Viðskipti erlent

Sænskur lífeyrissjóður blandar sér í kaupin á FIH

Folksam einn af stærstu lífeyrissjóðum Svíþjóðar hefur blandað sér í baráttuna um kaupin á FIH bankanum í Danmörku.

Samkvæmt fréttum í dönskum fjölmiðlum hefur Folksam gengið til liðs við dönsku lífeyrissjóðanna ATP og PFA sem vilja kaupa bankann. Þessi hópur keppir við annan hóp áhugsamra kaupenda sem samanstendur af fimm minni lífeyrissjóðum í Danmörku og breska fjárfestingarsjóðnum Triton.

FIH bankinn er í eigu skilanefndar Kaupþings en Seðlabanki Íslands á 75 milljarða króna veð í bankanum. Búist er við að allt að 120 milljarðar krónma fáist fyrir bankann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×