Úrelt tvískipting Ólafur Þ. Stephensen skrifar 11. nóvember 2010 06:00 Könnun á meðal forstöðumanna ríkisstofnana, sem Ríkisendurskoðun kynnti í gær, sýnir fram á mikla óánægju þeirra með lögin um ríkisstarfsmenn, sem þeim er gert að starfa eftir. Þetta er ekki nýtt og hefur komið fram áður í sambærilegum könnunum en á ríkt erindi í umræðuna nú, þegar skattgreiðendur eiga heimtingu á að farið sé vel með hverja krónu sem þeir leggja til rekstrar ríkisstofnana. Ríkisstarfsmenn njóta margvíslegra forréttinda umfram launþega á almennum vinnumarkaði. Ríkið tryggir lífeyriskjör þeirra, burtséð frá afkomu og ávöxtun lífeyrissjóða, þeir eiga betri orlofs- og veikindarétt og njóta síðast en ekki sízt ríkrar uppsagnarverndar. Ríkisstarfsmanni er ekki hægt að segja upp nema leggja eigi starfið niður, eða þá að viðkomandi hafi fengið formlega áminningu vegna frammistöðu sinnar í starfi. Mikill meirihluti forstöðumanna ríkisstofnana telur að lög og reglur um ríkisstarfsmenn standi í vegi fyrir því að stofnanir nái að starfa innan fjárheimilda. Skilvirkni sé látin víkja fyrir vernd í starfi. Mikill meirihluti er ósammála því að starfsmannalögin stuðli að skilvirkum ríkisrekstri. Yfirgnæfandi meirihluti er sömuleiðis ósammála því, sem stundum hefur verið haldið fram, að ef sambærilegar reglur giltu í ríkisrekstrinum og á almennum vinnumarkaði, myndi það leiða til uppsagna á grundvelli geðþótta. Enda sýnir reynslan af almennum vinnumarkaði að slíkar uppsagnir eru fátíðar. Stjórnendur reyna að forðast uppsagnir, en taka ákvarðanir með hag fyrirtækjanna að leiðarljósi. Hátt í 40 prósent forstöðumannanna telja að þeir gætu bætt þjónustu sinnar stofnunar ef þeir segðu hluta starfsmannanna upp og réðu nýja í þeirra stað. Þetta er iðulega gert í einkafyrirtækjum, en í opinberum stofnunum er það afar flókið í framkvæmd. Ríkisstofnanir sitja með öðrum orðum margar hverjar uppi með starfsfólk sem ekki stendur sig en geta ekki losnað við það. Forstöðumennirnir telja það hindra áminningar og uppsagnir að neikvæð viðhorf ríki í garð slíks innan opinbera geirans. Þannig er í raun ómögulegt að segja upp starfsfólki nema það geri beinlínis alvarleg mistök í starfi. Það mun til dæmis vera afar fátítt að menn fái áminningu eða uppsögn fyrir að vera verklitlir, þótt það blasi við að aðrir gætu afkastað mun meiru í starfinu. Tvískiptingin á vinnumarkaðnum er löngu úrelt fyrirbæri. Einhverjir telja kannski að núverandi stjórnarflokkar séu ekki líklegir til að beita sér fyrir afnámi hennar. Þeir hafa hins vegar að minnsta kosti tvær ástæður til þess. Annars vegar hefur uppsagnarverndin og skriffinnskan í opinbera geiranum í för með sér sóun á peningum skattgreiðenda, sem svör forstöðumannanna gefa vísbendingu um. Hún gerir það líka að verkum að opinberar stofnanir eru svifaseinar að bregðast við breyttum aðstæðum og eykur þrýsting á að þeim sé komið burt úr hinu þunglamalega lagaumhverfi með hlutafélagavæðingu eða einkavæðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Könnun á meðal forstöðumanna ríkisstofnana, sem Ríkisendurskoðun kynnti í gær, sýnir fram á mikla óánægju þeirra með lögin um ríkisstarfsmenn, sem þeim er gert að starfa eftir. Þetta er ekki nýtt og hefur komið fram áður í sambærilegum könnunum en á ríkt erindi í umræðuna nú, þegar skattgreiðendur eiga heimtingu á að farið sé vel með hverja krónu sem þeir leggja til rekstrar ríkisstofnana. Ríkisstarfsmenn njóta margvíslegra forréttinda umfram launþega á almennum vinnumarkaði. Ríkið tryggir lífeyriskjör þeirra, burtséð frá afkomu og ávöxtun lífeyrissjóða, þeir eiga betri orlofs- og veikindarétt og njóta síðast en ekki sízt ríkrar uppsagnarverndar. Ríkisstarfsmanni er ekki hægt að segja upp nema leggja eigi starfið niður, eða þá að viðkomandi hafi fengið formlega áminningu vegna frammistöðu sinnar í starfi. Mikill meirihluti forstöðumanna ríkisstofnana telur að lög og reglur um ríkisstarfsmenn standi í vegi fyrir því að stofnanir nái að starfa innan fjárheimilda. Skilvirkni sé látin víkja fyrir vernd í starfi. Mikill meirihluti er ósammála því að starfsmannalögin stuðli að skilvirkum ríkisrekstri. Yfirgnæfandi meirihluti er sömuleiðis ósammála því, sem stundum hefur verið haldið fram, að ef sambærilegar reglur giltu í ríkisrekstrinum og á almennum vinnumarkaði, myndi það leiða til uppsagna á grundvelli geðþótta. Enda sýnir reynslan af almennum vinnumarkaði að slíkar uppsagnir eru fátíðar. Stjórnendur reyna að forðast uppsagnir, en taka ákvarðanir með hag fyrirtækjanna að leiðarljósi. Hátt í 40 prósent forstöðumannanna telja að þeir gætu bætt þjónustu sinnar stofnunar ef þeir segðu hluta starfsmannanna upp og réðu nýja í þeirra stað. Þetta er iðulega gert í einkafyrirtækjum, en í opinberum stofnunum er það afar flókið í framkvæmd. Ríkisstofnanir sitja með öðrum orðum margar hverjar uppi með starfsfólk sem ekki stendur sig en geta ekki losnað við það. Forstöðumennirnir telja það hindra áminningar og uppsagnir að neikvæð viðhorf ríki í garð slíks innan opinbera geirans. Þannig er í raun ómögulegt að segja upp starfsfólki nema það geri beinlínis alvarleg mistök í starfi. Það mun til dæmis vera afar fátítt að menn fái áminningu eða uppsögn fyrir að vera verklitlir, þótt það blasi við að aðrir gætu afkastað mun meiru í starfinu. Tvískiptingin á vinnumarkaðnum er löngu úrelt fyrirbæri. Einhverjir telja kannski að núverandi stjórnarflokkar séu ekki líklegir til að beita sér fyrir afnámi hennar. Þeir hafa hins vegar að minnsta kosti tvær ástæður til þess. Annars vegar hefur uppsagnarverndin og skriffinnskan í opinbera geiranum í för með sér sóun á peningum skattgreiðenda, sem svör forstöðumannanna gefa vísbendingu um. Hún gerir það líka að verkum að opinberar stofnanir eru svifaseinar að bregðast við breyttum aðstæðum og eykur þrýsting á að þeim sé komið burt úr hinu þunglamalega lagaumhverfi með hlutafélagavæðingu eða einkavæðingu.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun