Grindavík komst í kvöld áfram í Poweradebikar karla er liðið vann átakalítinn sigur á Þór á Akureyri. Grindavík yfir allan tímann og vann 67-90.
Staðan eftir fyrsta leikhluta var 12-19 og Grindavík vann næsta leikhluta, 17-28, og Þór var sigraður.
Þór-Grindavík 67-90
Þór Ak.: Konrad Tota 25/5 fráköst, Wesley Hsu 9, Ólafur Torfason 8, Óðinn Ásgeirsson 8/9 fráköst, Bjarni Konráð Árnason 5, Sigmundur Óli Eiríksson 5/4 fráköst, Baldur Már Stefánsson 3/5 fráköst, Sindri Davíðsson 2, Stefán Karel Torfason 2.
Grindavík: Ármann Vilbergsson 17/5 fráköst, Andre Smith 16/9 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 15/15 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 11/4 fráköst, Ryan Pettinella 6/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 6/8 fráköst/5 stoðsendingar, Helgi Björn Einarsson 6/8 fráköst, Egill Birgisson 1, Marteinn Guðbjartsson 1.