Sport

Gull og silfur á NM í kraftlyftingum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
María E. Guðsteinsdóttir.
María E. Guðsteinsdóttir.

Kraftlyftingastúlkan María E. Guðsteinsdóttir úr Ármanni varð í dag Norðurlandameistari í kraftlyftingum í opnum flokki kvenna - 67,5 kg þyngdarflokki.

María lyfti 165 kg í hnébeygju, 102,5 kg í bekkpressu o 172,5 kg í réttstöðulyftu. Það gerir samanlagt 440 kg.

María vann yfirburðasigur því Linda Samuelsson frá Svíþjóð varð önnur með 422,5 kg samanlagt.

María setti þess utan Íslandsmet í bekkpressu og réttstöðulyftu.

Lára Bogey úr Kraftlyftingafélagi Akraness vann síðan til silfurverðlauna í þyngsta flokknum - +90 kg flokki.

Lára Bogey lyfti á þessu fyrsta alþjóðamóti sínu 115 kg. í hnébeygju – góðum 80 kg. í bekkpressu og 140 kg. í réttstöðulyftu sem gerir 335 kg. í samanlögðu.

Lára Bogey setti Íslandsmet í hnébeygju 115 kg. Íslandsmet í bekkpressu 80 kg Íslandsmet í réttstöðulyftu 140 kg og Íslandsmet í samanlögðu 335 kg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×