Hefur mikla þýðingu fyrir íslenskt tónlistarlíf 7. apríl 2010 11:00 Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Ólafur Páll Gunnarsson, betur þekktur sem Óli Palli á Rás 2, telja Söngkeppni framhaldsskólanna gegna mikilvægu hlutverki fyrir íslenskt tónlistarlíf. "Keppnin er gríðarlega stór vettvangur fyrir þessa krakka til að koma sér á framfæri. Fólk hefur líka svakalega gaman af því að horfa á þetta," segir Katrín. "Svo má heldur ekki gleyma því að margar af okkar skærustu stjörnum í tónlistarlífinu eru gamlir keppendur; Páll Óskar, Emilíana Torrini, Móeiður. Allt þetta fólk og fleiri hófu feril sinn í þessari keppni." Óli Palli er sammála Katrínu um mikilvægi söngkeppninnar fyrir íslenskt tónlistarlíf: "Ég man meira að segja hvar ég var og hvernig ég var klæddur þegar ég sá Móu stíga á svið í fyrsta skipti. Með þessa ótrúlega sérstöku, flottu rödd." Óli Palli segir keppnina einnig mikilvægan farveg fyrir framhaldsskólakrakka til að koma sér á framfæri. "Ásamt Músíktilraunum er þetta í raun einn helsti vettvangurinn fyrir stjörnur framtíðarinnar til að láta ljós sitt skína og það má ekki skemma." Katrín tók sjálf þátt í söngkeppninni á sínum tíma fyrir hönd Menntaskólans við Sund. "Þetta var frábær stemning, þó svo að ég hafi nú bara farið með lítið hlutverk," segir Katrín. "Ég var, ásamt tveimur öðrum bakrödd við lag Páls Óskars TF Stuð. En það þróaðist þannig að ég varð eina bakröddin sem steig á svið og úr því varð mikið atriði. Það er nauðsynlegt fyrir alla að fá að losa um sínar listrænu hvatir." "Já, þetta er bara mjög skemmtilegt í alla staði," segir Óli Palli. "Mér finnst þetta frábært krydd í íslenskt tónlistarlíf og skipta heilmiklu máli. Það er bráðnauðsynlegt að þetta haldi áfram. "Þarna hefur margt af okkar fremsta fólki í dag stigið sín fyrstu skref." Katrín segir að þrátt fyrir þær erfiðu aðstæður sem ríkja í samfélaginu í dag sé mikilvægt að keppnir sem þessar fái að lifa áfram. "Þetta er einn af hápunktum ársins fyrir framhaldsskólanema. Það er mikilvægt að keppnir sem þessar fái að halda sínu striki og þeim sé veittur allur sá stuðningur sem mögulegt er," segir Katrín. - sv Söngkeppni framhaldsskólanna Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Ólafur Páll Gunnarsson, betur þekktur sem Óli Palli á Rás 2, telja Söngkeppni framhaldsskólanna gegna mikilvægu hlutverki fyrir íslenskt tónlistarlíf. "Keppnin er gríðarlega stór vettvangur fyrir þessa krakka til að koma sér á framfæri. Fólk hefur líka svakalega gaman af því að horfa á þetta," segir Katrín. "Svo má heldur ekki gleyma því að margar af okkar skærustu stjörnum í tónlistarlífinu eru gamlir keppendur; Páll Óskar, Emilíana Torrini, Móeiður. Allt þetta fólk og fleiri hófu feril sinn í þessari keppni." Óli Palli er sammála Katrínu um mikilvægi söngkeppninnar fyrir íslenskt tónlistarlíf: "Ég man meira að segja hvar ég var og hvernig ég var klæddur þegar ég sá Móu stíga á svið í fyrsta skipti. Með þessa ótrúlega sérstöku, flottu rödd." Óli Palli segir keppnina einnig mikilvægan farveg fyrir framhaldsskólakrakka til að koma sér á framfæri. "Ásamt Músíktilraunum er þetta í raun einn helsti vettvangurinn fyrir stjörnur framtíðarinnar til að láta ljós sitt skína og það má ekki skemma." Katrín tók sjálf þátt í söngkeppninni á sínum tíma fyrir hönd Menntaskólans við Sund. "Þetta var frábær stemning, þó svo að ég hafi nú bara farið með lítið hlutverk," segir Katrín. "Ég var, ásamt tveimur öðrum bakrödd við lag Páls Óskars TF Stuð. En það þróaðist þannig að ég varð eina bakröddin sem steig á svið og úr því varð mikið atriði. Það er nauðsynlegt fyrir alla að fá að losa um sínar listrænu hvatir." "Já, þetta er bara mjög skemmtilegt í alla staði," segir Óli Palli. "Mér finnst þetta frábært krydd í íslenskt tónlistarlíf og skipta heilmiklu máli. Það er bráðnauðsynlegt að þetta haldi áfram. "Þarna hefur margt af okkar fremsta fólki í dag stigið sín fyrstu skref." Katrín segir að þrátt fyrir þær erfiðu aðstæður sem ríkja í samfélaginu í dag sé mikilvægt að keppnir sem þessar fái að lifa áfram. "Þetta er einn af hápunktum ársins fyrir framhaldsskólanema. Það er mikilvægt að keppnir sem þessar fái að halda sínu striki og þeim sé veittur allur sá stuðningur sem mögulegt er," segir Katrín. - sv
Söngkeppni framhaldsskólanna Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira