Tinna Íslandsmeistari í golfi í fyrsta skipti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2010 17:10 Tinna Jóhannsdóttir úr Golfklúbbnum Keili er nýr Íslandsmeistari í golfi. Mynd/Stefán Tinna Jóhannsdóttir úr Golfklúbbnum Keili er nýr Íslandsmeistari í golfi en hún fylgdi eftir góðum þriðja hring hjá sér og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn með flottum lokahring á Íslandsmótinu í höggleik í Kiðjabergi í dag. Tinna lék lokahringinn á sex höggum yfir pari en hún fór þriðja hringinn á parinu í gær. Tinna lék alls holurnar 72 á 22 höggum yfir pari og vann mótið með tveggja högga mun. Hin 17 ára Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR var með eins högg forustu eftir fyrstu þrjá daga mótsins en hún gaf eftir á síðustu níu holunum og varð að sætta sig við annað sætið. Signý Arnórsdóttir úr GK endaði í 3. sætinu einu höggi á eftir Ólafíu sem lék á 25 höggum yfir pari á mótinu. Lokahringurinn var æsispennandi en þær Tinna, Ólafía og Signý Arnórsdóttir voru sem dæmi allar jafnar eftir fyrstu níu holur dagsins. Þær töpuðu allar þremur höggum á 10. til 12. holu en Tinna náði síðan tveggja högga forustu með því að ná pari á 13. og 14. holu á meðan hinar tvær fengu skolla á báðum þessum holum. Tinna hélt tveggja stiga forskoti fram að 17. holu þegar Ólafía Þórunn fékk fugl og Tinna tapaði einu höggi. Það þýddi að þær voru jafnar fyrir lokaholuna og Signý aðeins einu höggi á eftir. Tinna átti frábært teighögg á 18. holunni og lagði með því grunninn að sigrinum. Ólafía lenti hinsvegar í glompu og síðan í vandræðum eftir það. Tinna fékk að lokum fugl á 18. holunni og vann mótið því með tveggja högga mun.Lokastaða efstu kvenna á Íslandsmótinu í höggleik 2010: 1. Tinna Jóhannsdóttir, GK +22 2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR +24 3. Signý Arnórsdóttir, GK +25 4. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL +27 4. Nína Björk Geirsdóttir, GKj +27 6. Berglind Björnsdóttir, GR +35 7. Þórdís Geirsdóttir, GK +42 8. Helena Árnadóttir, GR +45 9. Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR +47 10. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO +49 10. Karlotta Einarsdóttir, NK +49 10. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG +49 Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tinna Jóhannsdóttir úr Golfklúbbnum Keili er nýr Íslandsmeistari í golfi en hún fylgdi eftir góðum þriðja hring hjá sér og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn með flottum lokahring á Íslandsmótinu í höggleik í Kiðjabergi í dag. Tinna lék lokahringinn á sex höggum yfir pari en hún fór þriðja hringinn á parinu í gær. Tinna lék alls holurnar 72 á 22 höggum yfir pari og vann mótið með tveggja högga mun. Hin 17 ára Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR var með eins högg forustu eftir fyrstu þrjá daga mótsins en hún gaf eftir á síðustu níu holunum og varð að sætta sig við annað sætið. Signý Arnórsdóttir úr GK endaði í 3. sætinu einu höggi á eftir Ólafíu sem lék á 25 höggum yfir pari á mótinu. Lokahringurinn var æsispennandi en þær Tinna, Ólafía og Signý Arnórsdóttir voru sem dæmi allar jafnar eftir fyrstu níu holur dagsins. Þær töpuðu allar þremur höggum á 10. til 12. holu en Tinna náði síðan tveggja högga forustu með því að ná pari á 13. og 14. holu á meðan hinar tvær fengu skolla á báðum þessum holum. Tinna hélt tveggja stiga forskoti fram að 17. holu þegar Ólafía Þórunn fékk fugl og Tinna tapaði einu höggi. Það þýddi að þær voru jafnar fyrir lokaholuna og Signý aðeins einu höggi á eftir. Tinna átti frábært teighögg á 18. holunni og lagði með því grunninn að sigrinum. Ólafía lenti hinsvegar í glompu og síðan í vandræðum eftir það. Tinna fékk að lokum fugl á 18. holunni og vann mótið því með tveggja högga mun.Lokastaða efstu kvenna á Íslandsmótinu í höggleik 2010: 1. Tinna Jóhannsdóttir, GK +22 2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR +24 3. Signý Arnórsdóttir, GK +25 4. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL +27 4. Nína Björk Geirsdóttir, GKj +27 6. Berglind Björnsdóttir, GR +35 7. Þórdís Geirsdóttir, GK +42 8. Helena Árnadóttir, GR +45 9. Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR +47 10. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO +49 10. Karlotta Einarsdóttir, NK +49 10. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG +49
Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira