Innlent

Sést henda hnífnum í sjóinn

Gunnar Rúnar Sigurþórsson
Gunnar Rúnar Sigurþórsson

Myndband sem sýnir Gunnar Rúnar Sigurþórsson henda hnífi í smábátahöfnina í Hafnarfirði er meðal rannsóknargagna vegna manndrápsins í Hafnarfirði í ágúst. Hann mun þá hafa verið að koma beint af heimili Hannesar Þórs Helgasonar eftir að hafa orðið honum að bana. Myndbandið er úr eftirlitsmyndavél við höfnina.

Gunnar Rúnar var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness til 19. nóvember í gær.

Guðrún S. Arnardóttir, lögmaður Gunnars Rúnars sagði í gær að endanleg niðurstaða úr lífsýnum, sem send hefðu verið til Svíþjóðar, lægi enn ekki fyrir. Einnig segir hún beðið eftir niðurstöðu geðrannsóknar, svo og krufningaskýrslunnar. Hvort tveggja þyrfti að kynna fyrir Gunnari Þór. Fyrr sé ekki hægt að ljúka rannsókn.

Gunnar Þór hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór að bana. Hann var yfirheyrður af lögreglu skömmu eftir að Hannes fannst látinn en var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Hann gekk laus í tæplega tíu daga, en var handtekinn aftur og úrskurðaður í gæsluvarðhald 27. ágúst.

Lögreglan lagði hald á skó Gunnars Rúnars í fyrra skiptið sem hann var handtekinn. Í ljós kom að reynt hafði verið að þrífa blóð af þeim. Þá passaði skófarið við skófar sem fannst á heimili Hannesar eftir að honum hafði verið ráðinn bani.

jss-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×