Umfjöllun: Stjörnustúlkur börðust vel í jafnteflisleik Kristinn Páll Teitsson skrifar 1. júní 2010 23:11 Mynd/Anton Valur og Stjarnan gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í spennandi leik á Vodafone-vellinum. Bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir lokin en þurftu að sætta sig við skiptan hlut. Fyrir leikinn voru Valskonur með fullt hús stiga, tvö mörk fengin á sig og nítján skoruð. Stjörnustúlkur voru hinsvegar með sex stig í fimmta sæti en þær byrjuðu mótið vel með tveimur sigrum gegn Aftureldingu og Stjörnuni en því fylgdi tapleikir gegn Breiðabliki og Haukum. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og litu fá marktækifæri dagsins ljós. Þær fáu marktilraunir sem komu hittu oftast ekki á markið. Valsstúlkur fengu þó hættulegasta færi fyrri hálfleiks eftir hornspyrnu. Sandra Sigurðardóttir, markvörður Stjörnunnar, missti boltann frá sér en Kristrún Kristjánsdóttir náði að bjarga á marklínu frá Katrínu Jónsdóttur. Síðari hálfleikur átti þó eftir að reynast mun líflegri. Rakel Logadóttir fékk dauðafæri um miðbik hálfleiksins en Sandra varði vel frá henni í markinu. Rakel náði frákastinu en brenndi af. Aðeins tveimur m´niútum síðar kom fyrsta mark leiksins. Þá var það varamaðurinn Inga Birna Friðjónsdóttir sem lék vel á varnarmenn Valsara og skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Hún fékk annað tækifæri skömmu síðar en þá varði María Björg Ágústsdóttir vel í marki Valsmanna. Jöfnunarmark Valsara kom svo undir lokin leiksins. Dagný Brynjarsdóttir skoraði það með skalla eftir góða sendingu Hallberu Gísladóttur frá vinstri kantinum. Næstu mínútur reyndust svo afar spennandi. Fyrst skallaði Málfríður Sigurðadóttir í slána og Sandra Sigurðadóttir í marki Stjörnunar gerði vel með að koma boltanum frá. Strax í næstu sókn lék Inga Birna afar vel á Maríu í marki Vals aftur hafnaði boltinn í slánni. Fljótlega eftir þetta flautaði Vilhjálmur Alvar Þórarinsson leikinn af. Bæði lið geta verið sátt með stigið en vonsvikin að ná ekki að hafa ekki landað sigrinum. Stjörnustúlkur sýndu góðan karakter á heimavelli Íslandsmeistarana eftir tvo tapleiki í röð og spiluðu vel. Valsstúlkur sýndu að þær gefast ekki upp fyrr en leikurinn er flautaður af.Valur - Stjarnan 1-1 0-1 Inga Birna Friðjónsdóttir (70.) 1-1 Dagný Brynjarsdóttir (89.) Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 6Skot (á mark): 12-11 (6-3)Varin skot: María Björg 2 - Sandra 4Horn: 6-3Aukaspyrnur fengnar: 8-9Rangstöður: 3-2 Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Valur og Stjarnan gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í spennandi leik á Vodafone-vellinum. Bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir lokin en þurftu að sætta sig við skiptan hlut. Fyrir leikinn voru Valskonur með fullt hús stiga, tvö mörk fengin á sig og nítján skoruð. Stjörnustúlkur voru hinsvegar með sex stig í fimmta sæti en þær byrjuðu mótið vel með tveimur sigrum gegn Aftureldingu og Stjörnuni en því fylgdi tapleikir gegn Breiðabliki og Haukum. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og litu fá marktækifæri dagsins ljós. Þær fáu marktilraunir sem komu hittu oftast ekki á markið. Valsstúlkur fengu þó hættulegasta færi fyrri hálfleiks eftir hornspyrnu. Sandra Sigurðardóttir, markvörður Stjörnunnar, missti boltann frá sér en Kristrún Kristjánsdóttir náði að bjarga á marklínu frá Katrínu Jónsdóttur. Síðari hálfleikur átti þó eftir að reynast mun líflegri. Rakel Logadóttir fékk dauðafæri um miðbik hálfleiksins en Sandra varði vel frá henni í markinu. Rakel náði frákastinu en brenndi af. Aðeins tveimur m´niútum síðar kom fyrsta mark leiksins. Þá var það varamaðurinn Inga Birna Friðjónsdóttir sem lék vel á varnarmenn Valsara og skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Hún fékk annað tækifæri skömmu síðar en þá varði María Björg Ágústsdóttir vel í marki Valsmanna. Jöfnunarmark Valsara kom svo undir lokin leiksins. Dagný Brynjarsdóttir skoraði það með skalla eftir góða sendingu Hallberu Gísladóttur frá vinstri kantinum. Næstu mínútur reyndust svo afar spennandi. Fyrst skallaði Málfríður Sigurðadóttir í slána og Sandra Sigurðadóttir í marki Stjörnunar gerði vel með að koma boltanum frá. Strax í næstu sókn lék Inga Birna afar vel á Maríu í marki Vals aftur hafnaði boltinn í slánni. Fljótlega eftir þetta flautaði Vilhjálmur Alvar Þórarinsson leikinn af. Bæði lið geta verið sátt með stigið en vonsvikin að ná ekki að hafa ekki landað sigrinum. Stjörnustúlkur sýndu góðan karakter á heimavelli Íslandsmeistarana eftir tvo tapleiki í röð og spiluðu vel. Valsstúlkur sýndu að þær gefast ekki upp fyrr en leikurinn er flautaður af.Valur - Stjarnan 1-1 0-1 Inga Birna Friðjónsdóttir (70.) 1-1 Dagný Brynjarsdóttir (89.) Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 6Skot (á mark): 12-11 (6-3)Varin skot: María Björg 2 - Sandra 4Horn: 6-3Aukaspyrnur fengnar: 8-9Rangstöður: 3-2
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki