Viðskipti erlent

FIH banka tókst að snúa miklu tapi í hagnað í ár

Þrátt fyrir jákvætt uppgjör hefur FIH þurft að taka á sig miklar afskriftir að undanförnu. Í ársfjórðungsuppgjörinu eru afskriftirnar bókfærðar upp á tæplega 161 milljón danskra kr.
Þrátt fyrir jákvætt uppgjör hefur FIH þurft að taka á sig miklar afskriftir að undanförnu. Í ársfjórðungsuppgjörinu eru afskriftirnar bókfærðar upp á tæplega 161 milljón danskra kr.

FIH bankinn danski skilaði uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung í dag. Samkvæmt því hefur hann snúið miklu tapi á sama ársfjórðung í fyrra í hagnað upp á 200 milljónir danskra kr. eða hátt í fimm miljarða kr. Tapið á sama tímabili í fyrra nam tæpum hálfum milljarði danskra kr.

Sjálfur segir bankinn í tilkynningu um uppgjörið að niðurstaðan í ár sé "ásættanleg". Samhliða hefur FIH tilkynnt að bankinn hefur aukið væntingar sínar um hagnað yfir þetta ár um 100 milljónir danskra kr. þ.e. úr 400 milljónum og upp í hálfan milljarð danskra kr.

Eins og margoft hefur komið fram er FIH í íslenskri eigu og raunar á forræði slitastjórnar Kaupþings. Hinsvegar á Seðlabanki Íslands allsherjarveð í bankanum upp á 500 milljónir evra í kjölfar neyðarláns til Kaupþings korteri fyrir hrun þess banka haustið 2008.

Í frétt á börsen.dk er raunar vitnað sérstaklega í uppgjörið þar sem segir að eignarhaldið á FIH bankanum sé enn ófrágengið eða „fortsat er uafklarede" eins og það er orðað. Hinsvegar er tekið fram að hrun Kaupþings hafi aldrei haft í för með sér tap á rekstri bankans og að hann starfi sem danskur banki undir dönskum lögum og reglugerðum.

Þrátt fyrir jákvætt uppgjör hefur FIH þurft að taka á sig miklar afskriftir að undanförnu. Í ársfjórðungsuppgjörinu eru afskriftirnar bókfærðar upp á tæplega 161 milljón danskra kr.

Vegna stuðnings frá dönskum stjórnvöldum gegnum bankpakke I er lausafjárstaða FIH mjög góð í augnablikinu en lausafé bankans nemur 23,9 milljörðum danskra kr. eða um 540 milljörðum kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×