Vettel býst við hörðum slag við Alonso og Massa 24. júlí 2010 19:56 Felipe Massa, Sebastian Vettel og Fernando Alonso fagna á Hockenheikm í dag. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel var kampakátur með að ná fremsta stað á ráslínu á Hockenheim brautinni í dag. Hann varð aðeins 0.002 sekúndum á undan Fernando Alonso í spennandi tímatöku. "Það væri gaman að vita hvað munurinn á milli okkar er í vegalengd var, miðað við 0.002 sekúndur. Þetta var mjög, mjög jafnt", sagði Vettel, en munurinn sem hann talar um eru 15 sentimetrar samkvæmt útreiking tölfræðings. "Fernando var mjög öflugur og Ferrari bílarnir eru mjög samkeppnisfærir hérna. Við vissum að þetta yrði erfitt, en 2/1000 úr sekúndu er ekki munur sem maður vill upplifa og við urðum að hafa fyrir þessu." "Það var mikil spenna í lokaumferðinni og ég vissi að ég hefði bara einn hring til að ná þessu. Það eru staðir í brautinni sem er auðvelt að klúðra málum og tapa tíma. Ef maður reynir of mikið er hætta á að skemma dekkin og þá finnst manni að tími sé að tapast." "Síðasti hringurinn minn var ekki 100%. Ég fór stundum yfir strikið og tapaði tíma, en á endnum dugði þetta. Ég náði að vera á undan með nánast engum mun. En ég er sérlega ánægður að vera í fyrsta skipti fremstur á ráslínu. En megin verkefnið er á morgun. Við erum með öflugan bil og það verður harður slagur við rauðu bílanna", sagði Vettel. Bein útsending er frá kappakstrinum á Hockenheim kl. 11.30 á Stöð 2 Sport á sunnudag í opinni dagskrá. Þátturinn Endarmarkið er sýndur að loknum kappakstrinum þar sem sérfræðingar fara yfir allt það helst sem gerðist í mótinu. Sá þáttur er í lokaðri dagskrá. Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sebastian Vettel var kampakátur með að ná fremsta stað á ráslínu á Hockenheim brautinni í dag. Hann varð aðeins 0.002 sekúndum á undan Fernando Alonso í spennandi tímatöku. "Það væri gaman að vita hvað munurinn á milli okkar er í vegalengd var, miðað við 0.002 sekúndur. Þetta var mjög, mjög jafnt", sagði Vettel, en munurinn sem hann talar um eru 15 sentimetrar samkvæmt útreiking tölfræðings. "Fernando var mjög öflugur og Ferrari bílarnir eru mjög samkeppnisfærir hérna. Við vissum að þetta yrði erfitt, en 2/1000 úr sekúndu er ekki munur sem maður vill upplifa og við urðum að hafa fyrir þessu." "Það var mikil spenna í lokaumferðinni og ég vissi að ég hefði bara einn hring til að ná þessu. Það eru staðir í brautinni sem er auðvelt að klúðra málum og tapa tíma. Ef maður reynir of mikið er hætta á að skemma dekkin og þá finnst manni að tími sé að tapast." "Síðasti hringurinn minn var ekki 100%. Ég fór stundum yfir strikið og tapaði tíma, en á endnum dugði þetta. Ég náði að vera á undan með nánast engum mun. En ég er sérlega ánægður að vera í fyrsta skipti fremstur á ráslínu. En megin verkefnið er á morgun. Við erum með öflugan bil og það verður harður slagur við rauðu bílanna", sagði Vettel. Bein útsending er frá kappakstrinum á Hockenheim kl. 11.30 á Stöð 2 Sport á sunnudag í opinni dagskrá. Þátturinn Endarmarkið er sýndur að loknum kappakstrinum þar sem sérfræðingar fara yfir allt það helst sem gerðist í mótinu. Sá þáttur er í lokaðri dagskrá.
Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira