Sport

Ólafur kominn í hóp með Vilhjálmi Einarssyni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur og Vilhjálmur Einarsson í kvöld.
Ólafur og Vilhjálmur Einarsson í kvöld. Mynd/Vilhelm

Ólafur Stefánsson skipar nú sess með silfurmanninum Vilhjálmi Einarssyni sem einu Íþróttamennirnir sem hafa hlotið sæmdartitilinn Íþróttamaður ársins oftar en þrisvar sinnum. Vilhjálmur var kosinn fimm sinnum Íþróttamaður ársins á fyrstu sex árum kjörsins.

Ólafur var fyrir í kjörið í ár einn af fjórum Íþróttamönnum sem höfðu verið þrisvar sinnum verið kosnir Íþróttamenn ársins. Hinir voru frjálsíþróttamennirnir Hreinn Halldórsson og Einar Vilhjálmsson og sundmaðurinn Örn Arnarson.

Ólafur er ennfremur eini hópíþróttamaðurinn sem hefur fengið þessa mestu viðurkenningu íslensk íþróttamanns oftar en tvisvar sinnum en knattspyrnumennirnir Ásgeir Sigurvinsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa báðir fengið útnefninguna tvisvar sinnum.

Oftast kosnir Íþróttamaður ársins:

Vilhjálmur Einarsson (frjálsar Íþróttir) 5 sinnum

Ólafur Stefánsson (handbolti) 4 sinnum

Hreinn Halldórsson (frjálsar Íþróttir) 3 sinnum

Einar Vilhjálmsson (frjálsar Íþróttir) 3 sinnum

Örn Arnarson (sund) 3 sinnum

Ásgeir Sigurvinsson (knattspyrna) 2 sinnum

Eiður Smári Guðjohnsen (knattspyrna) 2 sinnum

Guðmundur Gíslason (sund) 2 sinnum

Jón Arnar Magnússon (frjálsar Íþróttir) 2 sinnum

Valbjörn Þorláksson (frjálsar Íþróttir) 2 sinnum

Skúli Óskarsson (kraftlyftingar) 2 sinnum




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×