Sport

Níu gull og átján verðlaun á alþjóðlegu móti í Lúxemburg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska unglingalandsliðið í sundi.
Íslenska unglingalandsliðið í sundi.
Íslenska unglingalandsliðið í sundi náði góðum árangri á alþjóðlegu móti í Lúxemburg núna um helgina en alls tóku tíu sundmenn þátt í mótinu og unnu til 18 verðlauna þar af voru níu gull.

Heildarárangur sundmannanna var einstaklega góður en öll bættu sig í að minnsta kosti einni grein og öll náðu þau að synda sig inn í úrslit í einhverjum greinum.

Þrír krakkar náðu að vinna tvö gull á mótinu en það voru þau Kolbeinn Hrafnkelsson, Hrafn Traustason og Salome Jónsdóttir.

Orri Freyr Guðmundsson vann þrjú verðlaun. Hann vann gull í 100 m flugsundi, silfur í 100 m skriðsundi og brons í 50 og 100 m flugsundi.

Kolbeinn Hrafnkelsson vann einnig þrjú gull en hann vann gull í bæði 100 og 200 m baksundi og brons í 200 m fjórsundi.

Hrafn Traustason vann gull í bæði 100 og 200 m bringusundi.

Sigurður Friðrik Kristjánsson vann gull í 200 m flugsundi og silfur í 100 m flugsundi.

Arta Haxhiajdini vann silfur í 200 og 400 m skriðsundi.

Salome Jónsdóttir vann gull í bæði 200 m flugsundi og 400 m fjórsundi og silfur í 100 m flugsundi.

Halldóra S Halldórsdóttir vann gull í 100 m flugsundi.

Strákasveitin vann brons í 4 x 100 m fjórsundi en sveitina skipuðu Kolbeinn Hrafnkelsson, Sigurður Friðrik Kristjánsson, Hrafn Traustason og Orri Freyr Guðmundsson.

Stúlkurnar settu stúlknamet í 4 x 100 m skriðsundi er þær syntu á timanum 4:08.34, þær bættu metið frá árinu 2007 um rúmlega 3 sek. Sveitina skipuðu þær Halldóra S Halldórsdóttir, Salome Jónsdóttir, Elín Erla Káradóttir og Arta Haxhiajdini.

Birgir Viktor Hannesson, Freysteinn Viðar Viðarsson og Elín Erla Káradóttír syntu einnig til úrslita.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×