Viðskipti erlent

Tiltekt í stjórn Illum, nýr forstjóri frá Magasin du Nord

Illum hefur verið á höttunum eftir nýjum forstjóra og nú er afráðið að það verður Sören Vadmand en hann kemur úr stöðu sem fjármálastjóri Magasin du Nord. Samvkæmt frétt um málið á börsen.dk hefur jafnframt verið tekið til í stjórn Illum og skipt þar út tveimur mönnum.

Þeir sem yfirgefa stjórnina eru íslenski fjárfestirinn Birgir Bieltved og Lars Liebst forstjóri Tívolí. Inn í stjórnina koma Johan Lorentzen og Vincent de Canniére. Oscar Crohn forstjóri Straums í Danmörku verður áfram stjórnarformaður Illum.

Sem kunnugt er af fréttum var Illum nýlega yfirtekið í samvinnu Straums og alþjóða fjárfestirins Alshair Fiyaz sem er frá Pakistan.

Oscar Crohn segir í tilkynningu um málið að koma Sören Vadmand muni koma félaginu til góða í því stækkunarferli sem Illum hefur sett í gang. Vadmand hafi mikla reynslu í alþjóðlegum og dönskum verslunarrekstri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×