Viðskipti erlent

ESB sektar flugfélög um 800 milljónir evra

Photo/AP

Framkvæmddastjórn Evrópusambandsins hefur sektað ellefu flugfélög fyrir brot á samkeppnislögum.

Sektin nemur 800 milljónum evra eða um 123 milljörðum íslenskra króna. Félögin eru sökuð um að hafa komið sér saman um verðskrá í vöruflutingum á árunum 1999 til 2006. Á meðal félaga sem um ræðir eru British Airways sem þurfa að greiða 104 milljónir evra, Air-France-KLM sem fengu 340 milljónir evra í sekt og Cargolux í Lúxemburg sem þurfa að borga 80 milljónir evra. Þýska félagið Lufthansa slapp hinsvegar við sekt en félagið lét Evrópusambandið vita af samráðinu að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins.

Yfirmaður samkeppnismála hjá ESB Joacin Almunia segir að samráð félaganna hefði án efa haldið áfram óáreitt hefði sambandið ekki gripið í taumana. Rannsókn á málinu hefur staðið frá árinu 2006 og sagði Almunia að samráðið hafi skaðað neytendur jafnt og önnur flugfélög.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×