Vettel ánægður eftir erfiða tímatöku 26. júní 2010 19:20 Fremstu menn á ráslínu, Webber, Vettel og Hamilton eftir tímatökuna í dag. Mynd: Getty IMages Sebastian Vettel tryggði Red Bull og sjálfum sér besta stað á ráslínu í kappakstrinum í Valencia sem verður á morgun. Mark Webber , félagi hans er annar á ráslínu og þetta er í fjórðs skipti á árinu sem þeir eru á fremstu rásröðinni. Lewis Hamilton vann tvö síðustu mót á McLaren og er þriðji á ráslínu, við hliðina á Fernando Alonso á Ferrari. „Þetta er gott að vera fremstur. Okkur gekk ekki of vel í síðustu tveimur mótum í tímatökum, þannig að útkoman er góð núna. Þess var ekki að vænta að brautin í Montreal og hér myndu henta okkur, þannig að það er gott að ná fremstu rásröðinni og staðan er góð", sagði Vettel í frétt á autosport.com. „Ég er ánægður með daginn, enda tímatakan erfið. Mér mistókst í fyrri tilraun minni í lokaumferðinni og vissi að ég yrði að láta allt ganga upp í seinni tilrauninni og það gekk upp." Red Bull er með nýjan búnað á bílnum sem hleypir auknu loftstreymi á afturvænginn gegnum ökumannsrýmið. Vettel sagðist vera að læra á búnaðinn sem er notaður á beinum köflum. „Það var gott að ná þessum árangri og þakka þannig aðstoðarmönnum fyrir mikla vinnu, þeir hafa sofið örfáa tíma...", sagði Vettel. Mótið í Valencia er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30 á morgun og er í opinni dagskrá. Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sebastian Vettel tryggði Red Bull og sjálfum sér besta stað á ráslínu í kappakstrinum í Valencia sem verður á morgun. Mark Webber , félagi hans er annar á ráslínu og þetta er í fjórðs skipti á árinu sem þeir eru á fremstu rásröðinni. Lewis Hamilton vann tvö síðustu mót á McLaren og er þriðji á ráslínu, við hliðina á Fernando Alonso á Ferrari. „Þetta er gott að vera fremstur. Okkur gekk ekki of vel í síðustu tveimur mótum í tímatökum, þannig að útkoman er góð núna. Þess var ekki að vænta að brautin í Montreal og hér myndu henta okkur, þannig að það er gott að ná fremstu rásröðinni og staðan er góð", sagði Vettel í frétt á autosport.com. „Ég er ánægður með daginn, enda tímatakan erfið. Mér mistókst í fyrri tilraun minni í lokaumferðinni og vissi að ég yrði að láta allt ganga upp í seinni tilrauninni og það gekk upp." Red Bull er með nýjan búnað á bílnum sem hleypir auknu loftstreymi á afturvænginn gegnum ökumannsrýmið. Vettel sagðist vera að læra á búnaðinn sem er notaður á beinum köflum. „Það var gott að ná þessum árangri og þakka þannig aðstoðarmönnum fyrir mikla vinnu, þeir hafa sofið örfáa tíma...", sagði Vettel. Mótið í Valencia er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30 á morgun og er í opinni dagskrá.
Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira