Fannar Ólafsson: Átta troðslur hjá KR-liðinu í síðasta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2010 11:30 Fannar Ólafsson, fyrirliði KR-liðsins. Mynd/Daníel Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, er í viðtali á heimasíðu KR fyrir leik liðsins á móti Stjörnunni í Garðabæ í kvöld en með sigri getur KR-liðið stigið stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum. KR er með tveggja stiga forskot á Keflavík en getur náð aftur fjögurra stiga forskoti í kvöld þegar aðeins fjögur stig eru eftir í pottinum. „Við erum fjórum stigum á undan næstu liðum og framhaldið er undir okkur komið. Við ætlum okkur að klára deildina sterkt, vinna fyrsta titil leiktíðarinnar og mér sýnist liðið vera að smella saman á réttum tíma. Heimavallarréttindin verða líklega gríðarlega mikilvæg í úrslitakeppninni þar sem deildin í ár er ein sú jafnasta sem að ég man eftir og þess vegna er mikilvægt að enda efstir," segir Fannar í viðtalinu. Fannar talar um einvígi leikstjórnenda liðanna, Justin Shouse hjá Stjörnunni og Pavel Ermolinskij hjá KR. „Justin er prímusmótorinn í stjörnuliðinu og hefur hann verið að spila mjög vel í vetur en nú mætir hann Rússanum í liði KR og það verður gaman að sjá austrið og vestrið berjast," segir Fannar. Fannar lofar líka áhorfendum skemmtun þegar þeir mæta á leiki liðsins. „Leikirnir verða mikil skemmtun enda spennan veruleg fyrir lokasprettinn. Ég held að ég geti fullyrt að fólk muni fá mikið fyrir peninginn sinn til dæmis voru átta troðslur í síðasta leik eða 40 mín af showtime eins og formaðurinn kallaði það," sagði Fannar en allt viðtalið við hann má finna hér.Hér fyrir neðan eru síðan umræddar átta troðslur KR-ingar í sigrinum á Blikum í DHL-Höllinni á dögunum. 05:19, 13:4 - Jón Orri Kristjánsson (Stoðsending: Pavel Ermolinskij) 06:38, 19:6 - Morgan Lewis (Stoðsending: Darri Hilmarsson) 10:00, 29:10 - Jón Orri Kristjánsson (Stoðsending: Engin) 23:02, 58:36 - Jón Orri Kristjánsson (Stoðsending: Skarphéðinn Ingason) 30:31, 73:54 - Morgan Lewis (Stoðsending: Engin) 33:14, 81:59 - Fannar Ólafsson (Stoðsending: Pavel Ermolinskij) 34:14, 83:59 - Pavel Ermolinskij (Stoðsending: Engin) 39:32, 94:69 - Brynjar Þór Björnsson (Stoðsending: Steinar Kaldal) Dominos-deild karla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, er í viðtali á heimasíðu KR fyrir leik liðsins á móti Stjörnunni í Garðabæ í kvöld en með sigri getur KR-liðið stigið stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum. KR er með tveggja stiga forskot á Keflavík en getur náð aftur fjögurra stiga forskoti í kvöld þegar aðeins fjögur stig eru eftir í pottinum. „Við erum fjórum stigum á undan næstu liðum og framhaldið er undir okkur komið. Við ætlum okkur að klára deildina sterkt, vinna fyrsta titil leiktíðarinnar og mér sýnist liðið vera að smella saman á réttum tíma. Heimavallarréttindin verða líklega gríðarlega mikilvæg í úrslitakeppninni þar sem deildin í ár er ein sú jafnasta sem að ég man eftir og þess vegna er mikilvægt að enda efstir," segir Fannar í viðtalinu. Fannar talar um einvígi leikstjórnenda liðanna, Justin Shouse hjá Stjörnunni og Pavel Ermolinskij hjá KR. „Justin er prímusmótorinn í stjörnuliðinu og hefur hann verið að spila mjög vel í vetur en nú mætir hann Rússanum í liði KR og það verður gaman að sjá austrið og vestrið berjast," segir Fannar. Fannar lofar líka áhorfendum skemmtun þegar þeir mæta á leiki liðsins. „Leikirnir verða mikil skemmtun enda spennan veruleg fyrir lokasprettinn. Ég held að ég geti fullyrt að fólk muni fá mikið fyrir peninginn sinn til dæmis voru átta troðslur í síðasta leik eða 40 mín af showtime eins og formaðurinn kallaði það," sagði Fannar en allt viðtalið við hann má finna hér.Hér fyrir neðan eru síðan umræddar átta troðslur KR-ingar í sigrinum á Blikum í DHL-Höllinni á dögunum. 05:19, 13:4 - Jón Orri Kristjánsson (Stoðsending: Pavel Ermolinskij) 06:38, 19:6 - Morgan Lewis (Stoðsending: Darri Hilmarsson) 10:00, 29:10 - Jón Orri Kristjánsson (Stoðsending: Engin) 23:02, 58:36 - Jón Orri Kristjánsson (Stoðsending: Skarphéðinn Ingason) 30:31, 73:54 - Morgan Lewis (Stoðsending: Engin) 33:14, 81:59 - Fannar Ólafsson (Stoðsending: Pavel Ermolinskij) 34:14, 83:59 - Pavel Ermolinskij (Stoðsending: Engin) 39:32, 94:69 - Brynjar Þór Björnsson (Stoðsending: Steinar Kaldal)
Dominos-deild karla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira