Umfjöllun: Njarðvík númeri of stórt fyrir Stjörnuna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. apríl 2010 20:49 Njarðvík er komið í undanúrslit Iceland Express-deildar karla eftir sigur á Stjörnunni, 72-88, í oddaleik í Ásgarði í kvöld. Njarðvík mætir Keflavík í undanúrslitunum. Leikurinn byrjaði með miklum látum. Mikill hraði í leik beggja liða og menn ófeimnir við að fara upp í þriggja stiga skotin. Jóhann Árni í aðalhlutverki hjá Njarðvík framan af og Jovan hinum megin. Báðir komnir með tíu stig áður en leikhlutinn var allur. Jovan spilaði reyndar eins og hann væri andsetinn en honum héldu engin bönd. Hann skoraði 17 af 23 stigum Stjörnunnar í fyrsta leikhluta en heimamenn leiddu eftir hann 23-21. Stjörnumenn héldu Njarðvík í hæfilegri fjarlægð nær allan annan leikhluta. Þá datt Nick Bradford loks í gírinn, sullaði niður tveim þriggja stiga körfum og leikurinn jafnaðist. Eins stigs munur í leikhléi, 45-44, og allt opið. Stjörnumenn voru með 75 prósent skotnýtingu í tveggja stiga skotum í fyrri hálfleik. Þann hita komu þeir ekki með á völlinn í síðari hálfleik þar sem þeir voru algjörlega meðvitundarlausir í upphafi hálfleiksins. Skoruðu aðeins tvö stig á fyrstu fimm mínútunum, voru hikandi í sóknarleik sínum og að taka slæm skot. Njarðvík gekk á lagið og náði fínni forystu, 47-56, en þá var Teiti Örlygssyni, þjálfara Stjörnunnar, nóg boðið og hann tók leikhlé. Leikur liðsins skánaði nokkuð eftir leikhléið en ekki nóg. Njarðvík með fína forystu fyrir lokaleikhlutann, 58-67. Njarðvíkingar komu funheitir út í lokaleikhlutann, röðuðu niður þriggja stiga körfum í bunkum og í raun kláruðu leikinn. Stjörnumenn reyndu hvað þeir gátu en þeir voru einfaldlega slakari en Njarðvíkingar sem eru verðskuldað komnir áfram. Jovan hélt Stjörnunni á floti lengi vel en þegar hann kólnaði steig enginn leikmaður upp hjá Stjörnunni. Shouse átti sína spretti en aðrir leikmenn einfaldlega slakir. Það gengur aldrei upp gegn liði eins og Njarðvík. Það voru aftur á móti margir menn að spila vel hjá Njarðvík. Jóhann Árni sterkur allan leikinn sem og gamli maðurinn Friðrik Stefánsson sem var magnaður. Skoraði meira að segja þriggja stiga körfu. Magnús kom upp í síðari hálfleik og Bradford var drjúgur. Stjarnan-Njarðvík 72-88 Stjarnan: Jovan Zdravevski 23/4 fráköst, Justin Shouse 20/4 fráköst/10 stoðsendingar, Djorde Pantelic 9/10 fráköst/4 varin skot, Fannar Freyr Helgason 8, Magnús Helgason 6/6 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 4, Guðjón Lárusson 2. Njarðvík: Magnús Þór Gunnarsson 20/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 20/6 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 20/9 fráköst, Nick Bradford 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Páll Kristinsson 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 5, Rúnar Ingi Erlingsson 4. Dominos-deild karla Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
Njarðvík er komið í undanúrslit Iceland Express-deildar karla eftir sigur á Stjörnunni, 72-88, í oddaleik í Ásgarði í kvöld. Njarðvík mætir Keflavík í undanúrslitunum. Leikurinn byrjaði með miklum látum. Mikill hraði í leik beggja liða og menn ófeimnir við að fara upp í þriggja stiga skotin. Jóhann Árni í aðalhlutverki hjá Njarðvík framan af og Jovan hinum megin. Báðir komnir með tíu stig áður en leikhlutinn var allur. Jovan spilaði reyndar eins og hann væri andsetinn en honum héldu engin bönd. Hann skoraði 17 af 23 stigum Stjörnunnar í fyrsta leikhluta en heimamenn leiddu eftir hann 23-21. Stjörnumenn héldu Njarðvík í hæfilegri fjarlægð nær allan annan leikhluta. Þá datt Nick Bradford loks í gírinn, sullaði niður tveim þriggja stiga körfum og leikurinn jafnaðist. Eins stigs munur í leikhléi, 45-44, og allt opið. Stjörnumenn voru með 75 prósent skotnýtingu í tveggja stiga skotum í fyrri hálfleik. Þann hita komu þeir ekki með á völlinn í síðari hálfleik þar sem þeir voru algjörlega meðvitundarlausir í upphafi hálfleiksins. Skoruðu aðeins tvö stig á fyrstu fimm mínútunum, voru hikandi í sóknarleik sínum og að taka slæm skot. Njarðvík gekk á lagið og náði fínni forystu, 47-56, en þá var Teiti Örlygssyni, þjálfara Stjörnunnar, nóg boðið og hann tók leikhlé. Leikur liðsins skánaði nokkuð eftir leikhléið en ekki nóg. Njarðvík með fína forystu fyrir lokaleikhlutann, 58-67. Njarðvíkingar komu funheitir út í lokaleikhlutann, röðuðu niður þriggja stiga körfum í bunkum og í raun kláruðu leikinn. Stjörnumenn reyndu hvað þeir gátu en þeir voru einfaldlega slakari en Njarðvíkingar sem eru verðskuldað komnir áfram. Jovan hélt Stjörnunni á floti lengi vel en þegar hann kólnaði steig enginn leikmaður upp hjá Stjörnunni. Shouse átti sína spretti en aðrir leikmenn einfaldlega slakir. Það gengur aldrei upp gegn liði eins og Njarðvík. Það voru aftur á móti margir menn að spila vel hjá Njarðvík. Jóhann Árni sterkur allan leikinn sem og gamli maðurinn Friðrik Stefánsson sem var magnaður. Skoraði meira að segja þriggja stiga körfu. Magnús kom upp í síðari hálfleik og Bradford var drjúgur. Stjarnan-Njarðvík 72-88 Stjarnan: Jovan Zdravevski 23/4 fráköst, Justin Shouse 20/4 fráköst/10 stoðsendingar, Djorde Pantelic 9/10 fráköst/4 varin skot, Fannar Freyr Helgason 8, Magnús Helgason 6/6 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 4, Guðjón Lárusson 2. Njarðvík: Magnús Þór Gunnarsson 20/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 20/6 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 20/9 fráköst, Nick Bradford 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Páll Kristinsson 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 5, Rúnar Ingi Erlingsson 4.
Dominos-deild karla Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn