Umfjöllun: Keflavík ekki í vandræðum með Fjölni Stefán Árni Pálsson skrifar 11. nóvember 2010 22:30 Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Mynd/Daníel Keflavík vann góðan sigur , 104-96, gegn Fjölni í kvöld í 6. umferð Iceland-Express deild karla en leikurinn fór fram í Grafarvogi. Heimamenn voru sterkari í fyrri hálfleik og spiluðu fínan körfubolta, en botninn datt alveg úr leik liðsins í þeim síðari. Keflvíkingar fóru aftur á móti í gang í þriðja leikhlutanum og lögðu gruninn að öruggum sigri. Bæði lið voru með fjögur stig fyrir leikinn í kvöld og hafa byrjað heldur brösuglega í vetur. Hvorugt liðið mátti við því að tapa og því var von á spennandi og skemmtilegum leik. Keflvíkingar hafa verið að slípa saman leikmannahópinn í tímabilinu og eru loks komnir með full mannaðan hóp. Fjölnismenn gengu í gegnum þjálfaraskipti snemma á tímabilinu þegar Örvar Kristjánsson tók við liðinu, en þeir hafa bætt leik sinn töluvert í síðustu leikjum. Leikurinn hófst með mikilli skotsýningu frá gestunum í Keflavík og komust þeir yfir,16- 9. Heimamenn vöknuðu aðeins eftir það og komu sér aftur inn í leikinn. Fjölnismenn hittu virkilega vel fyrir utan þriggja stiga línuna og voru allt í einu komnir með sex stiga forystu 30-24. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 32-27 fyrir Fjölni en bæði liðin léku fínan sóknarleik fyrstu tíu mínútur leiksins. Keflvíkingar byrjuðu annan leikhluta eins og í þeim fyrsta og komust fljótlega yfir. Lazar Trifunovic, leikmaður Keflvíkinga, var að leika frábærlega og var búinn að skora 16 stig í byrjun annars fjórðungs. Rétt eins og í fyrsta leikhlutanum þá fóru Fjölnismenn í gang þegar Keflvíkingar voru komnir með gott forskot. Heimamenn byrjuðu að spila sinn leik seint í leikhlutanum og náðu aftur að komast yfir, en staðan í hálfleik var 49-45 heimamönnum í vil. Tómas Heiðar Tómasson, leikmaður Fjölnis, var að leika virkilega vel og skoraði 19 stig í fyrri hálfleik, þar af fimm þriggja stiga körfur. Keflvíkingar hófu síðari hálfleikinn vel rétt eins og hina fjórðungana, en núna náðu þeir að halda haus og héldu forskotinu. Þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður var staðan 56-64 fyrir Keflvíkinga og allt annar bragur á liðinu frá því í fyrri hálfleiknum. Það var eins og að karfan væri stærri þeim megin sem Keflvíkingar sóttu en gjörsamlega allt fór ofan í hjá gestunum. Staðan fyrir loka fjórðunginn var 67-81 fyrir Keflvíkinga og fátt virtist geta komið í veg fyrir sigur gestanna. Keflavík hélt áfram uppteknum hættu í fjórða leikhlutanum og náðu mest 18 stiga forystu, 90-72. Fjölnismenn mega eiga það að þeir gáfust aldrei upp og spiluðu af fullum krafti út allan leiktímann. Sigurinn var aldrei í hættu hjá gestunum og lauk leiknum með 96-104 sigri Keflvíkinga. Mikil breyting er á leik Keflvíkinga frá því í byrjun móts og það er ljóst að þeir duttu í lukkupottinn þegar þeir fengu serbneska leikmanninn, Lazar Trifunovic en hann fór hreinlega á kostum í gær og skoraði 36 stig. Dominos-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Keflavík vann góðan sigur , 104-96, gegn Fjölni í kvöld í 6. umferð Iceland-Express deild karla en leikurinn fór fram í Grafarvogi. Heimamenn voru sterkari í fyrri hálfleik og spiluðu fínan körfubolta, en botninn datt alveg úr leik liðsins í þeim síðari. Keflvíkingar fóru aftur á móti í gang í þriðja leikhlutanum og lögðu gruninn að öruggum sigri. Bæði lið voru með fjögur stig fyrir leikinn í kvöld og hafa byrjað heldur brösuglega í vetur. Hvorugt liðið mátti við því að tapa og því var von á spennandi og skemmtilegum leik. Keflvíkingar hafa verið að slípa saman leikmannahópinn í tímabilinu og eru loks komnir með full mannaðan hóp. Fjölnismenn gengu í gegnum þjálfaraskipti snemma á tímabilinu þegar Örvar Kristjánsson tók við liðinu, en þeir hafa bætt leik sinn töluvert í síðustu leikjum. Leikurinn hófst með mikilli skotsýningu frá gestunum í Keflavík og komust þeir yfir,16- 9. Heimamenn vöknuðu aðeins eftir það og komu sér aftur inn í leikinn. Fjölnismenn hittu virkilega vel fyrir utan þriggja stiga línuna og voru allt í einu komnir með sex stiga forystu 30-24. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 32-27 fyrir Fjölni en bæði liðin léku fínan sóknarleik fyrstu tíu mínútur leiksins. Keflvíkingar byrjuðu annan leikhluta eins og í þeim fyrsta og komust fljótlega yfir. Lazar Trifunovic, leikmaður Keflvíkinga, var að leika frábærlega og var búinn að skora 16 stig í byrjun annars fjórðungs. Rétt eins og í fyrsta leikhlutanum þá fóru Fjölnismenn í gang þegar Keflvíkingar voru komnir með gott forskot. Heimamenn byrjuðu að spila sinn leik seint í leikhlutanum og náðu aftur að komast yfir, en staðan í hálfleik var 49-45 heimamönnum í vil. Tómas Heiðar Tómasson, leikmaður Fjölnis, var að leika virkilega vel og skoraði 19 stig í fyrri hálfleik, þar af fimm þriggja stiga körfur. Keflvíkingar hófu síðari hálfleikinn vel rétt eins og hina fjórðungana, en núna náðu þeir að halda haus og héldu forskotinu. Þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður var staðan 56-64 fyrir Keflvíkinga og allt annar bragur á liðinu frá því í fyrri hálfleiknum. Það var eins og að karfan væri stærri þeim megin sem Keflvíkingar sóttu en gjörsamlega allt fór ofan í hjá gestunum. Staðan fyrir loka fjórðunginn var 67-81 fyrir Keflvíkinga og fátt virtist geta komið í veg fyrir sigur gestanna. Keflavík hélt áfram uppteknum hættu í fjórða leikhlutanum og náðu mest 18 stiga forystu, 90-72. Fjölnismenn mega eiga það að þeir gáfust aldrei upp og spiluðu af fullum krafti út allan leiktímann. Sigurinn var aldrei í hættu hjá gestunum og lauk leiknum með 96-104 sigri Keflvíkinga. Mikil breyting er á leik Keflvíkinga frá því í byrjun móts og það er ljóst að þeir duttu í lukkupottinn þegar þeir fengu serbneska leikmanninn, Lazar Trifunovic en hann fór hreinlega á kostum í gær og skoraði 36 stig.
Dominos-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira