Viðskipti, tækni og lög eiga heima í HR 22. maí 2010 04:45 Háskóli Íslands Tillaga félagsins er tilkomin vegna ákalls rektors um sparnaðarhugmyndir í ljósi kreppunnar. Rótin var ekki spurningin um hvernig háskólastarf í HÍ yrði styrkt. „Ef til verkaskiptingar kemur þá held ég að fjárhagslegar og faglegar forsendur mæli frekar með því að við tækjum að okkur þessi kjarnafög sem við erum með, viðskipti, tækni og lög," segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. „Við erum tilbúin til að ræða hugmyndir, svo lengi sem þær eru á faglegum forsendum." Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Félag prófessora við ríkisháskóla lagt fram sparnaðartillögu við Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, um að skólinn geri stjórnvöldum tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. Félagið telur að með því sé unnt að spara 1,5 til tvo milljarða á háskólastiginu. Ari segir það skiljanlegt að á erfiðum tímum standi hagsmunasamtök vörð um sitt fólk. Lykilatriðið sé hins vegar að háskólafólk standi saman frekar en að beina spjótum sínum hvað að öðru. Fram undan sé uppbygging atvinnulífsins og vitað sé að háskólamenntað fólk og nýsköpun séu lykilþættir í slíkri uppbyggingu. Ari telur að tilkoma HR hafi valdið straumhvörfum í íslensku háskólasamfélagi. Það sjáist í öflugri rannsóknum og fjölda útskrifaðra. „Við útskrifum í dag tvo þriðju af tæknimenntuðu háskólafólki og helming viðskiptamenntaðra. Það er því ekki svo að við séum smávægileg viðbót við það sem HÍ er að gera heldur er HR stærsti tækni- og viðskiptaháskóli landsins." Því hefur verið fleygt að sjö háskólar fyrir rúmlega 300 þúsund manna þjóð sé full vel í lagt. Hættan sé sú, gangi niðurskurðarhugmyndir til háskólanna eftir, að Íslendingar standi uppi með sjö veika háskóla. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að ekki verði horft á málið eingöngu út frá stofnunum, þó að horfa megi til þess að einfalda það kerfi. „En ég vil horfa á þetta frá fræðasviðunum og hvernig við stöndum best vörð um kennslu og rannsóknir með takmörkuðu fjármagni. Við þurfum að tala við hvern og einn skóla sem þurfa eflaust að draga úr á einhverjum sviðum." Katrín segir að það sé réttmæt gagnrýni að það sé óskynsamlegt að kenna einstakar greinar fræða á mörgum stöðum. Hún vill hins vegar ekki kveða úr um hvort háskólum verði fækkað. „En það kann vel að vera að við eigum eftir að sjá einföldun í kerfinu. En það er ekki hægt að henda einhverjum einum út og öðrum ekki." svavar@frettabladid.is Katrín Jakobsdóttir Ari Kristinn Jónsson Háskólinn í reykjavík Fréttir Innlent Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
„Ef til verkaskiptingar kemur þá held ég að fjárhagslegar og faglegar forsendur mæli frekar með því að við tækjum að okkur þessi kjarnafög sem við erum með, viðskipti, tækni og lög," segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. „Við erum tilbúin til að ræða hugmyndir, svo lengi sem þær eru á faglegum forsendum." Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Félag prófessora við ríkisháskóla lagt fram sparnaðartillögu við Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, um að skólinn geri stjórnvöldum tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. Félagið telur að með því sé unnt að spara 1,5 til tvo milljarða á háskólastiginu. Ari segir það skiljanlegt að á erfiðum tímum standi hagsmunasamtök vörð um sitt fólk. Lykilatriðið sé hins vegar að háskólafólk standi saman frekar en að beina spjótum sínum hvað að öðru. Fram undan sé uppbygging atvinnulífsins og vitað sé að háskólamenntað fólk og nýsköpun séu lykilþættir í slíkri uppbyggingu. Ari telur að tilkoma HR hafi valdið straumhvörfum í íslensku háskólasamfélagi. Það sjáist í öflugri rannsóknum og fjölda útskrifaðra. „Við útskrifum í dag tvo þriðju af tæknimenntuðu háskólafólki og helming viðskiptamenntaðra. Það er því ekki svo að við séum smávægileg viðbót við það sem HÍ er að gera heldur er HR stærsti tækni- og viðskiptaháskóli landsins." Því hefur verið fleygt að sjö háskólar fyrir rúmlega 300 þúsund manna þjóð sé full vel í lagt. Hættan sé sú, gangi niðurskurðarhugmyndir til háskólanna eftir, að Íslendingar standi uppi með sjö veika háskóla. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að ekki verði horft á málið eingöngu út frá stofnunum, þó að horfa megi til þess að einfalda það kerfi. „En ég vil horfa á þetta frá fræðasviðunum og hvernig við stöndum best vörð um kennslu og rannsóknir með takmörkuðu fjármagni. Við þurfum að tala við hvern og einn skóla sem þurfa eflaust að draga úr á einhverjum sviðum." Katrín segir að það sé réttmæt gagnrýni að það sé óskynsamlegt að kenna einstakar greinar fræða á mörgum stöðum. Hún vill hins vegar ekki kveða úr um hvort háskólum verði fækkað. „En það kann vel að vera að við eigum eftir að sjá einföldun í kerfinu. En það er ekki hægt að henda einhverjum einum út og öðrum ekki." svavar@frettabladid.is Katrín Jakobsdóttir Ari Kristinn Jónsson Háskólinn í reykjavík
Fréttir Innlent Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira