Innlent

Meint vanræksla seðlabankastjóra og forstjóra FME til saksóknara

Þingmannanefnd sem fjallar um rannsóknarskýrslu Alþingis hefur ákveðið að senda ábendingu til ríkissaksóknara um málefni þeirra embættismanna sem rannsóknarnefnd Alþingis telur að hafi sýnt af sér vanrækslu í störfum sínum í aðdraganda hrunsins.

Um er að ræða seðlabankastjórana þrjá, Davíð Oddsson, fyrrverandi formann bankastjórnarinnar, og þá Ingimund Friðriksson og Eirík Guðnason, og að auki Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins.

Þingmannanefndin hefur það hlutverk að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndarinnar og taka ákvörðun um viðbrögð við henni á vettvangi Alþingis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×