Kylfusveinn Tigers óttast ekki um starf sitt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. ágúst 2010 20:00 Williams gefur Tiger hér góð ráð. Orðrómur er uppi í golfheiminum þessa dagana að Tiger Woods ætli sér að skipta um kylfusvein. Tiger er ekki að finna sig og vilja einhverjir meina að hann hefði gott af nýjum félagsskap. Nýsjálendingurinn Steve Williams hefur verið kylfusveinn Tigers síðustu 11 ár og þénað vel sem slíkur. Hann er til að mynda langtekjuhæsti "íþróttamaður" Nýja-Sjálands. Williams hefur engar áhyggjur af starfi sínu og segir samstarf sitt við Tiger enn mjög gott. "Ef hann ætlaði að láta mig fjúka þá fengi ég væntanlega að vita af því fyrstur. Ég sé samt ekkert slíkt í kortunum," sagði Williams kokhraustur. "Fólk slúðrar að sjálfsögðu um þessa hluti. Tala nú ekki um þegar gengið er ekki gott eins og núna. Við Tiger erum enn mjög góðir vinir þó svo við höfum gengið í gegnum erfiða tíma. Ég styð hann heilshugar og samband okkar hefur verið gott í þeim öldudal sem hann hefur verið í." Golf Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Orðrómur er uppi í golfheiminum þessa dagana að Tiger Woods ætli sér að skipta um kylfusvein. Tiger er ekki að finna sig og vilja einhverjir meina að hann hefði gott af nýjum félagsskap. Nýsjálendingurinn Steve Williams hefur verið kylfusveinn Tigers síðustu 11 ár og þénað vel sem slíkur. Hann er til að mynda langtekjuhæsti "íþróttamaður" Nýja-Sjálands. Williams hefur engar áhyggjur af starfi sínu og segir samstarf sitt við Tiger enn mjög gott. "Ef hann ætlaði að láta mig fjúka þá fengi ég væntanlega að vita af því fyrstur. Ég sé samt ekkert slíkt í kortunum," sagði Williams kokhraustur. "Fólk slúðrar að sjálfsögðu um þessa hluti. Tala nú ekki um þegar gengið er ekki gott eins og núna. Við Tiger erum enn mjög góðir vinir þó svo við höfum gengið í gegnum erfiða tíma. Ég styð hann heilshugar og samband okkar hefur verið gott í þeim öldudal sem hann hefur verið í."
Golf Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira