Slembilukkunnar lof Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 23. september 2010 06:00 Slembilukka er það víst kallað þegar tilviljun ræður því að maður er á réttum stað á hárréttum tíma. Þegar því er öfugt farið er það ólán eða ósköp, slys. Fyrir nokkrum dögum var ég stödd í amerískri stórborg á búðarrápi. Á rápinu heyrði ég einn daginn í þrumum, fann fyrir nokkrum regndropum og sá hvernig dimmdi hratt yfir skýjakljúfunum. Til að leita skjóls undan rigningunni vippaði ég mér inn í búð. Þetta var tískuvöruverslun sem teygði sig inn eftir húsinu á tveimur hæðum. Með dúndrandi rokktónlist í eyrunum ráfaði ég áleiðis niður í kjallara og heyrði ekki mannsins mál. Þarna var margt að sjá og mér dvaldist í búðinni. Eftir tæpan hálftíma fór ég út. Það hafði stytt upp. Gangstéttirnar voru blautar og götusalarnir höfðu pakkað saman. Ég kíkti í fleiri búðir, verslaði meira áður en haldið skyldi heim yfir ána. Heimferðin gekk illa. Leigubílar komust ekki lönd né strönd, lestir gengu ekki og hitinn og mannmergðin á lestarpöllunum ætlaði sveitamanninn mig, lifandi að drepa. Þetta er sjálfsagt daglegt brauð í stórborginni hugsaði ég og reyndi að þykjast veraldarvön. Ég komst á leiðarenda seint og um síðir. Lúin settist ég niður og kveikti á sjónvarpinu. Æstir fréttamenn sögðu óðamála frá fellibyl. Ég var smástund að átta mig á að fellibylurinn sem um ræddi hafði ætt gegnum borgina, þar sem ég sjálf var stödd! Á rúmum stundarfjórðungi hafði hann rifið tré af rótum, rifið húsþök og brotið rúður. Strax var vitað til þess að einn hefði farist í hamförunum. Tré hafði fallið á bíl ungrar konu þar sem hún sat undir stýri. Þúsundir heimila voru rafmagnslaus og slökkviliðið stóð í ströngu við að ryðja götur svo fólk kæmist heim. Furðu lostin starði ég á sjónvarpsskjáinn. Hafði fellibylur gengið yfir borgina? Hvenær? Dagurinn hófst á því að ég fékk mér morgunkaffi í glampandi sól og blíðu! Ég rifjaði lauslega upp liðinn dag og jú, mundi eftir því að hafa heyrt í þrumum, jafnvel fundið fyrir regndropum áður en ég skaust inn í búð. Slembilukku má sjálfsagt kalla það að ég var stödd ofan í rammgerðum kjallara þegar ósköpin gengu yfir. Á réttum stað á réttum tíma. Sama verður ekki sagt um ungu konuna sem fórst en hún hafði skipt um sæti við manninn sinn, einungis nokkrum mínútum áður en tréð féll á bílinn hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Göngum í takt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun
Slembilukka er það víst kallað þegar tilviljun ræður því að maður er á réttum stað á hárréttum tíma. Þegar því er öfugt farið er það ólán eða ósköp, slys. Fyrir nokkrum dögum var ég stödd í amerískri stórborg á búðarrápi. Á rápinu heyrði ég einn daginn í þrumum, fann fyrir nokkrum regndropum og sá hvernig dimmdi hratt yfir skýjakljúfunum. Til að leita skjóls undan rigningunni vippaði ég mér inn í búð. Þetta var tískuvöruverslun sem teygði sig inn eftir húsinu á tveimur hæðum. Með dúndrandi rokktónlist í eyrunum ráfaði ég áleiðis niður í kjallara og heyrði ekki mannsins mál. Þarna var margt að sjá og mér dvaldist í búðinni. Eftir tæpan hálftíma fór ég út. Það hafði stytt upp. Gangstéttirnar voru blautar og götusalarnir höfðu pakkað saman. Ég kíkti í fleiri búðir, verslaði meira áður en haldið skyldi heim yfir ána. Heimferðin gekk illa. Leigubílar komust ekki lönd né strönd, lestir gengu ekki og hitinn og mannmergðin á lestarpöllunum ætlaði sveitamanninn mig, lifandi að drepa. Þetta er sjálfsagt daglegt brauð í stórborginni hugsaði ég og reyndi að þykjast veraldarvön. Ég komst á leiðarenda seint og um síðir. Lúin settist ég niður og kveikti á sjónvarpinu. Æstir fréttamenn sögðu óðamála frá fellibyl. Ég var smástund að átta mig á að fellibylurinn sem um ræddi hafði ætt gegnum borgina, þar sem ég sjálf var stödd! Á rúmum stundarfjórðungi hafði hann rifið tré af rótum, rifið húsþök og brotið rúður. Strax var vitað til þess að einn hefði farist í hamförunum. Tré hafði fallið á bíl ungrar konu þar sem hún sat undir stýri. Þúsundir heimila voru rafmagnslaus og slökkviliðið stóð í ströngu við að ryðja götur svo fólk kæmist heim. Furðu lostin starði ég á sjónvarpsskjáinn. Hafði fellibylur gengið yfir borgina? Hvenær? Dagurinn hófst á því að ég fékk mér morgunkaffi í glampandi sól og blíðu! Ég rifjaði lauslega upp liðinn dag og jú, mundi eftir því að hafa heyrt í þrumum, jafnvel fundið fyrir regndropum áður en ég skaust inn í búð. Slembilukku má sjálfsagt kalla það að ég var stödd ofan í rammgerðum kjallara þegar ósköpin gengu yfir. Á réttum stað á réttum tíma. Sama verður ekki sagt um ungu konuna sem fórst en hún hafði skipt um sæti við manninn sinn, einungis nokkrum mínútum áður en tréð féll á bílinn hennar.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun