Albuquerque kátur að sjá við tveimur heimsmeisturum 28. nóvember 2010 18:21 Filipe Albuquerque lagði Sebastian Loeb í úrslitarimmu í kappakstursmóti meistaranna í Þýskalandi í dag. Mynd: Getty Images/Stuart Franklin Portúgalinn Filipe Albuquerque var kampakátur með að vinna kappakstursmót meistaranna í Düsseldorf í dag. Hann lagði í Formúlu 1 heimsmeistarann Þjóðverjann Sebastian Vettel í undanúrslitum og Frakkann Sebastian Loeb, heimsmeistara í rallakstri í úrslitum. Albuquerque er ekki heimsþekktur ökumaður á borð við þá tvo sem hann sá við í mótinu á lokasprettinum. Keppt var á malbikuðu mótssvæði sem hafði verið sett á knattspyrnuvöll í Dusseldorf og var ekið á tveimur brautum sem lágu að hluta til samhliða. Keppt var á ýmiskonar farartækjum. "Þetta var minn dagur. Allt gekk vel og ég gerði engin mistök. Ég mætti svo góðum ökumönnum og varð að vinna Sebastian Vettel í tvígang og í úrslitum, maður lifandi, Sebastian (Loeb) var í stuði", sagði Albuquerque um mótið í dag. "Ég gerði bara mitt og þegar ég vann fyrra skiptið í úrslitum var ég mjög glaður. Ég gerði mistök í næsta spretti og Loeb vann. Smá mistök geta verið dýrkeypt. En í úrslitarimminunni þá ók ég af mýkt og án mistaka. Ég trúi þessu ekkki að ég hafi komið í fyrsta skipti og unnið. Get ekki beðið um meira." "Að vinna fræga kappa, þar á meðal Vettel í Þýskalandi, sem er nýbúinn að tryggja sér heimsmeistaratitil, það er frábært", sagði Albuquerque. Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Portúgalinn Filipe Albuquerque var kampakátur með að vinna kappakstursmót meistaranna í Düsseldorf í dag. Hann lagði í Formúlu 1 heimsmeistarann Þjóðverjann Sebastian Vettel í undanúrslitum og Frakkann Sebastian Loeb, heimsmeistara í rallakstri í úrslitum. Albuquerque er ekki heimsþekktur ökumaður á borð við þá tvo sem hann sá við í mótinu á lokasprettinum. Keppt var á malbikuðu mótssvæði sem hafði verið sett á knattspyrnuvöll í Dusseldorf og var ekið á tveimur brautum sem lágu að hluta til samhliða. Keppt var á ýmiskonar farartækjum. "Þetta var minn dagur. Allt gekk vel og ég gerði engin mistök. Ég mætti svo góðum ökumönnum og varð að vinna Sebastian Vettel í tvígang og í úrslitum, maður lifandi, Sebastian (Loeb) var í stuði", sagði Albuquerque um mótið í dag. "Ég gerði bara mitt og þegar ég vann fyrra skiptið í úrslitum var ég mjög glaður. Ég gerði mistök í næsta spretti og Loeb vann. Smá mistök geta verið dýrkeypt. En í úrslitarimminunni þá ók ég af mýkt og án mistaka. Ég trúi þessu ekkki að ég hafi komið í fyrsta skipti og unnið. Get ekki beðið um meira." "Að vinna fræga kappa, þar á meðal Vettel í Þýskalandi, sem er nýbúinn að tryggja sér heimsmeistaratitil, það er frábært", sagði Albuquerque.
Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira