Erlent

Hægir á eftir uppsveifluna

forstjóri fagnar Þýski bílarisinn BMW hefur notið góðs af uppganginum á erlendum mörkuðum eftir fjármálakreppuna, ekki síst í Kína. Fréttablaðið/AFP
forstjóri fagnar Þýski bílarisinn BMW hefur notið góðs af uppganginum á erlendum mörkuðum eftir fjármálakreppuna, ekki síst í Kína. Fréttablaðið/AFP

Þýska Zew-vísitalan, sem mælir væntingar í viðskiptalífinu, lækkaði úr 21,2 punktum í júlí í 14,0 punkta í síðasta mánuði. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan í apríl í fyrra og bendir til að þýskir fjárfestar séu svartsýnir.

Þetta er neikvæðari niðurstaða en búist var við. Reuters-fréttastofan hefur eftir sérfræðingum, að hagvöxtur í Þýskalandi hafi mælst 2,2 prósent á öðrum ársfjórðungi samanborið við 1,0 prósents hagvöxt á evrusvæðinu.

Útflutningsfyrirtæki hafi notið góðs af veikri evru og uppgangi eftir fjármálakreppuna og eðlilegt að nú sé að hægja á. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×