Fréttaskýring: Ráðuneytið taldi uppsögn við Árbót óhjákvæmilega 1. desember 2010 06:00 Árni Páll Árnason. Félagsmálaráðuneytið taldi óhjákvæmilegt að segja upp samningi við Árbót. Deilt hefur verið um uppsagnarákvæði samningsins. Í máli Geldingalækjar árið 1998 komst Hæstiréttur að því að ákvæðið stæðist lög. Ríkislögmaður komst að sömu niðurstöðu í áliti vegna máls Torfastaða árið 2004. Í tölvupósti frá 30. desember í fyrra kemur fram að Árni Páll Árnason, fyrrverandi félagsmálaráðherra, vildi ekki að greinargerð fylgdi með uppsagnarbréfi til Árbótar. Bæði Árni Páll Árnason, fyrrverandi félagsmálaráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafa, í rökstuðningi sínum fyrir réttmæti 30 milljóna króna starfslokagreiðslu til meðferðarheimilisins Árbótar, bent á að uppsagnarákvæðið í samningi Barnaverndarstofu við Árbót hafi ekki verið ótvírætt. Eins og áður hefur verið bent á sáu þeir ekki ástæðu til að fá álit ríkislögmanns á því. Þegar Árni Páll var spurður að því, í Fréttablaðinu á miðvikudaginn í síðustu viku, hvers vegna ekki hafi verið leitað álits sagði hann: „Ég er lögfræðingur sjálfur og get alveg lesið hvað stendur í þessu uppsagnarákvæði. Það er ekki ótvírætt - langt því frá. Rökin fyrir uppsögninni voru forsendubrestur, en það var ekki ótvírætt að hún stæðist." Á Alþingi á mánudaginn í síðustu viku sagði Steingrímur: „Það er þannig með þessa samninga að í þeim er ekki ótvírætt uppsagnarákvæði heldur endurskoðunarákvæði."Ráðuneytin aldrei gert athugasemdÁður en þjónustusamningar milli Barnaverndarstofu og meðferðarheimila eru gerðir fara ráðuneytin yfir þá, enda þurfa ráðherrar að undirrita samningana. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur aldrei verið gerð athugasemd við orðalag eða skýrleika ákvæða.Í máli Torfastaða, þar sem samningi var sagt upp með sex mánaða fyrirvara, mat ríkislögmaður bótaskylduna. Niðurstaða hans var sú að þar sem samningnum hafi verið sagt upp með lögmætum hætti bæri ríkinu að hafna öllum kröfum um bætur.Hæstiréttur sýknaði ríkiðÁrið 1998 féll dómur vegna uppsagnar ríkisins á samningi við meðferðarheimilið Geldingalæk á Rangárvöllum. Forsvarsmenn heimilisins höfðuðu þá mál gegn ríkinu þar sem krafist var ógildingar á uppsögn samningsins og skaðabóta.Samningnum hafði verið sagt upp vegna þess að annar forráðamaður heimilisins hafði orðið uppvís af ölvun í húsakynnum heimilisins og sýnt af sér kynferðislega áreitni við samstarfskonu.Í dómi Hæstaréttar segir að þar sem Barnaverndarstofa hafi ekki rift samningnum strax heldur gefið forráðamönnunum kost á að segja honum upp með sex mánaða fresti hafi meðalhófsreglu stjórnsýslulaganna verið gætt.Í Árbót féll nýting rýma niður eftir að upp komst um kynferðisbrotamál á heimilinu. Stúlku var nauðgað af starfsmanni heimilisins sem var í október í fyrra dæmdur í tveggja ára fangelsi. Líkt og í Geldingalækjarmálinu rifti Barnaverndarstofa ekki strax samningnum við Árbót heldur gaf eigendunum kost á að segja honum upp með sex mánaða fresti. Það vildu þau ekki og var samningnum því sagt upp um síðustu áramót með vísun í sex mánaða uppsagnarákvæðið í þjónustusamningnum.Í Geldingalækjarmálinu komst dómurinn enn fremur að þeirri niðurstöðu að sex mánaða uppsagnarákvæðið stæðist lög og var ríkið sýknað af bótakröfum forsvarsmanna heimilisins.Greinargerð fylgdi ekkiÞegar Árni Páll var spurður út í aðkomu hans að Árbótarmálinu í Fréttablaðinu á miðvikudaginn í síðustu viku sagði hann:„Ég tók enga ákvörðun í þessu máli og átti aldrei hugmynd að nokkru skrefi aðra en þá sem mínir embættismenn lögðu til, nema þegar ég ákvað að neita að sætta mig við að það færu 30 milljónir af barnaverndarstarfi í landinu í uppgjörið og heimtaði að það kæmi aukafjárveiting."Þessi yfirlýsing ráðherrans stangast á við gögn sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Þegar Barnaverndarstofa er í sambandi við félagsmálaráðuneytið áður en uppsagnarbréfið til Árbótar er sent, fylgdi greinargerð með uppsagnarbréfinu.Í tölvupósti sem Heiða Björg Pálmadóttir, lögmaður Barnaverndarstofu, sendi Braga Guðbrandssyni, forstjóra stofunnar, klukkan 17.29 30. desember, lýsir hún þeirri skoðun sinni að hún telji öruggara að greinargerðin fylgi með bréfinu.Í tölvupóstinum segir Heiða: „Tel öruggara að forsendur stofunnar, eins og þær eru raktar í meðfylgjandi greinargerð, fylgi með uppsagnarbréfi til forstöðumanna, enda gerir stjórnsýslurétturinn kröfur til þess að í rökstuðningi fyrir ákvörðun komi fram helstu forsendur og rök fyrir niðurstöðu. Með hliðsjón af því að dómstólar töldu ákvæði stjórnsýslulaga gilda um uppsögn samnings vegna Geldingalækjar gæti það komið Barnaverndarstofu illa, fari málið fyrir dóm, að gera ekki grein fyrir forsendum ákvörðunarinnar þegar ákvörðun er kynnt aðilum."Tölvupóstur aðstoðarmannsÍ tölvupósti Önnu Sigrúnu Baldursdóttur, þáverandi aðstoðarmanns Árna Páls, til Bolla Þórs Bollasonar ráðuneytisstjóra og áframsendur var til Barnaverndarstofu klukkan 19.40 30. desember í fyrra segir:„Ráðherra telur ástæðulaust að þetta [greinargerðin] fylgi með, bætir í raun engu við."Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fór ráðherra síðan fram á það að í uppsagnarbréfið, sem sent var 30. desember í fyrra, yrði bætt við eftirfarandi málsgrein: „Þrátt fyrir að rekstrarsamningi við yður [eigendur Árbótar] vegna starfsemi meðferðarheimilisins að Árbót sé hér með sagt upp vill Barnaverndarstofa ítreka þá afstöðu sína að æskilegt sé að aðilar nái sátt um starfslok. Því áréttar stofan að af hennar hálfu er vilji til áframhaldandi samræðna sem miði að því að ljúka málinu með samkomulagi í samræmi við farsælt samstarf sem Barnaverndarstofa hefur átt við yður í mörg ár. Sé vilji til þess að yðar hálfu er ekkert því til fyrirstöðu að viðræður geti hafist fljótlega eftir áramót."Eins og greint var frá í Fréttablaðinu á þriðjudaginn í síðustu viku sýna tölvupóstsamskipti ótvírætt fram á að samningaviðræður milli Steingríms, félagsmálaráðuneytisins og eigendur Árbótar, hófust í byrjun janúar. Er það tæpum þremur mánuðum áður en ráðuneytið var formlega komið með forræði í málinu, en það gerðist ekki fyrr en 25. mars.Óhjákvæmilegt að segja samningnum uppBæði Steingrímur og Árni Páll hafa vísað til þess að uppsagnarákvæði samningsins við Árbót hafi ekki verið ótvírætt, eins og rakið var hér á undan. Þetta mat þeirra stangast á við mat Bolla Þórs og Vilborgar Ingólfsdóttur, skrifstofustjóra í félagsmálaráðuneytinu, sem 14. desember 2009 svöruðu erindi Barnaverndarstofu, þar sem óskað var heimildar til uppsagnar á samningnum við Árbót.Í bréfi Bolla Þórs og Vilborgar, sem þau skrifa undir fyrir hönd Árna Páls, segir:„Þá eru í erindi yðar [Barnaverndarstofu] færð margvísleg rök fyrir því að ekki verði séð að meðferðarheimilið Árbót muni breyta starfsemi sinni þannig að nýting á rýmum Árbótar verði fullnægjandi. Ekki séu því fjárhagslegar forsendur fyrir áframhaldandi rekstri meðferðarheimilisins að Árbót. [...] Af þessu tilefni tekur ráðuneytið fram að að vel athuguðu máli er niðurstaða þess sú að óhjákvæmilegt sé að segja upp samningi Barnaverndarstofu við Árbót. Ráðuneytið fellst því á tillögu Barnaverndarstofu um að samningnum verði sagt upp fyrir árslok 2009."Þrýstingur eða ekki þrýstingurÍ Fréttablaðinu á miðvikudaginn í síðustu viku gerði Árni Páll lítið úr þrýstingi þingmanna Norðausturkjördæmis í málinu. Hann sagði meðal annars: „Jú jú, það var þrýstingur en hann hafði engin óeðlileg áhrif á niðurstöðuna."Þetta gengur í berhögg við það sem hann segir í tölvupósti til ráðuneytisstjóra síns 7. maí. Í tölvupóstinum sér hann sérstaka ástæðu til þess að nefna þrýsting frá þingmönnum kjördæmisins. Þar segir Árni Páll meðal annars:„ Af hverju erum við að borga meira en 30 milljónir umfram skyldu? Jú - vegna sanngirnissjónarmiða og þrýstings frá kjördæmisþingmönnum." Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Félagsmálaráðuneytið taldi óhjákvæmilegt að segja upp samningi við Árbót. Deilt hefur verið um uppsagnarákvæði samningsins. Í máli Geldingalækjar árið 1998 komst Hæstiréttur að því að ákvæðið stæðist lög. Ríkislögmaður komst að sömu niðurstöðu í áliti vegna máls Torfastaða árið 2004. Í tölvupósti frá 30. desember í fyrra kemur fram að Árni Páll Árnason, fyrrverandi félagsmálaráðherra, vildi ekki að greinargerð fylgdi með uppsagnarbréfi til Árbótar. Bæði Árni Páll Árnason, fyrrverandi félagsmálaráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafa, í rökstuðningi sínum fyrir réttmæti 30 milljóna króna starfslokagreiðslu til meðferðarheimilisins Árbótar, bent á að uppsagnarákvæðið í samningi Barnaverndarstofu við Árbót hafi ekki verið ótvírætt. Eins og áður hefur verið bent á sáu þeir ekki ástæðu til að fá álit ríkislögmanns á því. Þegar Árni Páll var spurður að því, í Fréttablaðinu á miðvikudaginn í síðustu viku, hvers vegna ekki hafi verið leitað álits sagði hann: „Ég er lögfræðingur sjálfur og get alveg lesið hvað stendur í þessu uppsagnarákvæði. Það er ekki ótvírætt - langt því frá. Rökin fyrir uppsögninni voru forsendubrestur, en það var ekki ótvírætt að hún stæðist." Á Alþingi á mánudaginn í síðustu viku sagði Steingrímur: „Það er þannig með þessa samninga að í þeim er ekki ótvírætt uppsagnarákvæði heldur endurskoðunarákvæði."Ráðuneytin aldrei gert athugasemdÁður en þjónustusamningar milli Barnaverndarstofu og meðferðarheimila eru gerðir fara ráðuneytin yfir þá, enda þurfa ráðherrar að undirrita samningana. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur aldrei verið gerð athugasemd við orðalag eða skýrleika ákvæða.Í máli Torfastaða, þar sem samningi var sagt upp með sex mánaða fyrirvara, mat ríkislögmaður bótaskylduna. Niðurstaða hans var sú að þar sem samningnum hafi verið sagt upp með lögmætum hætti bæri ríkinu að hafna öllum kröfum um bætur.Hæstiréttur sýknaði ríkiðÁrið 1998 féll dómur vegna uppsagnar ríkisins á samningi við meðferðarheimilið Geldingalæk á Rangárvöllum. Forsvarsmenn heimilisins höfðuðu þá mál gegn ríkinu þar sem krafist var ógildingar á uppsögn samningsins og skaðabóta.Samningnum hafði verið sagt upp vegna þess að annar forráðamaður heimilisins hafði orðið uppvís af ölvun í húsakynnum heimilisins og sýnt af sér kynferðislega áreitni við samstarfskonu.Í dómi Hæstaréttar segir að þar sem Barnaverndarstofa hafi ekki rift samningnum strax heldur gefið forráðamönnunum kost á að segja honum upp með sex mánaða fresti hafi meðalhófsreglu stjórnsýslulaganna verið gætt.Í Árbót féll nýting rýma niður eftir að upp komst um kynferðisbrotamál á heimilinu. Stúlku var nauðgað af starfsmanni heimilisins sem var í október í fyrra dæmdur í tveggja ára fangelsi. Líkt og í Geldingalækjarmálinu rifti Barnaverndarstofa ekki strax samningnum við Árbót heldur gaf eigendunum kost á að segja honum upp með sex mánaða fresti. Það vildu þau ekki og var samningnum því sagt upp um síðustu áramót með vísun í sex mánaða uppsagnarákvæðið í þjónustusamningnum.Í Geldingalækjarmálinu komst dómurinn enn fremur að þeirri niðurstöðu að sex mánaða uppsagnarákvæðið stæðist lög og var ríkið sýknað af bótakröfum forsvarsmanna heimilisins.Greinargerð fylgdi ekkiÞegar Árni Páll var spurður út í aðkomu hans að Árbótarmálinu í Fréttablaðinu á miðvikudaginn í síðustu viku sagði hann:„Ég tók enga ákvörðun í þessu máli og átti aldrei hugmynd að nokkru skrefi aðra en þá sem mínir embættismenn lögðu til, nema þegar ég ákvað að neita að sætta mig við að það færu 30 milljónir af barnaverndarstarfi í landinu í uppgjörið og heimtaði að það kæmi aukafjárveiting."Þessi yfirlýsing ráðherrans stangast á við gögn sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Þegar Barnaverndarstofa er í sambandi við félagsmálaráðuneytið áður en uppsagnarbréfið til Árbótar er sent, fylgdi greinargerð með uppsagnarbréfinu.Í tölvupósti sem Heiða Björg Pálmadóttir, lögmaður Barnaverndarstofu, sendi Braga Guðbrandssyni, forstjóra stofunnar, klukkan 17.29 30. desember, lýsir hún þeirri skoðun sinni að hún telji öruggara að greinargerðin fylgi með bréfinu.Í tölvupóstinum segir Heiða: „Tel öruggara að forsendur stofunnar, eins og þær eru raktar í meðfylgjandi greinargerð, fylgi með uppsagnarbréfi til forstöðumanna, enda gerir stjórnsýslurétturinn kröfur til þess að í rökstuðningi fyrir ákvörðun komi fram helstu forsendur og rök fyrir niðurstöðu. Með hliðsjón af því að dómstólar töldu ákvæði stjórnsýslulaga gilda um uppsögn samnings vegna Geldingalækjar gæti það komið Barnaverndarstofu illa, fari málið fyrir dóm, að gera ekki grein fyrir forsendum ákvörðunarinnar þegar ákvörðun er kynnt aðilum."Tölvupóstur aðstoðarmannsÍ tölvupósti Önnu Sigrúnu Baldursdóttur, þáverandi aðstoðarmanns Árna Páls, til Bolla Þórs Bollasonar ráðuneytisstjóra og áframsendur var til Barnaverndarstofu klukkan 19.40 30. desember í fyrra segir:„Ráðherra telur ástæðulaust að þetta [greinargerðin] fylgi með, bætir í raun engu við."Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fór ráðherra síðan fram á það að í uppsagnarbréfið, sem sent var 30. desember í fyrra, yrði bætt við eftirfarandi málsgrein: „Þrátt fyrir að rekstrarsamningi við yður [eigendur Árbótar] vegna starfsemi meðferðarheimilisins að Árbót sé hér með sagt upp vill Barnaverndarstofa ítreka þá afstöðu sína að æskilegt sé að aðilar nái sátt um starfslok. Því áréttar stofan að af hennar hálfu er vilji til áframhaldandi samræðna sem miði að því að ljúka málinu með samkomulagi í samræmi við farsælt samstarf sem Barnaverndarstofa hefur átt við yður í mörg ár. Sé vilji til þess að yðar hálfu er ekkert því til fyrirstöðu að viðræður geti hafist fljótlega eftir áramót."Eins og greint var frá í Fréttablaðinu á þriðjudaginn í síðustu viku sýna tölvupóstsamskipti ótvírætt fram á að samningaviðræður milli Steingríms, félagsmálaráðuneytisins og eigendur Árbótar, hófust í byrjun janúar. Er það tæpum þremur mánuðum áður en ráðuneytið var formlega komið með forræði í málinu, en það gerðist ekki fyrr en 25. mars.Óhjákvæmilegt að segja samningnum uppBæði Steingrímur og Árni Páll hafa vísað til þess að uppsagnarákvæði samningsins við Árbót hafi ekki verið ótvírætt, eins og rakið var hér á undan. Þetta mat þeirra stangast á við mat Bolla Þórs og Vilborgar Ingólfsdóttur, skrifstofustjóra í félagsmálaráðuneytinu, sem 14. desember 2009 svöruðu erindi Barnaverndarstofu, þar sem óskað var heimildar til uppsagnar á samningnum við Árbót.Í bréfi Bolla Þórs og Vilborgar, sem þau skrifa undir fyrir hönd Árna Páls, segir:„Þá eru í erindi yðar [Barnaverndarstofu] færð margvísleg rök fyrir því að ekki verði séð að meðferðarheimilið Árbót muni breyta starfsemi sinni þannig að nýting á rýmum Árbótar verði fullnægjandi. Ekki séu því fjárhagslegar forsendur fyrir áframhaldandi rekstri meðferðarheimilisins að Árbót. [...] Af þessu tilefni tekur ráðuneytið fram að að vel athuguðu máli er niðurstaða þess sú að óhjákvæmilegt sé að segja upp samningi Barnaverndarstofu við Árbót. Ráðuneytið fellst því á tillögu Barnaverndarstofu um að samningnum verði sagt upp fyrir árslok 2009."Þrýstingur eða ekki þrýstingurÍ Fréttablaðinu á miðvikudaginn í síðustu viku gerði Árni Páll lítið úr þrýstingi þingmanna Norðausturkjördæmis í málinu. Hann sagði meðal annars: „Jú jú, það var þrýstingur en hann hafði engin óeðlileg áhrif á niðurstöðuna."Þetta gengur í berhögg við það sem hann segir í tölvupósti til ráðuneytisstjóra síns 7. maí. Í tölvupóstinum sér hann sérstaka ástæðu til þess að nefna þrýsting frá þingmönnum kjördæmisins. Þar segir Árni Páll meðal annars:„ Af hverju erum við að borga meira en 30 milljónir umfram skyldu? Jú - vegna sanngirnissjónarmiða og þrýstings frá kjördæmisþingmönnum."
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira