Webber hrifinn á nýju brautinni 22. október 2010 11:22 Mark Webber stóð sig vel á æfingum í Suður Kóreu í nótt. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Mark Webber á Red Bull náði besta tíma allra á tveimur æfingum á nýju brautinni í Suður Kóreu í nótt. Hann telur brautina vel heppnaða, en um tíma var spáð í hvort hætta þurfti við keppnina, þar sem tafir urðu á frágangi hennar. Aðspurður um brautina í frétt á autosport.com sagði Webber; "Hún er nokkuð skemmtileg. Það eru tveir óvenjulegir staðir, sem er alltaf gott. Það er alltaf notalegt að verðugt viðfangsefni á nýrri braut", sagði Webber Webber sagði innakstur á þjónustsvæðið og aðreinin út á brautina þaðan "Mikka Mús" leg og á þá við að hún sé heldur krókótt. Að öðru leyti taldi hann mótshaldara hafa unnið gott verk. Aðstæður voru erfiðar á æfingunni þar sem mikið ryk var á brautinni í upphafi. "Brautin breyttist mikið í dag. Augljóslega er þetta nú braut fyrir alla og hún var mjög, mjög hál á fyrstu æfingu. Svo varð þetta svona skynsamlegra eftir því sem leið á daginn. Við þurfum að bæta okkur smám saman í undirbúningi með bílinn. Bíllinn reyndist vel og það þarf að safna miklum upplýsingum á nýrri braut og það hefur tekist nokkuð vel. Við erum bjartsýnir eftir árangur dagsins og gerum okkur klára fyrir morgundaginn", sagði Webber, sem á við æfingar sem verða að næturlagi að íslenskum tíma. Lokaæfing keppnisliða verður í nótt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 01.55 og síðan tímatakan kl. 04.45 í opinni dagskrá. Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Mark Webber á Red Bull náði besta tíma allra á tveimur æfingum á nýju brautinni í Suður Kóreu í nótt. Hann telur brautina vel heppnaða, en um tíma var spáð í hvort hætta þurfti við keppnina, þar sem tafir urðu á frágangi hennar. Aðspurður um brautina í frétt á autosport.com sagði Webber; "Hún er nokkuð skemmtileg. Það eru tveir óvenjulegir staðir, sem er alltaf gott. Það er alltaf notalegt að verðugt viðfangsefni á nýrri braut", sagði Webber Webber sagði innakstur á þjónustsvæðið og aðreinin út á brautina þaðan "Mikka Mús" leg og á þá við að hún sé heldur krókótt. Að öðru leyti taldi hann mótshaldara hafa unnið gott verk. Aðstæður voru erfiðar á æfingunni þar sem mikið ryk var á brautinni í upphafi. "Brautin breyttist mikið í dag. Augljóslega er þetta nú braut fyrir alla og hún var mjög, mjög hál á fyrstu æfingu. Svo varð þetta svona skynsamlegra eftir því sem leið á daginn. Við þurfum að bæta okkur smám saman í undirbúningi með bílinn. Bíllinn reyndist vel og það þarf að safna miklum upplýsingum á nýrri braut og það hefur tekist nokkuð vel. Við erum bjartsýnir eftir árangur dagsins og gerum okkur klára fyrir morgundaginn", sagði Webber, sem á við æfingar sem verða að næturlagi að íslenskum tíma. Lokaæfing keppnisliða verður í nótt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 01.55 og síðan tímatakan kl. 04.45 í opinni dagskrá.
Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira