Ármann Kr, Ólafsson: Engar skuldir afskrifaðar 14. apríl 2010 17:00 Ármann Kr. Ólafsson segir engar skuldir hafa verið afskrifaðar auk þess sem allar skuldirnar eru á hans nafni. Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segir allar skuldir sem hann beri og minnst var á rannsóknarskýrslu Alþingi séu á hans eigin nafni. Þá segir hann engar skuldir hafa verið afskrifaðar. Yfirlýsingin er svohljóðandi: Þar sem nafn mitt var nefnt í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um hvaða alþingismenn hefðu fengið lán frá fjármálastofnunum frá árinu 2005 þar til fjármálakerfið féll í október 2008 þá vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Ég var kosinn á Alþingi á vormánuðum 2007 en áður en til þess kom hafði ég átt í ákveðnum fjárfestingum og tekið lán vegna þeirra. Í ágústlok náðu lán mín hámarki í nokkra daga, eða 248 m.kr., eins og fram kemur í skýrslunni. Í skýrslunni eru tekin með fasteignalán en megnið af upphæðinni er vegna áðurgreindra fjárfestinga. Eignir og eigið fé sem nam talsvert hærri upphæð var lagt fram til tryggingar á móti þessum lánum eins og almennar reglur bankans kváðu á um. Strax í byrjun september 2007 hóf ég að draga mig út úr þessum fjárfestingum og þegar fjármálakerfið féll stóð eftir krafa upp á 33 m.kr. vegna þessara fjárfestingalána. Hjá bankanum liggur ríflega sú fjárhæð frá mér í peningum til tryggingar kröfunni. Þau lán sem nefnd eru í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis voru tekin á mína kennitölu og bar ég því fulla og persónulega ábyrgð á þeim. Engin lán til mín hafa verið afskrifuð, verða afskrifuð, né hafa lán til mín nokkurn tíma lent í vanskilum. Fjárhagsstaða mín er traust. Þegar ég hef boðið mig fram til opinberra starfa í prófkjörum hef ég lagt mikið upp úr tengingu minni við atvinnulífið. Ég tel mikilvægt fyrir þátttakendur í stjórnmálum að hafa innsýn í atvinnulífið og vona að þeir atburðir sem átt hafa sér stað í íslensku stjórnmála- og viðskiptalífi, og skýrslan tekur að mínu mati vel á, verði ekki til þess að menn verði fordæmdir fyrir þátttöku í öðru hvoru eða hvoru tveggja. Það hlýtur ávallt að vera grundvallaratriði hvernig menn sinna sínu og hvort þeir séu reiðubúnir að taka fjárhagslega ábyrgð á því sem þeir sýsla persónulega. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segir allar skuldir sem hann beri og minnst var á rannsóknarskýrslu Alþingi séu á hans eigin nafni. Þá segir hann engar skuldir hafa verið afskrifaðar. Yfirlýsingin er svohljóðandi: Þar sem nafn mitt var nefnt í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um hvaða alþingismenn hefðu fengið lán frá fjármálastofnunum frá árinu 2005 þar til fjármálakerfið féll í október 2008 þá vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Ég var kosinn á Alþingi á vormánuðum 2007 en áður en til þess kom hafði ég átt í ákveðnum fjárfestingum og tekið lán vegna þeirra. Í ágústlok náðu lán mín hámarki í nokkra daga, eða 248 m.kr., eins og fram kemur í skýrslunni. Í skýrslunni eru tekin með fasteignalán en megnið af upphæðinni er vegna áðurgreindra fjárfestinga. Eignir og eigið fé sem nam talsvert hærri upphæð var lagt fram til tryggingar á móti þessum lánum eins og almennar reglur bankans kváðu á um. Strax í byrjun september 2007 hóf ég að draga mig út úr þessum fjárfestingum og þegar fjármálakerfið féll stóð eftir krafa upp á 33 m.kr. vegna þessara fjárfestingalána. Hjá bankanum liggur ríflega sú fjárhæð frá mér í peningum til tryggingar kröfunni. Þau lán sem nefnd eru í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis voru tekin á mína kennitölu og bar ég því fulla og persónulega ábyrgð á þeim. Engin lán til mín hafa verið afskrifuð, verða afskrifuð, né hafa lán til mín nokkurn tíma lent í vanskilum. Fjárhagsstaða mín er traust. Þegar ég hef boðið mig fram til opinberra starfa í prófkjörum hef ég lagt mikið upp úr tengingu minni við atvinnulífið. Ég tel mikilvægt fyrir þátttakendur í stjórnmálum að hafa innsýn í atvinnulífið og vona að þeir atburðir sem átt hafa sér stað í íslensku stjórnmála- og viðskiptalífi, og skýrslan tekur að mínu mati vel á, verði ekki til þess að menn verði fordæmdir fyrir þátttöku í öðru hvoru eða hvoru tveggja. Það hlýtur ávallt að vera grundvallaratriði hvernig menn sinna sínu og hvort þeir séu reiðubúnir að taka fjárhagslega ábyrgð á því sem þeir sýsla persónulega.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira