Schumacher spenntur fyrir Suzuka 4. október 2010 12:59 Michael Schumacher hefur unnið mótið á Suzuka sex sinnum, en er hér í hásæti á brautnni í Singapúr og liðsfélagi hans Nico Rosberg er í baksýn. Mynd: Getty Images Michael Schumacher er sexfaldur sigurvegari á Suzuka brautinni í Japan, sem verður notuð um næstu helgi. Mótið er eitt af fjórum mótum í lokaslagnum um Formúlu 1 meistaratitilinn, þar sem fimm ökumenn keppa um titilinn. Schumacher á ekki möguleika á titlinum en hefur unnið oftast þeirra sem keppa. , Brautin í Suzuka er í uppáhaldi hjá honum og verður keppt á henni í 22 skipti. Brautin sem er 5.8 km löng er sú eina sem er áttulaga og er ekið yfir og undir brú. Schumacher hefur ekki keyrt á brautinni síðan 2006. "Suzuka bar alltaf ein af uppáhaldsbrautunum mínum, þar sem hún er stórkostleg á köflum. Það reynir mikið á tæknilegt innsæi og skapar vellíðan, þegar maður nær að raða beygjunum vel saman í akstri", sagði Schumacher í tilkynningu frá Mercedes. "Ég fer til Japan með góðar minningar í farteskinu, þar sem ég átti nokkur góð mót þar. Vonandi get ég bætt í safnið og hlakka til verkefnisins. Við munum reyna að ná okkar besta fram um helgina." Félagi Schumacher hjá Mercedes, Nico Rosberg hefur náð betri árangri á árinu og hann er hrifinn af brautinni. "Suzuka er frábær braut og að mínu mati er hún ein sú besta á árinu ásamt Spa brautinni. Fyrsta tímatökusvæðið er hápunktur brautarinnar og er krefjandi. Okkur hefur gengið þokkalega að ná árangri að undanförnu og vonumst til að halda því áfram í Japan", sagði Rosberg. Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Michael Schumacher er sexfaldur sigurvegari á Suzuka brautinni í Japan, sem verður notuð um næstu helgi. Mótið er eitt af fjórum mótum í lokaslagnum um Formúlu 1 meistaratitilinn, þar sem fimm ökumenn keppa um titilinn. Schumacher á ekki möguleika á titlinum en hefur unnið oftast þeirra sem keppa. , Brautin í Suzuka er í uppáhaldi hjá honum og verður keppt á henni í 22 skipti. Brautin sem er 5.8 km löng er sú eina sem er áttulaga og er ekið yfir og undir brú. Schumacher hefur ekki keyrt á brautinni síðan 2006. "Suzuka bar alltaf ein af uppáhaldsbrautunum mínum, þar sem hún er stórkostleg á köflum. Það reynir mikið á tæknilegt innsæi og skapar vellíðan, þegar maður nær að raða beygjunum vel saman í akstri", sagði Schumacher í tilkynningu frá Mercedes. "Ég fer til Japan með góðar minningar í farteskinu, þar sem ég átti nokkur góð mót þar. Vonandi get ég bætt í safnið og hlakka til verkefnisins. Við munum reyna að ná okkar besta fram um helgina." Félagi Schumacher hjá Mercedes, Nico Rosberg hefur náð betri árangri á árinu og hann er hrifinn af brautinni. "Suzuka er frábær braut og að mínu mati er hún ein sú besta á árinu ásamt Spa brautinni. Fyrsta tímatökusvæðið er hápunktur brautarinnar og er krefjandi. Okkur hefur gengið þokkalega að ná árangri að undanförnu og vonumst til að halda því áfram í Japan", sagði Rosberg.
Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira