Umfjöllun: Endurkoma Blika fullkomnuð Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. júlí 2010 22:32 Úr leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Daníel Breiðabliksstúlkur sýndu ótrúlegan karakter í kvöld þegar þær tryggðu sér 3-2 sigur á Þór/KA á heimavelli en þær unnu sig úr stöðunni 0-2 manni færri. Með þessu hafa þessi lið sætaskipti í 2. og 3. sæti, Breiðablik situr nú í 2. sæti með 23 stig, sex stigum á eftir Valsstúlkum sem eru efstar. Fyrsta mark leiksins kom á 15. mínútu, en þar var að verki Elva Friðjónsdóttir eftir góða aukaspyrnu Bojana Besic af vinstri kantinum og nýtti hún sér sofandahátt varnarlínu Blikastúlkna og skallaði framhjá Katherine Loomis í marki Blika. Stuttu seinna átti sér stað umdeilt atvik, Mateja Zver slapp þá ein í gegnum vörn Breiðabliks og virtist Anna Birna Þorvarðardóttir fella hana. Hinsvegar virtist Mateja vera rangstæð þegar sendingin kom inn fyrir vörn Breiðabliks ásamt því að Anna Birna þverneitaði eftir leik að hafa snert Mateju. Hinsvegar hafði Hákon Þorsteinsson flautað og þurfti hann því að vísa Önnu Birnu af velli. Norðanstúlkur voru ekki lengi að nýta sér þetta en þær skoruðu annað mark á 27. mínútu og var þar að verki Mateja eftir að hafa sundurspilað vörn Blika í samspili við Vesnu Smiljkovic og lagði hún boltann framhjá Katherine. Blikar voru þó fljótar að svara, Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði gott mark aðeins mínútu síðar með góðu skoti af markteigshorninu. Því fóru liðin inn í hálfleik í stöðunni 1-2. Eftir aðeins fimmtán mínútna leik í seinni hálfleik var Greta Mjöll á ferðinni aftur með sitt annað mark í leiknum en það kom eftir góða fyrirgjöf frá Fanndísi Friðriksdóttir á hægri kantinum og skoraði Greta með skalla í fjærhornið. Bæði lið áttu fín færi eftir þetta en sigurmark Blikastúlkna kom svo á 79. mínútu og var þar að verki varamaðurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Fanndís átti þá góða fyrirgjöf aftur af hægri kanti og fékk Berglind boltann fyrir auðu marki og átti ekki í erfiðleikum með að setja boltann í netið. Litlu mátti muna að Þórsarar jöfnuðu á 92. mínútu en þá fékk Mateja gott færi en Katherine varði vel og héldu Blikastúlkurnar tíu héldu út. Gríðarlega sterkur sigur hjá þeim og geta þær verið ánægðar með spilamennsku sýna þrátt fyrir að hafa verið manni færri svona lengi. Hinsvegar hljóta Þór/KA stelpur að naga sig í handarbökin eftir að hafa tapað niður 2-0 forystu manni fleiri í stórslag þar sem þær þurftu stigin þrjú til að halda í við Valsstúlkur á toppnum. Breiðablik 3 – 2 Þór/KA 0-1 Elva Friðjónsdóttir(15.) 0-2 Mateja Zver (27.) 1-2 Greta Mjöll Samúelsdóttir(28.) 2-2 Greta Mjöll Samúelsdóttir(60.) 3-2 Berglind Björk Þorvaldsdóttir(79.) Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Hákon Þorsteinsson Skot (á mark): 10 – 10 ( 7–7) Varin skot: Katherine 5 – Helena 4 Horn: 6 - 1 Aukaspyrnur fengnar: 9 - 8 Rangstöður: 1 - 0 Breiðablik (4 -5-1) Katherine Loomis Guðrún Erla Hilmarsdóttir (83. Hekla Pálmadóttir) Anna Birna Þorvarðardóttir Maura Q Ryan Sandra Sif Magnúsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Greta Mjöll Samúelsdóttir (83. Hildur Sif Hauksdóttir) Jóna Kristín Hauksdóttir (58. Berglind Björg Þorvaldsdóttir) Þór/KA (4 -3-3) Helena Jónsdóttir Rakel Hinriksdóttir Bojana Besic Silvía Rán Sigurðardóttir Inga Dís Júlíusdóttir Elva Friðjónsdóttir Arna Sif Ásgrímsdóttir Vesna Smiljkovic Rakel Hönnudóttir Mateja Zver Gígja Valgerður Harðardóttir (64. Lára Einarsdóttir). Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira
Breiðabliksstúlkur sýndu ótrúlegan karakter í kvöld þegar þær tryggðu sér 3-2 sigur á Þór/KA á heimavelli en þær unnu sig úr stöðunni 0-2 manni færri. Með þessu hafa þessi lið sætaskipti í 2. og 3. sæti, Breiðablik situr nú í 2. sæti með 23 stig, sex stigum á eftir Valsstúlkum sem eru efstar. Fyrsta mark leiksins kom á 15. mínútu, en þar var að verki Elva Friðjónsdóttir eftir góða aukaspyrnu Bojana Besic af vinstri kantinum og nýtti hún sér sofandahátt varnarlínu Blikastúlkna og skallaði framhjá Katherine Loomis í marki Blika. Stuttu seinna átti sér stað umdeilt atvik, Mateja Zver slapp þá ein í gegnum vörn Breiðabliks og virtist Anna Birna Þorvarðardóttir fella hana. Hinsvegar virtist Mateja vera rangstæð þegar sendingin kom inn fyrir vörn Breiðabliks ásamt því að Anna Birna þverneitaði eftir leik að hafa snert Mateju. Hinsvegar hafði Hákon Þorsteinsson flautað og þurfti hann því að vísa Önnu Birnu af velli. Norðanstúlkur voru ekki lengi að nýta sér þetta en þær skoruðu annað mark á 27. mínútu og var þar að verki Mateja eftir að hafa sundurspilað vörn Blika í samspili við Vesnu Smiljkovic og lagði hún boltann framhjá Katherine. Blikar voru þó fljótar að svara, Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði gott mark aðeins mínútu síðar með góðu skoti af markteigshorninu. Því fóru liðin inn í hálfleik í stöðunni 1-2. Eftir aðeins fimmtán mínútna leik í seinni hálfleik var Greta Mjöll á ferðinni aftur með sitt annað mark í leiknum en það kom eftir góða fyrirgjöf frá Fanndísi Friðriksdóttir á hægri kantinum og skoraði Greta með skalla í fjærhornið. Bæði lið áttu fín færi eftir þetta en sigurmark Blikastúlkna kom svo á 79. mínútu og var þar að verki varamaðurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Fanndís átti þá góða fyrirgjöf aftur af hægri kanti og fékk Berglind boltann fyrir auðu marki og átti ekki í erfiðleikum með að setja boltann í netið. Litlu mátti muna að Þórsarar jöfnuðu á 92. mínútu en þá fékk Mateja gott færi en Katherine varði vel og héldu Blikastúlkurnar tíu héldu út. Gríðarlega sterkur sigur hjá þeim og geta þær verið ánægðar með spilamennsku sýna þrátt fyrir að hafa verið manni færri svona lengi. Hinsvegar hljóta Þór/KA stelpur að naga sig í handarbökin eftir að hafa tapað niður 2-0 forystu manni fleiri í stórslag þar sem þær þurftu stigin þrjú til að halda í við Valsstúlkur á toppnum. Breiðablik 3 – 2 Þór/KA 0-1 Elva Friðjónsdóttir(15.) 0-2 Mateja Zver (27.) 1-2 Greta Mjöll Samúelsdóttir(28.) 2-2 Greta Mjöll Samúelsdóttir(60.) 3-2 Berglind Björk Þorvaldsdóttir(79.) Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Hákon Þorsteinsson Skot (á mark): 10 – 10 ( 7–7) Varin skot: Katherine 5 – Helena 4 Horn: 6 - 1 Aukaspyrnur fengnar: 9 - 8 Rangstöður: 1 - 0 Breiðablik (4 -5-1) Katherine Loomis Guðrún Erla Hilmarsdóttir (83. Hekla Pálmadóttir) Anna Birna Þorvarðardóttir Maura Q Ryan Sandra Sif Magnúsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Greta Mjöll Samúelsdóttir (83. Hildur Sif Hauksdóttir) Jóna Kristín Hauksdóttir (58. Berglind Björg Þorvaldsdóttir) Þór/KA (4 -3-3) Helena Jónsdóttir Rakel Hinriksdóttir Bojana Besic Silvía Rán Sigurðardóttir Inga Dís Júlíusdóttir Elva Friðjónsdóttir Arna Sif Ásgrímsdóttir Vesna Smiljkovic Rakel Hönnudóttir Mateja Zver Gígja Valgerður Harðardóttir (64. Lára Einarsdóttir).
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira