Umfjöllun: Njarðvík númeri of stórt fyrir Stjörnuna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. apríl 2010 20:49 Njarðvík er komið í undanúrslit Iceland Express-deildar karla eftir sigur á Stjörnunni, 72-88, í oddaleik í Ásgarði í kvöld. Njarðvík mætir Keflavík í undanúrslitunum. Leikurinn byrjaði með miklum látum. Mikill hraði í leik beggja liða og menn ófeimnir við að fara upp í þriggja stiga skotin. Jóhann Árni í aðalhlutverki hjá Njarðvík framan af og Jovan hinum megin. Báðir komnir með tíu stig áður en leikhlutinn var allur. Jovan spilaði reyndar eins og hann væri andsetinn en honum héldu engin bönd. Hann skoraði 17 af 23 stigum Stjörnunnar í fyrsta leikhluta en heimamenn leiddu eftir hann 23-21. Stjörnumenn héldu Njarðvík í hæfilegri fjarlægð nær allan annan leikhluta. Þá datt Nick Bradford loks í gírinn, sullaði niður tveim þriggja stiga körfum og leikurinn jafnaðist. Eins stigs munur í leikhléi, 45-44, og allt opið. Stjörnumenn voru með 75 prósent skotnýtingu í tveggja stiga skotum í fyrri hálfleik. Þann hita komu þeir ekki með á völlinn í síðari hálfleik þar sem þeir voru algjörlega meðvitundarlausir í upphafi hálfleiksins. Skoruðu aðeins tvö stig á fyrstu fimm mínútunum, voru hikandi í sóknarleik sínum og að taka slæm skot. Njarðvík gekk á lagið og náði fínni forystu, 47-56, en þá var Teiti Örlygssyni, þjálfara Stjörnunnar, nóg boðið og hann tók leikhlé. Leikur liðsins skánaði nokkuð eftir leikhléið en ekki nóg. Njarðvík með fína forystu fyrir lokaleikhlutann, 58-67. Njarðvíkingar komu funheitir út í lokaleikhlutann, röðuðu niður þriggja stiga körfum í bunkum og í raun kláruðu leikinn. Stjörnumenn reyndu hvað þeir gátu en þeir voru einfaldlega slakari en Njarðvíkingar sem eru verðskuldað komnir áfram. Jovan hélt Stjörnunni á floti lengi vel en þegar hann kólnaði steig enginn leikmaður upp hjá Stjörnunni. Shouse átti sína spretti en aðrir leikmenn einfaldlega slakir. Það gengur aldrei upp gegn liði eins og Njarðvík. Það voru aftur á móti margir menn að spila vel hjá Njarðvík. Jóhann Árni sterkur allan leikinn sem og gamli maðurinn Friðrik Stefánsson sem var magnaður. Skoraði meira að segja þriggja stiga körfu. Magnús kom upp í síðari hálfleik og Bradford var drjúgur. Stjarnan-Njarðvík 72-88 Stjarnan: Jovan Zdravevski 23/4 fráköst, Justin Shouse 20/4 fráköst/10 stoðsendingar, Djorde Pantelic 9/10 fráköst/4 varin skot, Fannar Freyr Helgason 8, Magnús Helgason 6/6 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 4, Guðjón Lárusson 2. Njarðvík: Magnús Þór Gunnarsson 20/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 20/6 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 20/9 fráköst, Nick Bradford 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Páll Kristinsson 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 5, Rúnar Ingi Erlingsson 4. Dominos-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Njarðvík er komið í undanúrslit Iceland Express-deildar karla eftir sigur á Stjörnunni, 72-88, í oddaleik í Ásgarði í kvöld. Njarðvík mætir Keflavík í undanúrslitunum. Leikurinn byrjaði með miklum látum. Mikill hraði í leik beggja liða og menn ófeimnir við að fara upp í þriggja stiga skotin. Jóhann Árni í aðalhlutverki hjá Njarðvík framan af og Jovan hinum megin. Báðir komnir með tíu stig áður en leikhlutinn var allur. Jovan spilaði reyndar eins og hann væri andsetinn en honum héldu engin bönd. Hann skoraði 17 af 23 stigum Stjörnunnar í fyrsta leikhluta en heimamenn leiddu eftir hann 23-21. Stjörnumenn héldu Njarðvík í hæfilegri fjarlægð nær allan annan leikhluta. Þá datt Nick Bradford loks í gírinn, sullaði niður tveim þriggja stiga körfum og leikurinn jafnaðist. Eins stigs munur í leikhléi, 45-44, og allt opið. Stjörnumenn voru með 75 prósent skotnýtingu í tveggja stiga skotum í fyrri hálfleik. Þann hita komu þeir ekki með á völlinn í síðari hálfleik þar sem þeir voru algjörlega meðvitundarlausir í upphafi hálfleiksins. Skoruðu aðeins tvö stig á fyrstu fimm mínútunum, voru hikandi í sóknarleik sínum og að taka slæm skot. Njarðvík gekk á lagið og náði fínni forystu, 47-56, en þá var Teiti Örlygssyni, þjálfara Stjörnunnar, nóg boðið og hann tók leikhlé. Leikur liðsins skánaði nokkuð eftir leikhléið en ekki nóg. Njarðvík með fína forystu fyrir lokaleikhlutann, 58-67. Njarðvíkingar komu funheitir út í lokaleikhlutann, röðuðu niður þriggja stiga körfum í bunkum og í raun kláruðu leikinn. Stjörnumenn reyndu hvað þeir gátu en þeir voru einfaldlega slakari en Njarðvíkingar sem eru verðskuldað komnir áfram. Jovan hélt Stjörnunni á floti lengi vel en þegar hann kólnaði steig enginn leikmaður upp hjá Stjörnunni. Shouse átti sína spretti en aðrir leikmenn einfaldlega slakir. Það gengur aldrei upp gegn liði eins og Njarðvík. Það voru aftur á móti margir menn að spila vel hjá Njarðvík. Jóhann Árni sterkur allan leikinn sem og gamli maðurinn Friðrik Stefánsson sem var magnaður. Skoraði meira að segja þriggja stiga körfu. Magnús kom upp í síðari hálfleik og Bradford var drjúgur. Stjarnan-Njarðvík 72-88 Stjarnan: Jovan Zdravevski 23/4 fráköst, Justin Shouse 20/4 fráköst/10 stoðsendingar, Djorde Pantelic 9/10 fráköst/4 varin skot, Fannar Freyr Helgason 8, Magnús Helgason 6/6 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 4, Guðjón Lárusson 2. Njarðvík: Magnús Þór Gunnarsson 20/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 20/6 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 20/9 fráköst, Nick Bradford 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Páll Kristinsson 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 5, Rúnar Ingi Erlingsson 4.
Dominos-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum