Ívar um Gylfa: Einn sá besti í Evrópu á þessum aldri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. september 2010 21:00 Ívar Ingimarsson. Nordic Photos / Bongarts Ívar Ingimarsson segir að Reading sakni eðlilega Gylfa Þórs Sigurðssonar sem var seldur til þýska úrvalsdeildarfélagsins Hoffenheim í sumar. Gylfi Þór er 21 árs og var á mála hjá Reading frá því að hann var fimmtán ára þar til nú í sumar. Hann er nú einn dýrasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar en hann var seldur á 1300 milljónir til Hoffenheim. „Eðlilega söknum við Gylfa enda tel ég að öll lið í þessari deild og þeirri fyrir ofan myndu sakna hans úr sínu liði," sagði Ívar en Reading leikur í ensku B-deildinni. „Að mínu viti er hann einn besti leikmaður Evrópu á þessum aldrei. Hann er einfaldlega kominn í þann klassa. Þess vegna var hann seldur á 1300 milljónir. Hann hefur kosti sem ekki margir leikmenn hafa." Það er aðeins um ár síðan að Gylfi var í byrjunarliði Reading í fyrsta sinn í deildarleik. Óhætt er að segja að hann hafi slegið í gegn en hann skoraði 20 mörk á tímabilinu í öllum keppnum. „Leikstíll liðsins hefur mikið breyst síðan hann fór enda var liðið að miklu leyti til byggt upp í kringum hann," sagði Ívar enn fremur. Ívar hefur átt möguleika á að fylgjast vel með Gylfa enda hefur hann verið í Reading öll þau ár sem Gylfi var hjá félaginu. „Það var alltaf mjög vel talað um hann. En auðvitað er aldrei hægt að vita hvernig menn munu standa sig fyrr en þeir fá tækifærið. En hann sýndi um leið og það kom að hann var tilbúinn og hann spilaði gríðarlega vel," sagði Ívar. „Gylfi býr yfir mörgum kostum. Hann hugsar gríðarlega vel um sig og æfir einstaklega vel. Hann er duglegur að æfa aukalega og það hefur tvímælalaust skilað sér. Hann tók þetta skrefi lengra en flestir aðrir." „Og með þeim hæfileikum sem hann býr yfir getur hann bætt sig enn meira. Hann er nú kominn í þetta sterka lið í Þýskalandi og þar að auki í A-landsliðið." „Ég hef lengi sagt að Gylfi getur farið eins langt og hann vill sjálfur. Hann hefur allt til þess að bera og hann getur náð mun lengra en þetta." Þýski boltinn Tengdar fréttir Ívar Ingimarsson að komast aftur af stað eftir meiðsli Ívar Ingimarsson er allur að koma til eftir að hafa verið frá í rúmt hálft ár vegna erfiðra meiðsla. Hann stefnir að því að vinna sér aftur sæti í liði Reading. 29. september 2010 16:00 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Ívar Ingimarsson segir að Reading sakni eðlilega Gylfa Þórs Sigurðssonar sem var seldur til þýska úrvalsdeildarfélagsins Hoffenheim í sumar. Gylfi Þór er 21 árs og var á mála hjá Reading frá því að hann var fimmtán ára þar til nú í sumar. Hann er nú einn dýrasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar en hann var seldur á 1300 milljónir til Hoffenheim. „Eðlilega söknum við Gylfa enda tel ég að öll lið í þessari deild og þeirri fyrir ofan myndu sakna hans úr sínu liði," sagði Ívar en Reading leikur í ensku B-deildinni. „Að mínu viti er hann einn besti leikmaður Evrópu á þessum aldrei. Hann er einfaldlega kominn í þann klassa. Þess vegna var hann seldur á 1300 milljónir. Hann hefur kosti sem ekki margir leikmenn hafa." Það er aðeins um ár síðan að Gylfi var í byrjunarliði Reading í fyrsta sinn í deildarleik. Óhætt er að segja að hann hafi slegið í gegn en hann skoraði 20 mörk á tímabilinu í öllum keppnum. „Leikstíll liðsins hefur mikið breyst síðan hann fór enda var liðið að miklu leyti til byggt upp í kringum hann," sagði Ívar enn fremur. Ívar hefur átt möguleika á að fylgjast vel með Gylfa enda hefur hann verið í Reading öll þau ár sem Gylfi var hjá félaginu. „Það var alltaf mjög vel talað um hann. En auðvitað er aldrei hægt að vita hvernig menn munu standa sig fyrr en þeir fá tækifærið. En hann sýndi um leið og það kom að hann var tilbúinn og hann spilaði gríðarlega vel," sagði Ívar. „Gylfi býr yfir mörgum kostum. Hann hugsar gríðarlega vel um sig og æfir einstaklega vel. Hann er duglegur að æfa aukalega og það hefur tvímælalaust skilað sér. Hann tók þetta skrefi lengra en flestir aðrir." „Og með þeim hæfileikum sem hann býr yfir getur hann bætt sig enn meira. Hann er nú kominn í þetta sterka lið í Þýskalandi og þar að auki í A-landsliðið." „Ég hef lengi sagt að Gylfi getur farið eins langt og hann vill sjálfur. Hann hefur allt til þess að bera og hann getur náð mun lengra en þetta."
Þýski boltinn Tengdar fréttir Ívar Ingimarsson að komast aftur af stað eftir meiðsli Ívar Ingimarsson er allur að koma til eftir að hafa verið frá í rúmt hálft ár vegna erfiðra meiðsla. Hann stefnir að því að vinna sér aftur sæti í liði Reading. 29. september 2010 16:00 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Ívar Ingimarsson að komast aftur af stað eftir meiðsli Ívar Ingimarsson er allur að koma til eftir að hafa verið frá í rúmt hálft ár vegna erfiðra meiðsla. Hann stefnir að því að vinna sér aftur sæti í liði Reading. 29. september 2010 16:00