Viðskipti erlent

Gjaldþrotum fækkar í Danmörku

Gjaldþrotum fyrirtækja í Danmörku fækkaði um 5% í október miðað við sama mánuð í fyrra. Er þetta í fyrsta sinn á liðnu ári sem slíkt gerist.

Í frétt um málið á business.dk segir að 552 fyrirtæki í Danmörku hafi orðið gjaldþrota í október. Á móti kom að góð aukning var í nýskráningum fyrirtækja miðað við sama mánuði í fyrra. Nýskráningar urðu 1.486 talsins sem er 11,7% aukning milli ára.

Þrátt fyrir að gjaldþrotum hafi fækkað í október eru þau enn töluvert fleiri á árinu í heild miðað við fyrra ár eða 12,8% fleiri. Á móti kemur að nýskráningum hefur fjölgað um 4,2% milli áranna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×