Briatore vill stuðning Red Bull við Webber í titilslagnum 7. október 2010 16:41 HjónakorninElisabetta Gregoraci og Flavio Briatore. Mynd: Getty Images Flavio Briatore, fyrrum framkvæmdarstjóri Renault Formúlu 1 liðsins segist ekki skilja afhverju Red Bull liðið styðji ekki Mark Webber umfram Sebastian Vettel í titilslagnum í Formúlu1. Fimm ökumenn eiga möguleika á titlinum og Webber er efstur að stigum, ellefu stigum á undan Fernando Alonso hjá Ferrari. "Ég skil ekki ýmislegt. Vettel tók stig af Webber í Singapúr, sem var gjöf til Ferrari. Jafnvel þó Webber hafi ekki verið með á nótunum í síðustu keppni og klikkaði í startinu, þá finnst mér það sem er að gerast með ólíkindum", sagði Briatore í frétt á autosport.com, en vitnað er í Gazetta dello Sport á Ítalíu. Briatore hefur mikið álit á Webber og hæfileikum hans. "Hann er stórkostlegur maður og fínn ökumaður. Hvernig sem fer, þá hefur hann komið á óvart. Hann var ekki meðal þeirra sem voru taldir líklegir, nema hjá mér og ég þekki hæfileika hans og vinnusemi. Hann hefur gripið hvert tækifæri sem hefur gefist og ég býst við honum í sóknarhug um helgina í Japan., sagði Briatore. Briatore telur Alonso besta ökumanninum á ráslínunni, þrátt fyrir hrós í garð Webbers. "Hann er öflugastur og veit í hvaða átt á að fara með liðið. Án hans hefði Renault ekki náð tveimur meistaratitlum. Alonso er í heimsklassa og það hefur skinið í gegn hjá Ferrari í síðustu tveimur mótum. Alonso lagði sitt fram, en þjónustumennirnir bættu við hæfileikum sínum varðandi þjónustuhlé og tæknimennirnir lagt fram góðan bíl. Briatore telur að Massa eigi að leika stuðningshlutverk með Ferrari í þeim mótum sem eftir eru. "Felipe er góður og fljótur, en hann verður að skilja að það er sérstakur ökumaður við hliðina á honum. Ég myndi anda rólega í hans sporum." Um Lewis Hamilton sem hefur fallið úr leik í tveimur mótum sagði Briatore. "Hamilton gerði þetta allt sjálfur og framúraksturinn sem hann reyndi í Singapúr hefði ekki getað endað á anna hátt. Að falla úr leik í tvígang í tveimru mótum er þungbært og ekki hægt að henda svona frá sér. Þetta er í annað skiptið sem þetta gerist, því hann gerði mistök árið 2007 (þá í titilslagnum). Ef hann hefði verið rólegur og beðið, þá væri hann enn í baráttunni núna. Og með Button sé ég ekki að hann eigi enn möguleika", sagði Briatore. Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Flavio Briatore, fyrrum framkvæmdarstjóri Renault Formúlu 1 liðsins segist ekki skilja afhverju Red Bull liðið styðji ekki Mark Webber umfram Sebastian Vettel í titilslagnum í Formúlu1. Fimm ökumenn eiga möguleika á titlinum og Webber er efstur að stigum, ellefu stigum á undan Fernando Alonso hjá Ferrari. "Ég skil ekki ýmislegt. Vettel tók stig af Webber í Singapúr, sem var gjöf til Ferrari. Jafnvel þó Webber hafi ekki verið með á nótunum í síðustu keppni og klikkaði í startinu, þá finnst mér það sem er að gerast með ólíkindum", sagði Briatore í frétt á autosport.com, en vitnað er í Gazetta dello Sport á Ítalíu. Briatore hefur mikið álit á Webber og hæfileikum hans. "Hann er stórkostlegur maður og fínn ökumaður. Hvernig sem fer, þá hefur hann komið á óvart. Hann var ekki meðal þeirra sem voru taldir líklegir, nema hjá mér og ég þekki hæfileika hans og vinnusemi. Hann hefur gripið hvert tækifæri sem hefur gefist og ég býst við honum í sóknarhug um helgina í Japan., sagði Briatore. Briatore telur Alonso besta ökumanninum á ráslínunni, þrátt fyrir hrós í garð Webbers. "Hann er öflugastur og veit í hvaða átt á að fara með liðið. Án hans hefði Renault ekki náð tveimur meistaratitlum. Alonso er í heimsklassa og það hefur skinið í gegn hjá Ferrari í síðustu tveimur mótum. Alonso lagði sitt fram, en þjónustumennirnir bættu við hæfileikum sínum varðandi þjónustuhlé og tæknimennirnir lagt fram góðan bíl. Briatore telur að Massa eigi að leika stuðningshlutverk með Ferrari í þeim mótum sem eftir eru. "Felipe er góður og fljótur, en hann verður að skilja að það er sérstakur ökumaður við hliðina á honum. Ég myndi anda rólega í hans sporum." Um Lewis Hamilton sem hefur fallið úr leik í tveimur mótum sagði Briatore. "Hamilton gerði þetta allt sjálfur og framúraksturinn sem hann reyndi í Singapúr hefði ekki getað endað á anna hátt. Að falla úr leik í tvígang í tveimru mótum er þungbært og ekki hægt að henda svona frá sér. Þetta er í annað skiptið sem þetta gerist, því hann gerði mistök árið 2007 (þá í titilslagnum). Ef hann hefði verið rólegur og beðið, þá væri hann enn í baráttunni núna. Og með Button sé ég ekki að hann eigi enn möguleika", sagði Briatore.
Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira