Viðskipti erlent

Schwarzenegger fær 4700 milljarða lán frá Japan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Schwarzenegger er staddur í Japan þessa dagana. Mynd/ AFP.
Schwarzenegger er staddur í Japan þessa dagana. Mynd/ AFP.
Samgöngumálaráðherra Japan ætlar að bjóða Kalíforníufylki lán til þess að leggja hraðlestarbraut. Arnold Schwarzenegger var staddur í Omiya í Japan í dag. Þar prófaði hann að ferðast um í hraðlest líkt og þeirri sem til stendur að leggja í Kalíforníu og kvaðst vera mjög hrifinn af slíkri tækni.

Uppbygging lestarbrautarinnar kostar 40 milljarða bandaríkjadala, sem nemur 4700 milljörðum íslenskra króna. Það er ansi stór biti fyrir íbúa Kalíforníu enda nemur fjárlagahalli fylkisins 19,1 milljörðum bandaríkjadala í ár. Japanar ætla því að hjálpa Bandaríkjamönnum með því að lána þeim fyrir verkefninu, eftir því sem fram kemur á vef Bloomberg.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×