Ólafía áfram með forustu hjá konunum - Nína lék best í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2010 17:18 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR . Mynd/Stefán Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með þriggja högga forskot eftir annan daginn á Íslandsmótinu í höggleik á Kiðjabergsvelli. Ólafía heldur því áfram sömu forustu og hún var með eftir fyrsta daginn. Ólafía endaði hringinn á eina fugli sínum í dag og er nú á 10 höggum yfir pari eftir 36 holur. Berglind Björnsdóttir úr GR er áfram í öðru sætinu en hún lék eins og Ólafía á átta höggum yfir pari í dag. Nína Björk Geirsdóttir úr Kili í Mosfellsbæ lék best allra í dag eða á sex höggum yfir pari og komst fyrir vikið upp í þriðja sætið. Signý Arnórsdóttir úr Keili lék á sjö höggum yfir pari í dag og er í 4. sætinu ásamt Tinnu Jóhannsdóttur og Hildi Kristínu Þorvarðardóttur. Íslandsmeistarinn, Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni, átti ekki góðan dag og er átta höggum á eftir Ólafíu eftir að hafa leikið á tólf höggum yfir pari í dag. Valdís Þóra er í 7. sæti þegar mótið er hálfnað.Staða efstu kvenna eftir annan dag á Íslandsmótinu í höggleik: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR +10 (+8 í dag) 2. Berglind Björnsdóttir, GR +13 (+8) 3. Nína Björk Geirsdóttir, GKj +14 (+6) 4. Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR +16 (+11) 4. Signý Arnórsdóttir, GK +16 (+7) 4. Tinna Jóhannsdóttir, GK +16 (+9) 7. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL +18 (+12) 8. Þórdís Geirsdóttir, GK +20 (+12) 9. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO +21 (+11) 10. Helena Árnadóttir, GR +22 (+12) Golf Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með þriggja högga forskot eftir annan daginn á Íslandsmótinu í höggleik á Kiðjabergsvelli. Ólafía heldur því áfram sömu forustu og hún var með eftir fyrsta daginn. Ólafía endaði hringinn á eina fugli sínum í dag og er nú á 10 höggum yfir pari eftir 36 holur. Berglind Björnsdóttir úr GR er áfram í öðru sætinu en hún lék eins og Ólafía á átta höggum yfir pari í dag. Nína Björk Geirsdóttir úr Kili í Mosfellsbæ lék best allra í dag eða á sex höggum yfir pari og komst fyrir vikið upp í þriðja sætið. Signý Arnórsdóttir úr Keili lék á sjö höggum yfir pari í dag og er í 4. sætinu ásamt Tinnu Jóhannsdóttur og Hildi Kristínu Þorvarðardóttur. Íslandsmeistarinn, Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni, átti ekki góðan dag og er átta höggum á eftir Ólafíu eftir að hafa leikið á tólf höggum yfir pari í dag. Valdís Þóra er í 7. sæti þegar mótið er hálfnað.Staða efstu kvenna eftir annan dag á Íslandsmótinu í höggleik: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR +10 (+8 í dag) 2. Berglind Björnsdóttir, GR +13 (+8) 3. Nína Björk Geirsdóttir, GKj +14 (+6) 4. Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR +16 (+11) 4. Signý Arnórsdóttir, GK +16 (+7) 4. Tinna Jóhannsdóttir, GK +16 (+9) 7. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL +18 (+12) 8. Þórdís Geirsdóttir, GK +20 (+12) 9. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO +21 (+11) 10. Helena Árnadóttir, GR +22 (+12)
Golf Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira