Kúbversku feðgarnir koma heim á morgun - þora ekki aftur í íbúðina Valur Grettisson skrifar 23. september 2010 09:37 Rúður voru brotnar á heimili fjölskyldunnar. Nú er óvíst hvort þau þori aftur heim. „Við erum mjög þakklát fyrir þann stuðning sem þjóðin, nágrannar og allir hafa sýnt okkur," segir sambýliskona kúbverska föðurins sem flúði land vegna meintra ofsókna þar síðustu helgi. Að hennar sögn snúa þeir feðgar aftur heim á morgun en þeir hafa verið í tæplega hálfan mánuð í útlöndum. Jón Hilmar Hallgrímsson var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna meintu ofsóknanna sem feðgarnir vildu meina að grundvölluðust á kynþáttahatri. Jón neitar sök og segist hafa verið að miðla málum og að málið tengist á engan hátt kynþáttahatri. „Atburðurinn hefur sett sitt mark á okkur. Við höfum ekki enn farið inn í íbúðina okkar og óvíst hvort við getum það nokkurn tímann," segir sambýliskona kúbverska föðurins en hún er íslensk og lærður leikskólakennari. Hún segir fjölskylduna upplifa þetta mál undarlega enda öllum brugðið. Spurð hvort hún hafi horft á viðtal við Jón Hilmar í viðtalsþætti Sölva Tryggvasonar á Skjá Einum svarar hún játandi. Spurð hvað henni finnist um orð Jóns svaraði hún: „Þetta er hans mynd. Lögreglan rannsakar bara þetta mál. En þetta er það sem hann segir." Í viðtalsþættinum játar Jón Hilmar, oft kallaður Jón stóri, að hann hafi rukkað fólk en að hann sé enginn handrukkari. Það var RÚV sem greindi frá því í síðustu viku að maðurinn sem hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald hefði verið handrukkari. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að upptök þess megi rekja til orðaskipta kærustu kúbverska piltsins og íslensks pilts. Mál Jóns stóra Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
„Við erum mjög þakklát fyrir þann stuðning sem þjóðin, nágrannar og allir hafa sýnt okkur," segir sambýliskona kúbverska föðurins sem flúði land vegna meintra ofsókna þar síðustu helgi. Að hennar sögn snúa þeir feðgar aftur heim á morgun en þeir hafa verið í tæplega hálfan mánuð í útlöndum. Jón Hilmar Hallgrímsson var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna meintu ofsóknanna sem feðgarnir vildu meina að grundvölluðust á kynþáttahatri. Jón neitar sök og segist hafa verið að miðla málum og að málið tengist á engan hátt kynþáttahatri. „Atburðurinn hefur sett sitt mark á okkur. Við höfum ekki enn farið inn í íbúðina okkar og óvíst hvort við getum það nokkurn tímann," segir sambýliskona kúbverska föðurins en hún er íslensk og lærður leikskólakennari. Hún segir fjölskylduna upplifa þetta mál undarlega enda öllum brugðið. Spurð hvort hún hafi horft á viðtal við Jón Hilmar í viðtalsþætti Sölva Tryggvasonar á Skjá Einum svarar hún játandi. Spurð hvað henni finnist um orð Jóns svaraði hún: „Þetta er hans mynd. Lögreglan rannsakar bara þetta mál. En þetta er það sem hann segir." Í viðtalsþættinum játar Jón Hilmar, oft kallaður Jón stóri, að hann hafi rukkað fólk en að hann sé enginn handrukkari. Það var RÚV sem greindi frá því í síðustu viku að maðurinn sem hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald hefði verið handrukkari. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að upptök þess megi rekja til orðaskipta kærustu kúbverska piltsins og íslensks pilts.
Mál Jóns stóra Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira