Íslenska umræðuhefðin Bergsteinn Sigurðsson skrifar 5. febrúar 2010 06:00 Á miðvikudag mætti Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, í dægurmálaútvarp RÚV til að spjalla um breytingar á klukkunni. Tilefnið var að hópur vísindamanna hefur lagt til að klukkunni verði seinkað til samræmis við sólargang. Klukkan á Íslandi er stillt eftir Greenwich, sem er einu og hálfu tímabelti austar en Ísland. Þar af leiðandi er klukkan á Íslandi einni og hálfri klukkustund á undan sólargangi á veturna. Lífeðlisfræðingar og geðlæknar telja þetta hafa alvarlegar afleiðingar á geðheilsu manna á norðurhjara jarðar og nefna skammdegisþunglyndi, þreytu og slen sem dæmi. Vísa þeir í ritrýndar vísindarannsóknir máli sínu til stuðnings. Skemmst er frá því að segja að Vilhjálmur blés á þessar rannsóknir. Og hvað hafði hann máli sínu til fulltingis? Honum bara finnst það. Vilhjálmur „hefur á tilfinningunni" að líkamsklukkan sé afskaplega persónubundið fyrirbæri. Betra sé að flýta klukkunni um eina stund á sumrin svo fólk komist fyrr í golf og geti grillað. Vilhjálmur benti líka á að það væri ekkert sem segði að sólin þyrfti að vera hæst á lofti á hádegi. Tímasetning hádegis væri pólitísk ákvörðun. Það sama hlýtur þá væntanlega að eiga við um flóð og fjöru; það er ekkert sem segir að flóð þurfi endilega að vera þegar sjór fellur að landi - fyrir utan orðið sjálft, en það er aukaatriði. Ljóst er að þetta býður upp á tækifæri til mikillar hagræðingar í háskóla- og vísindastarfsemi á Íslandi; dýrar samanburðarrannsóknir heyra brátt sögunni til - sagnfræði heyrir brátt sögunni til: við spyrjum bara Vilhjálm. „Eru líkklæðin frá Torino fölsuð?" „Það finnst mér ekki." „Hvenær gýs Hekla?" „Það er smekksatriði." „Hvað er þorskstofninn stór?" „Gulur." Það er svo sem ekki við öðru að búast en að þegar menn eru beðnir um að mæla vísindalegt álitamál með pólitískri reglustiku verði útkoman jafnan vitlaus. Þetta er því miður algengur plagsiður í íslenskri umræðuhefð; að draga fram leikmenn, oftar en ekki bráðgáfaða, til að tala um tiltekin mál út frá forsendum sem þeir hafa ekki hundsvit á. Ef ákveðið yrði að seinka klukkunni á veturna til samræmis við sólargang, myndi það líklega minnka líkurnar á að draumur Vilhjálms um að komast klukkustund fyrr heim á sumrin rætist. En það eru aðrar leiðir að því markmiði. Til dæmis gæti Vilhjálmur barist fyrir styttum vinnudegi, ef ekki allt árið þá að minnsta kosti á sumrin. Ég myndi styðja Vilhjálm í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Á miðvikudag mætti Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, í dægurmálaútvarp RÚV til að spjalla um breytingar á klukkunni. Tilefnið var að hópur vísindamanna hefur lagt til að klukkunni verði seinkað til samræmis við sólargang. Klukkan á Íslandi er stillt eftir Greenwich, sem er einu og hálfu tímabelti austar en Ísland. Þar af leiðandi er klukkan á Íslandi einni og hálfri klukkustund á undan sólargangi á veturna. Lífeðlisfræðingar og geðlæknar telja þetta hafa alvarlegar afleiðingar á geðheilsu manna á norðurhjara jarðar og nefna skammdegisþunglyndi, þreytu og slen sem dæmi. Vísa þeir í ritrýndar vísindarannsóknir máli sínu til stuðnings. Skemmst er frá því að segja að Vilhjálmur blés á þessar rannsóknir. Og hvað hafði hann máli sínu til fulltingis? Honum bara finnst það. Vilhjálmur „hefur á tilfinningunni" að líkamsklukkan sé afskaplega persónubundið fyrirbæri. Betra sé að flýta klukkunni um eina stund á sumrin svo fólk komist fyrr í golf og geti grillað. Vilhjálmur benti líka á að það væri ekkert sem segði að sólin þyrfti að vera hæst á lofti á hádegi. Tímasetning hádegis væri pólitísk ákvörðun. Það sama hlýtur þá væntanlega að eiga við um flóð og fjöru; það er ekkert sem segir að flóð þurfi endilega að vera þegar sjór fellur að landi - fyrir utan orðið sjálft, en það er aukaatriði. Ljóst er að þetta býður upp á tækifæri til mikillar hagræðingar í háskóla- og vísindastarfsemi á Íslandi; dýrar samanburðarrannsóknir heyra brátt sögunni til - sagnfræði heyrir brátt sögunni til: við spyrjum bara Vilhjálm. „Eru líkklæðin frá Torino fölsuð?" „Það finnst mér ekki." „Hvenær gýs Hekla?" „Það er smekksatriði." „Hvað er þorskstofninn stór?" „Gulur." Það er svo sem ekki við öðru að búast en að þegar menn eru beðnir um að mæla vísindalegt álitamál með pólitískri reglustiku verði útkoman jafnan vitlaus. Þetta er því miður algengur plagsiður í íslenskri umræðuhefð; að draga fram leikmenn, oftar en ekki bráðgáfaða, til að tala um tiltekin mál út frá forsendum sem þeir hafa ekki hundsvit á. Ef ákveðið yrði að seinka klukkunni á veturna til samræmis við sólargang, myndi það líklega minnka líkurnar á að draumur Vilhjálms um að komast klukkustund fyrr heim á sumrin rætist. En það eru aðrar leiðir að því markmiði. Til dæmis gæti Vilhjálmur barist fyrir styttum vinnudegi, ef ekki allt árið þá að minnsta kosti á sumrin. Ég myndi styðja Vilhjálm í því.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun