Viðskipti erlent

Verðmætustu eignir Singer & Friedlander til sölu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Verðmætustu eignir úr þrotabúi Singer & Friedlander, sem var dótturfélag Kaupþings, eru til sölu.

Um er að ræða þrjú lánasöfn úr bankanum sem nema alls um 410 milljörðum króna. Tæplega 250 milljarðar króna af því fóru til einstaklinga og um fjórðungur af því var nýttur til að fjármagna kaup á lystisnekkjum og einkaflugvélum.

Þar á meðal eru margra milljarða lán til fjárfestanna Roberts Tchenguiz, Nicks og Christians Candy og Kevins Stanford, sem hefur stundað viðskipti í smásöluverslun.

Það var skiptastjóri þrotabúsins Ernst & Young sem setti eignirnar á sölu, eftir því sem kemur fram á vef breska blaðsins Times.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×