Webber: Sigur liðsheildar Red Bull 9. maí 2010 18:19 Red Bull menn fagna með Fernando Alonso, en hann varð í öðru sæti, en Mark Webber og Sebastian Vetel í fyrsta og þriðja sæti í Barcelona í dag. Kenny Handkammer, tæknimaður Red Bull er lengst til vinstri á myndinni. Mynd: Getty Images Mark Webber var kampakátur á blaðamannafundi með sigurinn á Barcelona brautinni í dag, en hann varð á undan Fernando Alonso hjá Ferrari og liðsfélaganum Sebastian Vettel. "Eftir tímatökuna í gær var sannarlega gott að ræsa fremstur. Það er löng leið að fyrstu beygju og nokkrir bílar með mikinn hámarkshraða voru fyrir aftan okkur á ráslínu. Ræsingin var því mikilvæg og að koma fyrstur út úr fyrstu beygju", sagði Webber um mótið í dag. Hann og Vettel börðust af kappi að komast að fyrstu beygjunni í fyrsta sæti og Webber hélt velli og leiddi mótið til loka. "Það var harður slagur í upphafi en síðan náði ég bara góðum takti fram að þjónustuhléi og gættum þess að halda okkur við efnið, þar sem allir eru að læra á nýju útfærsluna af mótshaldi og hverni dekkin virka." "Lewis Hamilton var á eftir mér eftir þjónustuhlé, í stað Vettels og eftir það stjórnaði ég bara ferðinni og hélt bilinu hæfilegu. Gætti þess að halda bíl, vél og dekkjum í lagi í löngu móti. Það þarf að komast alla leið." "Red Bull liðið hefur verið ótrúlegt þessa mótshelgina, við undirbúning bílanna og hafa unnið á frídögum að koma öllu heim og saman. Bæði Renault og Red Bull hafa lagt mikið á sig. Ég vann mína vinnu og úrslitin er frábær og er sjálfur hæstánægður með afraksturinn", sagði Webber. Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mark Webber var kampakátur á blaðamannafundi með sigurinn á Barcelona brautinni í dag, en hann varð á undan Fernando Alonso hjá Ferrari og liðsfélaganum Sebastian Vettel. "Eftir tímatökuna í gær var sannarlega gott að ræsa fremstur. Það er löng leið að fyrstu beygju og nokkrir bílar með mikinn hámarkshraða voru fyrir aftan okkur á ráslínu. Ræsingin var því mikilvæg og að koma fyrstur út úr fyrstu beygju", sagði Webber um mótið í dag. Hann og Vettel börðust af kappi að komast að fyrstu beygjunni í fyrsta sæti og Webber hélt velli og leiddi mótið til loka. "Það var harður slagur í upphafi en síðan náði ég bara góðum takti fram að þjónustuhléi og gættum þess að halda okkur við efnið, þar sem allir eru að læra á nýju útfærsluna af mótshaldi og hverni dekkin virka." "Lewis Hamilton var á eftir mér eftir þjónustuhlé, í stað Vettels og eftir það stjórnaði ég bara ferðinni og hélt bilinu hæfilegu. Gætti þess að halda bíl, vél og dekkjum í lagi í löngu móti. Það þarf að komast alla leið." "Red Bull liðið hefur verið ótrúlegt þessa mótshelgina, við undirbúning bílanna og hafa unnið á frídögum að koma öllu heim og saman. Bæði Renault og Red Bull hafa lagt mikið á sig. Ég vann mína vinnu og úrslitin er frábær og er sjálfur hæstánægður með afraksturinn", sagði Webber.
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira