Sport

Hrafnhildur bætti Íslandsmetið í annað skiptið í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH.
Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH. Mynd/Valli

Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH bætti Íslandsmetið í 50 metra bringusundi í annað skiptið í dag þegar hún synti á 30,82 sekúndum í undanúrslitum á HM í Dúbæ í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Hrafnhildur bætti sig um tólf hundraðshluta út sekúndu frá því í morgun og endaði í 14. sæti af sextán í undanúrslitunum.  Hrafnhildur var 86 hundraðshlutum á eftir kínversku sundkonunni Jin Zhao sem synti hraðast allra á 29,96 sekúndum.

Hrafnhildur komst ekki áfram en til þess að komast í úrslitasundið hefði hún þurft að synda betur en á 30.46 sekúndum en á þeim tíma synti áttunda og síðasta konan inn í úrslit.

Hrafnhildur varð fyrr í dag fyrst íslenska konan til þess að synda 50 metra bringusund á undir 31 sekúndu þegar hún synti á 30,97 sekúndum í undanrásum en hún bætti þá Íslandsmet Erlu Daggar Haraldsdóttur sem hafði synt á 31,26 sekúndum á ÍM25 í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×