Benti á Svedda tönn 16. júlí 2010 00:01 Tveir sakborningar, sem ekki þekktust, sögðu lögreglu að Davíð Garðarsson væri viðriðinn málið. Nú hefur sá framburður snarlega breyst eftir samskipti þeirra við Davíð. Fréttablaðið/vilhelm Sakborningur í stóru fíkniefnamáli bar fyrir dómi í gær að Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, hefði lagt á ráðin um innflutning efnanna, ríflega eins og hálfs kílós af kókaíni. Annar sakborningur viðurkenndi að hafa átt samskipti að undanförnu við Sverri, sem dvelur á Spáni, og millifært á hann þrjár milljónir um síðustu jól. Sverrir Þór, sem á árum áður var kallaður Sveddi tönn í undirheimunum vegna tannlýtis, hlaut árið 2000 sjö og hálfs árs fangelsisdóm fyrir þátttöku sína í stóra fíkniefnamálinu svokallaða. Síðan hann kom úr fangelsi hefur hann dvalið erlendis, meðal annars í Brasilíu og á Spáni. Lögregla hérlendis hefur hann grunaðan um að vera höfuðpaurinn á bak við margar smygltilraunir og innflutning á miklu magni af fíkniefnum til Íslands undanfarin ár, frá Spáni og Suður-Ameríku. Síðan kókaínmálið, sem tekið var til meðferðar í gær, kom upp hefur íslensk og spænsk lögregla leitað Sverris á Spáni án árangurs. Fyrir dómi í gær játaði burðardýr kókaínsins, Jóhannes Mýrdal, að hafa farið til Alicante og tekið við ferðatöskum sem innihéldu kókaínið. Hann sagðist hafa talið að um kannabisefni væri að ræða og að hann hafi átt að fá hálfa til eina milljón fyrir viðvikið. Orri Freyr Gíslason og Pétur Jökull Jónasson eru einnig ákærðir í málinu en vísa hvor á annan. Orri og Pétur þekktust ekki fyrir handtöku en í yfirheyrslum hjá lögreglu bendluðu þeir báðir Davíð Garðarsson við málið. Hann er einnig ákærður í málinu. Davíð er dæmdur nauðgari og var á flótta undan réttvísinni í útlöndum í hálft annað ár. Á þeim tíma dvaldi hann meðal annars hjá Sverri Þór í Brasilíu. Í réttarsalnum í gær gjörbreyttist framburður Orra og Péturs og kannaðist þá hvorugur við aðild Davíðs. Þetta þótti saksóknara grunsamlegt og spurði hvort Davíð hefði rætt við mennina tvo eftir að þeir voru handteknir. Því játti Davíð. Spurður hvort honum þætti ekki einkennilegt að framburðurinn hefði breyst svo mikið eftir þau samskipti svaraði Davíð engu. Orri sagði hins vegar hugmyndina að smyglinu komna frá Sverri Þór og fimmta sakborningnum, Guðlaugi Agnari Guðmundssyni, sem ákærður er fyrir skipulagningu og fjármögnun smyglsins. Guðlaugur neitaði alfarið sök fyrir dómi í gær. Hann gekkst þó við því að þekkja Sverri. Þeir hefðu verið vinir í fjögur ár og um jólin hefði hann millifært til Sverris þrjár milljónir. Guðlaugur, sem hefur dvalið mikið erlendis síðustu ár, meðal annars í Brasilíu og á Spáni, sagðist hins vegar ekkert vita um tengsl Sverris við fíkniefni. Sverrir er ekki ákærður í málinu enda hefur hann ekki fundist svo taka megi af honum skýrslu. Komi hann í leitirnar er hins vegar ekki útilokað að hann verði þá dreginn fyrir dóm. Sveddi tönn handtekinn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Sakborningur í stóru fíkniefnamáli bar fyrir dómi í gær að Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, hefði lagt á ráðin um innflutning efnanna, ríflega eins og hálfs kílós af kókaíni. Annar sakborningur viðurkenndi að hafa átt samskipti að undanförnu við Sverri, sem dvelur á Spáni, og millifært á hann þrjár milljónir um síðustu jól. Sverrir Þór, sem á árum áður var kallaður Sveddi tönn í undirheimunum vegna tannlýtis, hlaut árið 2000 sjö og hálfs árs fangelsisdóm fyrir þátttöku sína í stóra fíkniefnamálinu svokallaða. Síðan hann kom úr fangelsi hefur hann dvalið erlendis, meðal annars í Brasilíu og á Spáni. Lögregla hérlendis hefur hann grunaðan um að vera höfuðpaurinn á bak við margar smygltilraunir og innflutning á miklu magni af fíkniefnum til Íslands undanfarin ár, frá Spáni og Suður-Ameríku. Síðan kókaínmálið, sem tekið var til meðferðar í gær, kom upp hefur íslensk og spænsk lögregla leitað Sverris á Spáni án árangurs. Fyrir dómi í gær játaði burðardýr kókaínsins, Jóhannes Mýrdal, að hafa farið til Alicante og tekið við ferðatöskum sem innihéldu kókaínið. Hann sagðist hafa talið að um kannabisefni væri að ræða og að hann hafi átt að fá hálfa til eina milljón fyrir viðvikið. Orri Freyr Gíslason og Pétur Jökull Jónasson eru einnig ákærðir í málinu en vísa hvor á annan. Orri og Pétur þekktust ekki fyrir handtöku en í yfirheyrslum hjá lögreglu bendluðu þeir báðir Davíð Garðarsson við málið. Hann er einnig ákærður í málinu. Davíð er dæmdur nauðgari og var á flótta undan réttvísinni í útlöndum í hálft annað ár. Á þeim tíma dvaldi hann meðal annars hjá Sverri Þór í Brasilíu. Í réttarsalnum í gær gjörbreyttist framburður Orra og Péturs og kannaðist þá hvorugur við aðild Davíðs. Þetta þótti saksóknara grunsamlegt og spurði hvort Davíð hefði rætt við mennina tvo eftir að þeir voru handteknir. Því játti Davíð. Spurður hvort honum þætti ekki einkennilegt að framburðurinn hefði breyst svo mikið eftir þau samskipti svaraði Davíð engu. Orri sagði hins vegar hugmyndina að smyglinu komna frá Sverri Þór og fimmta sakborningnum, Guðlaugi Agnari Guðmundssyni, sem ákærður er fyrir skipulagningu og fjármögnun smyglsins. Guðlaugur neitaði alfarið sök fyrir dómi í gær. Hann gekkst þó við því að þekkja Sverri. Þeir hefðu verið vinir í fjögur ár og um jólin hefði hann millifært til Sverris þrjár milljónir. Guðlaugur, sem hefur dvalið mikið erlendis síðustu ár, meðal annars í Brasilíu og á Spáni, sagðist hins vegar ekkert vita um tengsl Sverris við fíkniefni. Sverrir er ekki ákærður í málinu enda hefur hann ekki fundist svo taka megi af honum skýrslu. Komi hann í leitirnar er hins vegar ekki útilokað að hann verði þá dreginn fyrir dóm.
Sveddi tönn handtekinn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira