Sport

Sindri Þór hefur bætt fjögur norsk unglingamet

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Sindri Þór Jakobsson gerðist nýverið norskur ríkisborgari.
Sindri Þór Jakobsson gerðist nýverið norskur ríkisborgari. Mynd úr einkasafni.

Sindri Þór Jakobsson, sem nýverið gerðist norskur ríkisborgari, hefur á undanförnum dögum sett fjögur norsk unglingamet í flokki 19 ára og yngri. Sindri, er fæddur á Akranesi og keppti fyrir Íslands hönd, en hann hefur verið búsettur í Noregi fimm ár en hann á Íslandsmetin í 200 metra flugsundi í 50 m. og 25 m. laug.

Á fyrsta keppnisdegi á norska unglingameistaramótinu sem hófst í gær í Bergen sigraði Sindri í 50 metra flugsundi og var hann aðeins 2/100 úr sekúndu frá norska unglingametinu. Hann synti á 27,01 sek. og var hálfri sekúndu á undan næsta keppanda.



Sindri hefur eins og áður segir sett fjögur norsk unglingamet í haust. Fyrsta metið setti hann í Osló um miðjan október þegar hann synti 200 metra flugsund á 2.02,94 mín. Hann stórbætti árangur sinn í greininni í tvígang á alþjóðlegu móti í Svíþjóð þar sem hann synti á 1.59,35 mín. í undanrásum og hann sigraði í greininni í úrslitasundinu þar sem hann bætti norska unglingametið í þriðja sinn, 1.58,69 mín. Sindri var aðeins 3/10 úr sekúndu frá norska metinu í fullorðinsflokki. Þess ber að geta að

Á Íslandsmetið í 200 metra flugsundi

Sindri á Íslandsmetið í fullorðinsflokki í 200 metra flugsundi sem er er 2.02,97 mínútur, sett í Prag í Tékklandi í júlí 2009. Hann á einnig Íslandsmetið í 200 metra flugsundi í 25 metra laug sem er 1.57,21 mín.

Sindri á einnig norska unglingametið í 100 metra flugsundi sem er 54,41 sek.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×