Schumacher nær toppnum en úrslit sýna 30. mars 2010 15:46 Schumacher nýtur sín í Formúlu 1 á ný. mynd: Getty Images Michael Schumacher er ekkert að fara af límingunum þó hann hafi aðeins náð tíunda sæti í ástralska kappakstrinum. Keyrt var á hann í fyrstu beygju mótsins og hann þurfti aukahlé sem kostaði hann dýrmætan tíma. Hann var því aftarlega á merinni eftir auka þjónustuhlé og lauk keppni í tíunda sæti. "Það gæti hljómað einkennilega en það komu jákvæðir þættir út úr síðustu keppni. Við getum verið sáttir, þó það virðist ekki við fyrstu sýn", sagði Schumacher á vefsíðu sinni. "Ég tel að bæði ég og Nico Rosberg hefðum getið verið 2-3 sætum framar í tímatökunni, eftir nána skoðun. Uppsetning á mínum bíl var of varfærnisleg, sem tók mið af kappakstrinum. Svo voru tvær afrifnar filmur af hjálmum ökumanna fastar í framvængnum sem kostaði tíma. Ef ég hefði verið framar á ráslínu hefði ég verið í slag um verðlaunasæti." "Þetta þýðir að verið erum ekkert of langt frá toppnum og að við eigum meira inni. Við förum til Malasíu vitandi það að við höfum bætt okkur. Það var gaman að berjast í Melbourne, jafnvel þó það væri bara fyrir einu stigi", sagði Schumacher sem náði síðasta stigasætinu af Jamie Alguersuari og Pedro de la Rosa með framúrakstri í seinni hluta keppninnar. Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Michael Schumacher er ekkert að fara af límingunum þó hann hafi aðeins náð tíunda sæti í ástralska kappakstrinum. Keyrt var á hann í fyrstu beygju mótsins og hann þurfti aukahlé sem kostaði hann dýrmætan tíma. Hann var því aftarlega á merinni eftir auka þjónustuhlé og lauk keppni í tíunda sæti. "Það gæti hljómað einkennilega en það komu jákvæðir þættir út úr síðustu keppni. Við getum verið sáttir, þó það virðist ekki við fyrstu sýn", sagði Schumacher á vefsíðu sinni. "Ég tel að bæði ég og Nico Rosberg hefðum getið verið 2-3 sætum framar í tímatökunni, eftir nána skoðun. Uppsetning á mínum bíl var of varfærnisleg, sem tók mið af kappakstrinum. Svo voru tvær afrifnar filmur af hjálmum ökumanna fastar í framvængnum sem kostaði tíma. Ef ég hefði verið framar á ráslínu hefði ég verið í slag um verðlaunasæti." "Þetta þýðir að verið erum ekkert of langt frá toppnum og að við eigum meira inni. Við förum til Malasíu vitandi það að við höfum bætt okkur. Það var gaman að berjast í Melbourne, jafnvel þó það væri bara fyrir einu stigi", sagði Schumacher sem náði síðasta stigasætinu af Jamie Alguersuari og Pedro de la Rosa með framúrakstri í seinni hluta keppninnar.
Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira