Meistarastjórinn segir bann við liðsskipunum óraunhæft 28. júlí 2010 10:16 Ross Brawn ásamt Nico Rosberg og Michael Schumacher. Mynd: Getty Images Ross Brawn sem gerði lið sitt að meisturum í fyrra og seldi síðan til Mercedes segir að bann við liðsskipunum sé óraunhæft. Mikið fjaðrafok varð um síðustu helgi þegar Ferrari var dæmt fyrir að beita liðsskipun og láta Felipe Massa hleypa Fernando Alonso framúr sér. "Ég skil að áhorfendur geti verið svekktir með það sem gerðist á sunnudaginn. Bann við liðsskipunum er ekki raunhæft lengur. FIA og keppnisliðn verða að finna gegnsæja lausn, sem viðheldur heiðarleika íþróttarinnar og tekur mið af eðli íþróttarinnar", sagði Brawn í samtali við Gazetta dello sport. Autosport.com greinir frá þessu í dag. Brawn var hjá Ferrari þegar liðið lét Rubens Barrichello færa Michael Schumacher sigurinn á silfurfæti í Formúlu 1 mótinu í Austurríki 2002. Brawn gat þess að lið sitt myndi beita liðsskipunum ef með þyrfti. "Ökumenn okkar eru beðnir að lenda ekki í árekstri hvor við annan og ef annar á möguleika á titlinum og hinn ekki, þá viljum við að báðir hugsi um hag liðsins án þess að kasta frá sér tækifærinu", sagði Brawn. Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ross Brawn sem gerði lið sitt að meisturum í fyrra og seldi síðan til Mercedes segir að bann við liðsskipunum sé óraunhæft. Mikið fjaðrafok varð um síðustu helgi þegar Ferrari var dæmt fyrir að beita liðsskipun og láta Felipe Massa hleypa Fernando Alonso framúr sér. "Ég skil að áhorfendur geti verið svekktir með það sem gerðist á sunnudaginn. Bann við liðsskipunum er ekki raunhæft lengur. FIA og keppnisliðn verða að finna gegnsæja lausn, sem viðheldur heiðarleika íþróttarinnar og tekur mið af eðli íþróttarinnar", sagði Brawn í samtali við Gazetta dello sport. Autosport.com greinir frá þessu í dag. Brawn var hjá Ferrari þegar liðið lét Rubens Barrichello færa Michael Schumacher sigurinn á silfurfæti í Formúlu 1 mótinu í Austurríki 2002. Brawn gat þess að lið sitt myndi beita liðsskipunum ef með þyrfti. "Ökumenn okkar eru beðnir að lenda ekki í árekstri hvor við annan og ef annar á möguleika á titlinum og hinn ekki, þá viljum við að báðir hugsi um hag liðsins án þess að kasta frá sér tækifærinu", sagði Brawn.
Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira