Fótbolti

Þóra aðeins búin að fá á sig eitt mark í fyrstu fjórum leikjunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Landsliðsmarkvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir.
Landsliðsmarkvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir. Mynd/ÓskarÓ
Landsliðsmarkvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir hefur byrjað ferillinn vel með LdB FC Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þóra hélt marki sínu hreinu í þriðja sinn í fjórum leikjum um helgina og LdB FC Malmö er nú eitt í efsta sæti deildarinnar með full hús stiga.

LdB FC Malmö hefur þriggja stiga forskot á Jitex BK og markatala liðsins er 12-1. Eina markið sem Þóra hefur fengið á sig var í 6-1 sigri á móti Jitex BK í annarri umferð en hún hefur síðan haldið markinu hreinu í 257 mínútur.

Það er ekki eins og það hafi ekkert verið að gera hjá Þóru í leikjunum því hún hefur varið 24 skot í þessum fjórum leikjum eða 96 prósent þeirra skota sem hafa komið á hana.

Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Djurgården, hefur varið 17 af 22 skotum sem hún hefur fengið á sig í fyrstu fjórum umferðunum sem gerir 77 prósent markvörslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×