Regluverðir kallaðir á teppið ef þeir vildu gaumgæfa mál Karen Kjartansdóttir skrifar 13. apríl 2010 19:37 Fjármálaráðuneytið hunsaði kvartanir regluvarða sem störfuðu innan bankanna. Þeir voru kallaðir á teppið ef þeir vildu gaumgæfa mál. Regluverðir sem fréttastofa ræddi við í dag vildu ekki til að ræða störf sín innan bankanna en sögðu skýrslu rannsóknarefndarinnar draga upp rétta mynd af upplifun sinni. Ísland bjó við lágmarks regluverk EES og setti engar reglur sem tóku tillit til smæðar samfélagsins. Ofurtrú var á eftirlitsleysi í bankakerfi og stjórnsýslu að mati siðfræðinefndar rannsóknarnefndar Alþingis. Þetta kemur til að mynda fram í framkomu við regluverði innan bankanna en þeir hafa það hlutverk að gæta þess að farið sé að gildandi lögum og góðra starfshátta gætt. „Þetta var eins og að róa árabát á móti olíuskipi, því maður var svo einn og óstuddur og í rauninni var öll bankamenningin eins og andóf gegn því að stunda eðlilega viðskiptahætti," segir Vilhjálmur Árnason prófessor í heimspeki og einn af höfundum siðfræðikafla rannsóknarskýrslunnar. Samlíkingin kemur frá einum af regluvörðunum sem vitnað er til í skýrslunni. Sá regluvörður greinir auk þess frá því að hann var kallaður á teppið fyrir óhlýðni þegar hann vildi fá tíma til að gaumgæfa mál. Annar segist hafa kvartað til Fjármálaeftilitsins vegna þess vinnulags sem regluverðir áttu að viðhafa. Fjármálaeftirlitið hafi hins vegar ekki brugðist við þeirri kvörtun. Þá lýsir enn annar því þannig að gantast sem starfið, eða eins og hann segir: „Það var svona djókað með þetta að sá sem væri síðastur í vinnuna fengi regluvörslutitilinn." „Í rauninni var boðskapurinn sá að það ætti frekar að treysta á sjálfseftirlit manna innan bankanna sem var í rauninni mjög óraunhæf hugmynd þar sem hér var svo lítt þroskuð bankamenning. Og mér finnst töluvert ótrúlegt að sjá þegar fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að þeir hafi einfaldlega treyst því að þarna væru heiðarlegir menn. Þeir hefðu haft svo mikilla hagsmuna sjálfir að gæta að ástunda heiðarlega og eðlilega viðskiptahætti en sú reyndist nú sannarlega ekki raunin," segir Vilhjálmur. Allir kvörtuðu regluverðirnir undan því við nefndina að þá hafi skort upplýsingar. Þannig hafi sumt sem komið hafi fram í kjölfar bankahrunsins hafi komið þeim verulega á óvart, ekki síst lánveitingar bankanna til hlutabréfakaupa starfsmanna í bönkunum. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Fjármálaráðuneytið hunsaði kvartanir regluvarða sem störfuðu innan bankanna. Þeir voru kallaðir á teppið ef þeir vildu gaumgæfa mál. Regluverðir sem fréttastofa ræddi við í dag vildu ekki til að ræða störf sín innan bankanna en sögðu skýrslu rannsóknarefndarinnar draga upp rétta mynd af upplifun sinni. Ísland bjó við lágmarks regluverk EES og setti engar reglur sem tóku tillit til smæðar samfélagsins. Ofurtrú var á eftirlitsleysi í bankakerfi og stjórnsýslu að mati siðfræðinefndar rannsóknarnefndar Alþingis. Þetta kemur til að mynda fram í framkomu við regluverði innan bankanna en þeir hafa það hlutverk að gæta þess að farið sé að gildandi lögum og góðra starfshátta gætt. „Þetta var eins og að róa árabát á móti olíuskipi, því maður var svo einn og óstuddur og í rauninni var öll bankamenningin eins og andóf gegn því að stunda eðlilega viðskiptahætti," segir Vilhjálmur Árnason prófessor í heimspeki og einn af höfundum siðfræðikafla rannsóknarskýrslunnar. Samlíkingin kemur frá einum af regluvörðunum sem vitnað er til í skýrslunni. Sá regluvörður greinir auk þess frá því að hann var kallaður á teppið fyrir óhlýðni þegar hann vildi fá tíma til að gaumgæfa mál. Annar segist hafa kvartað til Fjármálaeftilitsins vegna þess vinnulags sem regluverðir áttu að viðhafa. Fjármálaeftirlitið hafi hins vegar ekki brugðist við þeirri kvörtun. Þá lýsir enn annar því þannig að gantast sem starfið, eða eins og hann segir: „Það var svona djókað með þetta að sá sem væri síðastur í vinnuna fengi regluvörslutitilinn." „Í rauninni var boðskapurinn sá að það ætti frekar að treysta á sjálfseftirlit manna innan bankanna sem var í rauninni mjög óraunhæf hugmynd þar sem hér var svo lítt þroskuð bankamenning. Og mér finnst töluvert ótrúlegt að sjá þegar fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að þeir hafi einfaldlega treyst því að þarna væru heiðarlegir menn. Þeir hefðu haft svo mikilla hagsmuna sjálfir að gæta að ástunda heiðarlega og eðlilega viðskiptahætti en sú reyndist nú sannarlega ekki raunin," segir Vilhjálmur. Allir kvörtuðu regluverðirnir undan því við nefndina að þá hafi skort upplýsingar. Þannig hafi sumt sem komið hafi fram í kjölfar bankahrunsins hafi komið þeim verulega á óvart, ekki síst lánveitingar bankanna til hlutabréfakaupa starfsmanna í bönkunum.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira