Hamilton enn með titilvon í brjósti 29. september 2010 15:34 Lewis Hamilton er í þriðja sæti í stigamótinu, en var efstur um tíma. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren er ekki búinn að gefa upp vonina um Formúlu 1 meistaratitil á þessu ári, þó hann hafi verið svekktur að falla úr leik í öðru mótinu í röð á sunnudaginn í Singapúr. "Ég var vissulega svekktur á sunnudagskvöld. Það er alltaf erfitt að sætta sig við svona upplifun. Það tekur tíma", sagði Hamilton í frétt á autosport.com þar sem vitnað er í heimasíðu kappans. Hamilton lenti í samstuði við Mark Webber og féll úr leik og tapaði dýrmætum stigum í stigakeppni ökumanna, þar sem fimm kappar berjast um titilinn. "Ég hugsa ekki um orðinn hlut, eða skoða það að ég féll úr leik á Spáni og Ungverjalandi og svo í síðustu tveimur mótum. Ég horfi til næstu fjögurra móta, en ég hef ekki unnið sigur á þessum brautum. Ég verð því enn einbeittari en ella." Hamilton er í þriðja sæti í stigamótinu og 20 stigum á eftir Webber sem er í forystu. "Ég er einum sigri frá toppnum, en stigamunurinn virðist meiri en hann er á blaði. Miðað við gamla stigakerfið eru þetta 8 stig og það er ekkert miðað við að fjórum mótum er ólokið", sagði Hamilton. Hamilton sagðist hafa verið óheppinn í tveimur síðustu mótum og ekki síst í Singapúr þar sem Webber ók á hann að hans sögn og sprengdi dekk. Hamilton taldi sig hafa verið í aksturslínunni og hafa verið kominn hálfa bíllengd framúr. Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren er ekki búinn að gefa upp vonina um Formúlu 1 meistaratitil á þessu ári, þó hann hafi verið svekktur að falla úr leik í öðru mótinu í röð á sunnudaginn í Singapúr. "Ég var vissulega svekktur á sunnudagskvöld. Það er alltaf erfitt að sætta sig við svona upplifun. Það tekur tíma", sagði Hamilton í frétt á autosport.com þar sem vitnað er í heimasíðu kappans. Hamilton lenti í samstuði við Mark Webber og féll úr leik og tapaði dýrmætum stigum í stigakeppni ökumanna, þar sem fimm kappar berjast um titilinn. "Ég hugsa ekki um orðinn hlut, eða skoða það að ég féll úr leik á Spáni og Ungverjalandi og svo í síðustu tveimur mótum. Ég horfi til næstu fjögurra móta, en ég hef ekki unnið sigur á þessum brautum. Ég verð því enn einbeittari en ella." Hamilton er í þriðja sæti í stigamótinu og 20 stigum á eftir Webber sem er í forystu. "Ég er einum sigri frá toppnum, en stigamunurinn virðist meiri en hann er á blaði. Miðað við gamla stigakerfið eru þetta 8 stig og það er ekkert miðað við að fjórum mótum er ólokið", sagði Hamilton. Hamilton sagðist hafa verið óheppinn í tveimur síðustu mótum og ekki síst í Singapúr þar sem Webber ók á hann að hans sögn og sprengdi dekk. Hamilton taldi sig hafa verið í aksturslínunni og hafa verið kominn hálfa bíllengd framúr.
Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira