? Þegar lagt er mat á þessar spurningar verður að hafa þetta í huga: Fyrrverandi ríkisstjórn ákvað að grundvalla endurreisnaraðgerðirnar á sameiginlegri áætlun með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Það kom nokkuð á óvart að núverandi ríkisstjórn ákvað að halda áfram á sama grundvelli, en það gerðist. Efnahagsáætlunin er þungamiðja stjórnarstefnunnar. Verkurinn er hins vegar sá að hluti af þingflokki VG hefur frá upphafi verið ósáttur við þetta samstarf. Sú andstaða hefur farið vaxandi. Fyrir þá sök hefur leikið verulegur vafi á að ríkisstjórnin hefði starfhæfan meirihluta til að halda endurreisnarstarfinu áfram. Það sem var vafi er nú staðreynd. Fyrir vikið dýpkar pólitíska lægðin með hverjum degi. Það er í þessu ljósi sem tillaga, sem að öðru jöfnu væri léttvæg fundin, fær pólitískt gildi. Hún er stórt pólitískt mál af því að hún rekur málefnalegan fleyg inn í raðir stjórnarflokkanna. Leiðirnar Ríkisstjórnin gat komist hjá umræðum um þessa tillögu. Hún getur líka sneitt hjá atkvæðagreislu um hana. Það stangast ekki á við hefðir um meðferð þingmála frá stjórnarandstöðu. Frá hinu á ríkisstjórnin hins vegar enga hjáleið að við borgurum landsins blasir að þetta mál er of heit kartafla til þess að ríkisstjórnin geti tekið á henni í umræðum og atkvæðagreiðslu. Segja má að ríkisstjórnin hafi meirihluta til setu en ekki athafna. Við það ástand verður ekki búið nema skamma hríð. Eins og sakir standa sýnast tvær leiðir líklegastar út úr þessari pólitísku málefna kreppu. Þær fela í sér val á milli endurreisnar á grundvelli samstarfs við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða án hans. Nú liggur fyrir að tveir stjórnarandstöðuflokkar með tólf þingmenn vilja snúa við blaðinu og hætta samstarfinu við sjóðinn. Líklegt er að hugur að minnsta kosti sex þingmanna VG standi til þess sama. Þetta útilokar þjóðstjórn. Við Samfylkingunni og meirihluta þingmanna VG blasir sá kostur að snúa hesti sínum við í miðju straumvatninu og freista þess með Hreyfingunni og Framsóknarflokknum að ná til lands á þeim bakka sem haldið var frá. Hinn kosturinn er að leita eftir samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn sem stofnaði til samstarfsins við sjóðinn og freista þess að ná til lands þar sem að var stefnt í upphafi þess. Sjálfstæðisflokkurinn hefur að vísu sagt að hann vilji endurmeta umfang samstarfsins. Í því felst þó tæplega grundvallar ágreiningur. Vegna þessarar stöðu verða forystumenn stjórnarflokkanna að gera upp við sig eftir hvaða striki á að sigla. Þeir þurfa að velja milli þessara tveggja leiða vilji þeir málefnalegan meirihluta. Lítist þeim á hvoruga þeirra er fátt annað til bragðs að taka en efna til Alþingiskosninga samhliða sveitastjórnakosningum í vor. Ábyrgðin Í þessari skilgreiningu hefur sá kostur ekki verið gefinn að ríkisstjórnin geti setið án þess að hafa málefnalegan stuðning til að framfylgja kjarna efnahagsstefnunnar. Vitaskuld er þó ekki unnt að útiloka þá stöðu. Af yfirlýsingum forystumanna stjórnarflokkanna má ef til vill ráða að þeir kjósi hana helst. Það hefur oft gerst áður að ríkisstjórnir hafa setið þó að skort hafi á málefnalega samstöðu, jafnvel um mikilvægustu mál. Hvers vegna ekki nú? Tvö sjónarmið valda því einkum að þessi kostur er ekki tekinn með í reikninginn. Bæði helgast af því hvernig nú árar. Fyrra sjónarmiðið er algjörlega pólitískt. Ólíklegt er að þjóðin sætti sig við að forsætisráðherra hafi ekki annað fram að færa en að vera furðu lostinn yfir því sem er að gerast. Þjóðin er einfaldlega of nærri nýju hruni til að umbera þá stöðu til lengdar. Seinna sjónarmiðið er meira lögfræðilegt. Verði nýtt hrun vegna athafnaleysis ríkisstjórnarinnar gæti svo verið komið að byrjað sé að renna úr stundaglasi ráðherraábyrgðarlaganna. Telja verður fremur ólíklegt að forystumenn ríkisstjórnarinnar vilji taka þá áhættu. Mestu skiptir þó að frá sjónarmiði þjóðarhagsmuna er óskynsamlegt að sú áhætta sé tekin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinsælast 2010 Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Stærsta pólitíska málið sem komið hefur til kasta Alþingis í ár var rætt í vikunni. Umræðan tók eina klukkustund. Enginn ráðherra og engir þingmenn stjórnarflokkanna tóku þátt í henni. Þetta segir sína sögu um þá pólitísku kreppu sem er eins og Þrándur í Götu fyrir endurreisn efnahagslífsins. Málið snýst um tillögu Hreyfingarinnar og Framsóknarflokksins um að hætta efnahagssamstarfinu við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og semja nýja efnahagsáætlun án þátttöku hans. Tvær spurningar hljóta óhjákvæmilega að vakna þegar staðhæft er að þetta mál sé stærra í sniðum en önnur. Sú fyrri lýtur að forminu. Hvenær hafa tillögur frá stjórnarandstöðuflokkum skipt máli? Sú seinni víkur að efni tillögunnar. Eru nógu skynsamleg rök fyrir þeirri kúvendingu sem hún mælir fyrir um til þess að telja megi hana pólitískt stórmál? Þegar lagt er mat á þessar spurningar verður að hafa þetta í huga: Fyrrverandi ríkisstjórn ákvað að grundvalla endurreisnaraðgerðirnar á sameiginlegri áætlun með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Það kom nokkuð á óvart að núverandi ríkisstjórn ákvað að halda áfram á sama grundvelli, en það gerðist. Efnahagsáætlunin er þungamiðja stjórnarstefnunnar. Verkurinn er hins vegar sá að hluti af þingflokki VG hefur frá upphafi verið ósáttur við þetta samstarf. Sú andstaða hefur farið vaxandi. Fyrir þá sök hefur leikið verulegur vafi á að ríkisstjórnin hefði starfhæfan meirihluta til að halda endurreisnarstarfinu áfram. Það sem var vafi er nú staðreynd. Fyrir vikið dýpkar pólitíska lægðin með hverjum degi. Það er í þessu ljósi sem tillaga, sem að öðru jöfnu væri léttvæg fundin, fær pólitískt gildi. Hún er stórt pólitískt mál af því að hún rekur málefnalegan fleyg inn í raðir stjórnarflokkanna. Leiðirnar Ríkisstjórnin gat komist hjá umræðum um þessa tillögu. Hún getur líka sneitt hjá atkvæðagreislu um hana. Það stangast ekki á við hefðir um meðferð þingmála frá stjórnarandstöðu. Frá hinu á ríkisstjórnin hins vegar enga hjáleið að við borgurum landsins blasir að þetta mál er of heit kartafla til þess að ríkisstjórnin geti tekið á henni í umræðum og atkvæðagreiðslu. Segja má að ríkisstjórnin hafi meirihluta til setu en ekki athafna. Við það ástand verður ekki búið nema skamma hríð. Eins og sakir standa sýnast tvær leiðir líklegastar út úr þessari pólitísku málefna kreppu. Þær fela í sér val á milli endurreisnar á grundvelli samstarfs við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða án hans. Nú liggur fyrir að tveir stjórnarandstöðuflokkar með tólf þingmenn vilja snúa við blaðinu og hætta samstarfinu við sjóðinn. Líklegt er að hugur að minnsta kosti sex þingmanna VG standi til þess sama. Þetta útilokar þjóðstjórn. Við Samfylkingunni og meirihluta þingmanna VG blasir sá kostur að snúa hesti sínum við í miðju straumvatninu og freista þess með Hreyfingunni og Framsóknarflokknum að ná til lands á þeim bakka sem haldið var frá. Hinn kosturinn er að leita eftir samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn sem stofnaði til samstarfsins við sjóðinn og freista þess að ná til lands þar sem að var stefnt í upphafi þess. Sjálfstæðisflokkurinn hefur að vísu sagt að hann vilji endurmeta umfang samstarfsins. Í því felst þó tæplega grundvallar ágreiningur. Vegna þessarar stöðu verða forystumenn stjórnarflokkanna að gera upp við sig eftir hvaða striki á að sigla. Þeir þurfa að velja milli þessara tveggja leiða vilji þeir málefnalegan meirihluta. Lítist þeim á hvoruga þeirra er fátt annað til bragðs að taka en efna til Alþingiskosninga samhliða sveitastjórnakosningum í vor. Ábyrgðin Í þessari skilgreiningu hefur sá kostur ekki verið gefinn að ríkisstjórnin geti setið án þess að hafa málefnalegan stuðning til að framfylgja kjarna efnahagsstefnunnar. Vitaskuld er þó ekki unnt að útiloka þá stöðu. Af yfirlýsingum forystumanna stjórnarflokkanna má ef til vill ráða að þeir kjósi hana helst. Það hefur oft gerst áður að ríkisstjórnir hafa setið þó að skort hafi á málefnalega samstöðu, jafnvel um mikilvægustu mál. Hvers vegna ekki nú? Tvö sjónarmið valda því einkum að þessi kostur er ekki tekinn með í reikninginn. Bæði helgast af því hvernig nú árar. Fyrra sjónarmiðið er algjörlega pólitískt. Ólíklegt er að þjóðin sætti sig við að forsætisráðherra hafi ekki annað fram að færa en að vera furðu lostinn yfir því sem er að gerast. Þjóðin er einfaldlega of nærri nýju hruni til að umbera þá stöðu til lengdar. Seinna sjónarmiðið er meira lögfræðilegt. Verði nýtt hrun vegna athafnaleysis ríkisstjórnarinnar gæti svo verið komið að byrjað sé að renna úr stundaglasi ráðherraábyrgðarlaganna. Telja verður fremur ólíklegt að forystumenn ríkisstjórnarinnar vilji taka þá áhættu. Mestu skiptir þó að frá sjónarmiði þjóðarhagsmuna er óskynsamlegt að sú áhætta sé tekin.