Hamilton ber sig vel eftir óhapp 8. október 2010 09:34 Hamilton komst lítt áleiðis með að stilla blnum sínum upp fyrir Suzuka brautina um í nótt eftir óhapp. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton á McLaren ók útaf á æfingum á Suzuka brautinni í Japan í nótt og missti af dágóðum æfingatíma fyrir vikið. Mitt í baráttunni um meistaratitilinn við fjóra aðra ökumenn. Hamilton fór útaf á fyrri æfingunni af tveimur og náði aðeins að aka í 10 mínútur af 90 sem voru í boði á þeirri síðari. Þetta hefur því rofið undirbúnings Hamiltons og Mclaren, sem ætlaði að prófa ýmsar nýjungar á bíl hans . "Strákarnir unnu ótrúlega vel í að raða bílnum saman á ný og við náðum síðustu 10 mínútunum. En við töpuðum miklum tíma. En það er annar dagur á morgun og það á að rigna, þannig að allir byrja á núlli", sagði Hamilton og bar sig vel, þrátt fyrir áfallið. "Ég komst bara fjóra hringi á tíma og var rétt að finna inn á bílinn á æfingunum, en veit ekki hvernig bíllinn raunverulega virkar." Hamilton féll úr leik í tveimur síðustu mótum eftir árekstra og óhappið í nótt var ekki til að bæta stöðu hans hvað titilbaráttuna varðar. "Ég keyrði af of mikilli áfergju. Þetta var ekkert risa óhapp, en malargryfjan var hál á þessum tíma. Ég sá aðra fara útaf, en þeir sluppu með það. Allt er þegar þrennt er segir máltækið og ég vona að það reynist rétt", sagði Hamilton. Sýnt verður frá æfingunum í Japan kl. 21.20 á Stöð 2 Sport í kvöld. Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton á McLaren ók útaf á æfingum á Suzuka brautinni í Japan í nótt og missti af dágóðum æfingatíma fyrir vikið. Mitt í baráttunni um meistaratitilinn við fjóra aðra ökumenn. Hamilton fór útaf á fyrri æfingunni af tveimur og náði aðeins að aka í 10 mínútur af 90 sem voru í boði á þeirri síðari. Þetta hefur því rofið undirbúnings Hamiltons og Mclaren, sem ætlaði að prófa ýmsar nýjungar á bíl hans . "Strákarnir unnu ótrúlega vel í að raða bílnum saman á ný og við náðum síðustu 10 mínútunum. En við töpuðum miklum tíma. En það er annar dagur á morgun og það á að rigna, þannig að allir byrja á núlli", sagði Hamilton og bar sig vel, þrátt fyrir áfallið. "Ég komst bara fjóra hringi á tíma og var rétt að finna inn á bílinn á æfingunum, en veit ekki hvernig bíllinn raunverulega virkar." Hamilton féll úr leik í tveimur síðustu mótum eftir árekstra og óhappið í nótt var ekki til að bæta stöðu hans hvað titilbaráttuna varðar. "Ég keyrði af of mikilli áfergju. Þetta var ekkert risa óhapp, en malargryfjan var hál á þessum tíma. Ég sá aðra fara útaf, en þeir sluppu með það. Allt er þegar þrennt er segir máltækið og ég vona að það reynist rétt", sagði Hamilton. Sýnt verður frá æfingunum í Japan kl. 21.20 á Stöð 2 Sport í kvöld.
Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira