Viðskipti, tækni og lög eiga heima í HR 22. maí 2010 04:45 Háskóli Íslands Tillaga félagsins er tilkomin vegna ákalls rektors um sparnaðarhugmyndir í ljósi kreppunnar. Rótin var ekki spurningin um hvernig háskólastarf í HÍ yrði styrkt. „Ef til verkaskiptingar kemur þá held ég að fjárhagslegar og faglegar forsendur mæli frekar með því að við tækjum að okkur þessi kjarnafög sem við erum með, viðskipti, tækni og lög," segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. „Við erum tilbúin til að ræða hugmyndir, svo lengi sem þær eru á faglegum forsendum." Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Félag prófessora við ríkisháskóla lagt fram sparnaðartillögu við Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, um að skólinn geri stjórnvöldum tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. Félagið telur að með því sé unnt að spara 1,5 til tvo milljarða á háskólastiginu. Ari segir það skiljanlegt að á erfiðum tímum standi hagsmunasamtök vörð um sitt fólk. Lykilatriðið sé hins vegar að háskólafólk standi saman frekar en að beina spjótum sínum hvað að öðru. Fram undan sé uppbygging atvinnulífsins og vitað sé að háskólamenntað fólk og nýsköpun séu lykilþættir í slíkri uppbyggingu. Ari telur að tilkoma HR hafi valdið straumhvörfum í íslensku háskólasamfélagi. Það sjáist í öflugri rannsóknum og fjölda útskrifaðra. „Við útskrifum í dag tvo þriðju af tæknimenntuðu háskólafólki og helming viðskiptamenntaðra. Það er því ekki svo að við séum smávægileg viðbót við það sem HÍ er að gera heldur er HR stærsti tækni- og viðskiptaháskóli landsins." Því hefur verið fleygt að sjö háskólar fyrir rúmlega 300 þúsund manna þjóð sé full vel í lagt. Hættan sé sú, gangi niðurskurðarhugmyndir til háskólanna eftir, að Íslendingar standi uppi með sjö veika háskóla. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að ekki verði horft á málið eingöngu út frá stofnunum, þó að horfa megi til þess að einfalda það kerfi. „En ég vil horfa á þetta frá fræðasviðunum og hvernig við stöndum best vörð um kennslu og rannsóknir með takmörkuðu fjármagni. Við þurfum að tala við hvern og einn skóla sem þurfa eflaust að draga úr á einhverjum sviðum." Katrín segir að það sé réttmæt gagnrýni að það sé óskynsamlegt að kenna einstakar greinar fræða á mörgum stöðum. Hún vill hins vegar ekki kveða úr um hvort háskólum verði fækkað. „En það kann vel að vera að við eigum eftir að sjá einföldun í kerfinu. En það er ekki hægt að henda einhverjum einum út og öðrum ekki." svavar@frettabladid.is Katrín Jakobsdóttir Ari Kristinn Jónsson Háskólinn í reykjavík Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
„Ef til verkaskiptingar kemur þá held ég að fjárhagslegar og faglegar forsendur mæli frekar með því að við tækjum að okkur þessi kjarnafög sem við erum með, viðskipti, tækni og lög," segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. „Við erum tilbúin til að ræða hugmyndir, svo lengi sem þær eru á faglegum forsendum." Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Félag prófessora við ríkisháskóla lagt fram sparnaðartillögu við Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, um að skólinn geri stjórnvöldum tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. Félagið telur að með því sé unnt að spara 1,5 til tvo milljarða á háskólastiginu. Ari segir það skiljanlegt að á erfiðum tímum standi hagsmunasamtök vörð um sitt fólk. Lykilatriðið sé hins vegar að háskólafólk standi saman frekar en að beina spjótum sínum hvað að öðru. Fram undan sé uppbygging atvinnulífsins og vitað sé að háskólamenntað fólk og nýsköpun séu lykilþættir í slíkri uppbyggingu. Ari telur að tilkoma HR hafi valdið straumhvörfum í íslensku háskólasamfélagi. Það sjáist í öflugri rannsóknum og fjölda útskrifaðra. „Við útskrifum í dag tvo þriðju af tæknimenntuðu háskólafólki og helming viðskiptamenntaðra. Það er því ekki svo að við séum smávægileg viðbót við það sem HÍ er að gera heldur er HR stærsti tækni- og viðskiptaháskóli landsins." Því hefur verið fleygt að sjö háskólar fyrir rúmlega 300 þúsund manna þjóð sé full vel í lagt. Hættan sé sú, gangi niðurskurðarhugmyndir til háskólanna eftir, að Íslendingar standi uppi með sjö veika háskóla. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að ekki verði horft á málið eingöngu út frá stofnunum, þó að horfa megi til þess að einfalda það kerfi. „En ég vil horfa á þetta frá fræðasviðunum og hvernig við stöndum best vörð um kennslu og rannsóknir með takmörkuðu fjármagni. Við þurfum að tala við hvern og einn skóla sem þurfa eflaust að draga úr á einhverjum sviðum." Katrín segir að það sé réttmæt gagnrýni að það sé óskynsamlegt að kenna einstakar greinar fræða á mörgum stöðum. Hún vill hins vegar ekki kveða úr um hvort háskólum verði fækkað. „En það kann vel að vera að við eigum eftir að sjá einföldun í kerfinu. En það er ekki hægt að henda einhverjum einum út og öðrum ekki." svavar@frettabladid.is Katrín Jakobsdóttir Ari Kristinn Jónsson Háskólinn í reykjavík
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira