Sport

Stuð á sundparinu Erlu Dögg og Árni Má í Bandaríkjunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erla Dögg Haraldsdóttir og Árni Már Árnason.
Erla Dögg Haraldsdóttir og Árni Már Árnason. Mynd/Vilhelm
Þau skötuhjú Erla Dögg Haraldsdóttir og Árni Már Árnason eru að gera flotta hluti á Nike Cup Invitational í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum en þar keppa þau fyrir skóla sinn Old Dominion. Þetta kemur fram á heimasíðu Njarðvíkur.

Árni Már setti mótsmet í 100 metra bringusundi þegar hann vann greinina og hann varð síðan annar í 200 fjórsundi en báðir þessir tímar eru "b-cut" tímar fyrir NCAA.

Erla Dögg hafnaði í öðru sæti 100 metra bringusundi og setti um leið skólamet. Þessi tími hjá henni er líka " b-cut" tími. Erla Dögg hafnaði síðan í 8. sæti í 200 fjórsundi þar sem hún synti tveimur sekúndum hægara en í undanrásum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×